Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 3
3 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags fræðing og Jóhannes Jóhannesson og skýrði þeim frá hugmynd sinni um að setja á stofn náttúrugripasafn í Reykjavík. Stefáni og Jóhanni leist vel á hugmyndina og stofnuðu þeir félagar Íslenskt Náttúrufræðisfélag í Kaupmannahöfn 24. apríl 1887 og hljóðaði 2. grein laga þess svo: Aðaltilgangur fjelagsins er sá, að koma upp sem fullkomnustu náttúrugripa- safni á Íslandi, er sje eign þess og geymt í Reykjavík. Strax var hafist handa við söfnun gripa en félagið lagðist af er þeir félagar Björn og Stefán fluttu heim til Íslands síðar það sama ár. Á Íslandi stóð Stefán fyrir stofnun Hins íslenska náttúru- fræðisfélags 16. júlí 1889 sem var arf- taki Kaupmannahafnarfélagsins og með sama markmið. Saga Náttúrugripasafnsins er mikil örlagasaga, en það var fyrst í einu herbergi heima hjá formanni félags- ins, Benedikt Gröndal. Fyrstu árin var safnið opið eftir samkomulagi en árið 1895 var safnið í Glasgow við Vesturgötu þar sem það var opið almenningi einn klukkutíma á sunnu- dögum. Er safnið stækkaði þurfti það meira pláss og var í sífelldu hús- næðishraki þar til það flutti haustið 1908 í Safnahúsið við Hverfisgötu (Þjóðmenningarhúsið). Safninu var lokað 1960 en opnaði 1967 til bráða- birgðasal við Hlemm og lokaði síðan endanlega 31. mars 2008. Megin hlutverk Náttúruminja- safns Íslands er að miðla þekkingu á náttúrunni til almennings með sýningum, erindum, námskeiðum, ritum eða á annan hátt. Til þess að geta sinnt hlutverki sínu þarf safnið að hafa hæft starfsfólk, hafa nægilegt húsrými og hafa yfir að ráða nægilega góðum gripasöfnum til að geta sett upp langtíma og tímabundnar sýn- ingar, til að sinna kennslu og fræðslu og til að geta verið í samstarfi við Þann 30. mars árið 2007 tóku gildi lög um Náttúruminjasafn Íslands. Þessum lögum hafði verði beðið eftir í áraraðir en þau marka braut nýs höfuðsafns á sviði náttúrufræða. Lögin sjálf mynda ramma um væntanlega starfsemi safnsins en útfærsla þeirra er verkefni næstu ára og áratuga. Um Náttúruminjasafnið fjalla einnig safnalög nr. 106/2001 en þar eru höfuðsöfn landsins skil- greind: Náttúruminjasafn Íslands, Listasafn Íslands og Þjóðminjasafn Íslands. Með safnalögum er Náttúruminjasafni skipað á bekk með helstu söfnum landsins og eru gef- in fyrirheit um að safnið skuli vera jafnoki þeirra og í fararbroddi nátt- úruminjasafna á landinu. Það er því ekki verið að kom upp fátæklegri sýningaraðstöðu í skjóli annarra stofnana, hér er verið að setja á stofn alvöru safn. En hvað er safn? Hér á landi getur orðið „safn“ bæði merkt gripasafn eða samsafn hluta (collection) og stofnun (museum) sem opin er almenningi og rekur sýningar sem byggja á eigin gripasöfnum. Með hliðsjón af siða- reglum ICOM (International Council of Museums) er safn skilgreint svo 4. grein safnalaga 106/2001: Safn sam- kvæmt lögum þessum er stofnun, opin almenningi, sem hefur það hlutverk að safna heimildum sem snerta manninn, sögu hans og umhverfi, standa vörð um þær, rannsaka, miðla upplýsingum og hafa þær til sýnis svo að þær megi nýtast til rannsókna, fræðslu og skemmtunar. Upphafsmaður að stofnun nátt- úrugripasafns var Björn Bjarnarson, síðar sýslumaður Dalasýslu og þing- maður, sem mun hafa fengið þessa hugmynd í ársbyrjun 1887 er hann var staddur á skrifstofu konungs í Kaupmannahöfn. Hugmyndin greip Björn svo ákaft að hann rauk út á götu og hitti þar Stefán Stefánsson grasa- önnur söfn. Höfuðsafn í náttúrufræði hlýtur að stefna að því að koma upp sem fullkomnustu safni náttúrugripa sem hentar starfssemi þess og er mik- ilvægt að menn geri sér grein fyrir því að án þeirra getur Náttúrminjasafn Íslands aldrei orðið til. Náttúruminjasafn Íslands mun þurfa að hafa mikla og góða sam- vinnu við önnur söfn, stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga vegna öflunar upplýsinga, þekkingar og gripa, vegna rannsókna og vegna þess fjölbreytta fræðslustarfs sem safnið mun sinna. Gestir safnsins munu koma úr öllum þjóðfélagshópum en miðað við reynslu hinna Norðurlandanna munu skólanemar vera um helm- ingur þeirra. Staðsetning safnsins mun hafa mikil áhirf á fjölda gesta og því þarf það að liggja vel við al- menningssamgöngum og hafa næg bílastæði. Sé litið til þeirra landa sem við gjarnan berum okkur saman við, hafa þau reist miklar og fallegar bygging- ar fyrir söfn sín og sýna þeim mik- inn sóma. Náttúruminjasöfn eru alls staðar mjög mikið sótt og áhersla er á að þau liggi vel og eru því gjarnan í miðhlutum borga og bæja svo þau nýtist sem best. Við Íslendingar eig- um einnig að sýna náttúru landsins þann sóma að reisa glæsilegt safn- hús sem við getum verið stolt af. Það liggur nú fyrir að hefjast handa og er skorað á almenning, náttúrufræð- inga og stjórnvöld að ljá málefninu lið enda eru liðin rúm 120 ár frá því að Björn Bjarnarson, sýslumað- ur rauk í ofboði út á götu í miðri Kaupmannahöfn þegar hann fékk þá góðu hugmynd að setja á stofn nátt- úruminjasafn í Reykjavík. Helgi Torfason, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands Náttúruminjasafn Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.