Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 17
17 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 1. tafla. Fjöldi veiddra lirfa og bjallna eftir veiðidögum og sýnatökusvæðum sumarið 2005. – The number of caught larvae and adults classified according to capture dates and habitats. Niðurstöður Tegundin fannst einungis á tveimur sýnatökusvæðum af þeim sjö sem athuguð voru. Bjöllur og lirfur fundust í ræktaða garðinum en einungis lirfur á hverasvæðinu. Fullorðnar bjöllur náðust yfir allt söfnunartímabilið og var mestur fjöldi þeirra í seinustu sýnatökunni í september (1. tafla). Í garðinum fundust lirfur í júní, júlí og ágúst en á hverasvæðinu aðeins í júní. Mest veiddist af lirfum fyrri hluta ágúst (1. tafla) en níu af þeim tíu sem þá veiddust voru litlar, eða í stærðarflokknum 0,5 til 0,9 cm. Sú eina sem var utan þess stærðarflokks var 3,0 cm að lengd (3. mynd). Umræða Niðurstöður benda til þess að bjöllur varmasmiðsins í Hveragerði haldi sig einungis í görðum og graslendi en lirfustigið fari einnig út á hverasvæðið, þar sem aðeins lirfur fundust við hverasvæðið en engar bjöllur (1. tafla). Þetta gæti bent til þess að varmasmiðurinn verpi í graslendi, jafnvel á mörkum hverasvæðis og garða sem liggja upp við það. Þegar lirfur klekjast út er hugsanlegt að þær fari víðar um en bjöllurnar og leiti þannig inn á hverasvæðið (1. tafla). Erlendar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að lirfurnar eru ekki eins stað- bundnar og bjöllurnar og fara meira um í ætisleit.8 Skjól gæti stýrt fullorðnum varmasmiðum frekar inn í garðana, þar sem hverasvæðið er hrjóstrugt með takmörkuðum gróðri. Dýr sem varmasmiðurinn leggur sér til munns, t.d. ormar, sniglar og ýmis skordýr, lifa gjarnan í görðum og graslendi og því velur hann eflaust helst slík búsvæði. Í samtölum við íbúa Hveragerðis sem búa nálægt hverasvæðinu kom í ljós að bjöllur- nar hafa fundist í þó nokkrum görðum í kringum hverasvæðið og einnig í kringum Hveragerðiskirkju, sem stendur á brekkunni ofan við hverasvæðið. Litlar lirfur fundust allt sumarið og því voru egg að klekjast út jafn- lengi, en það er þekkt erlendis frá.4 Nokkuð stórar lirfur fundust einnig allt sumarið og virtist vera samfelldur vöxtur úr litlum í stórar á tímabilinu. Fullorðnar bjöllur voru til staðar strax í byrjun sumars (í maí þegar tilraunasýnatökur fóru fram) og af því má væntanlega ráða að a.m.k. sumar þeirra bjallna sem lágu í vetrardvala hafi þá enn verið á lífi, þótt einnig sé vel hugsanlegt að fyrstu bjöllur hafi þegar verið klaktar úr púpum (3. mynd). Hvorki bjöllur né lirfur varma- smiðs fundust í miklum mæli og er því líklegt að stofninn sé lítill. 3. mynd. Yfirlit yfir mánuði sem fullorðnar bjöllur og lirfur voru á kreiki (breið strik). Lirfurnar eru flokkaðar eftir lengd. – Months where adults and larvae were active (broad lines). The larvae are divided into length categories. Dagsetning sýnatöku - date Fjöldi lirfa - # larvae Fjöldi bjallna - # beetles Sýnatökusvæði - geothermal area / garden 3 Hverasvæði 1 2 Ræktaður garður 2 Hverasvæði 3 3 Ræktaður garður Hverasvæði 3 1 Ræktaður garður Hverasvæði 8 1 Ræktaður garður Hverasvæði 10 1 Ræktaður garður Hverasvæði 2 1 Ræktaður garður Hverasvæði 8 Ræktaður garður 30. ágúst 17. september 16. júní 28. júní 13. júlí 27. júlí 11. ágúst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.