Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 4
Náttúrufræðingurinn
4
Vorblóm á Íslandi
Gróa Valgerður Ingimundardóttir, Kesara Anamthawat-Jónsson
og Hörður Kristinsson
Vorblóm (Draba L.) eru áberandi í flóru norðurskautslanda, með um 360 tegundir á heimsvísu sem flestar er
að finna á norðurslóðum eða í fjalllendi. Menn hafa lengi átt í erfiðleikum með að ákvarða tegundir innan
ættkvíslarinnar enda er hún mjög flókin frá flokkunarfræðilegu sjónarhorni. Hér á landi hafa helst Draba alpina
L., D. nivalis Liljebl., D. fladnizensis Wulf., D. lactea Adams, D. norvegica Gunn., D. daurica DC., D. cinerea Adams
og D. incana L. talist tilheyra flóru landsins. Í grein þessari eru teknar saman upplýsingar um og lýsingar á þeim
tegundum vorblóma sem við teljum sannað að finnist í flóru Íslands miðað við fyrirliggjandi gögn. Við verk
okkar notuðum við gagnagrunn og háplöntusafn Náttúrufræðistofnunar Íslands, fjölda heimilda auk athugana
á plöntunum á vettvangi og í ræktun. Niðurstaðan var að hér væru eftirtaldar átta tegundir: Draba oxycarpa, D.
nivalis, D. lactea, D. norvegica, D. glabella, D. arctogena, D. incana og D. verna. D. arctogena er ný fyrir Ísland, D.
glabella er áður getið undir D. daurica og D. verna hafði áður verið skráð Erophila verna. Tegundin D. alpina hefur
nýlega verið klofin í tvennt og fellur íslenska fjallavorblómið undir D. oxycarpa. Þótt ekki hafi tekist að staðfesta
tilvist D. alpina, D. fladnizensis og D. cinerea er ekki útilokað að nánari athuganir geti síðar leitt annað í ljós.
1. mynd. Fjallavorblóm (Draba oxycarpa). Ljósm./Photo: Hörður Kristinsson.
Ritrýnd grein
Náttúrufræðingurinn 77 (1–2), bls. 4–14, 2008