Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 20
Náttúrufræðingurinn 20 hefur lítið sem ekkert verið beitt á íslenskt berg vegna þess hvað rúbidíum klofnar hægt og einnig vegna þess hversu ungt íslenskt berg er á jarðfræðilegan mæli- kvarða, en elsta berg sem fundist hefur á Íslandi er rúmlega 16 millj- ón ára.2 Sýnt verður að nota má aðferð þessa á súrt íslenskt gosberg sem myndast hefur með hlutkrist- öllun úr basískri kviku. Nýlegar rannsóknir á berg- og jarðefnafræði súrs bergs frá Ljósufjöllum benda eindregið til að uppruni þess sé í hlutkristöllun frumstæðari berg- kviku.1 Staðhættir Ljósufjöll eru ein af þremur megin- eldstöðvum frá kvarter á Snæfells- nesi (2. og 3. mynd) og er miðja þeirra úr súru og ísúru bergi, sem myndar áberandi fjallaþyrpingu.3 Þau eru á austanverðu Snæfells- nesi, suður af Álftafirði, og liggja mislægt ofan á eldri jarðlögum mynduðum í útkulnuðu rekbelti (3. mynd). Unga bergið á Snæfellsnesi er myndað í hliðargosbelti sem enn er virkt en gamla bergið sem undir liggur er myndað í útkulnuðu rekbelti. Þetta gamla rekbelti er frá tertíer og var virkt að minnsta kosti frá því fyrir 16 milljón árum þar til fyrir 6,5 milljón árum en þá færðist það í núverandi stöðu, um Reykja- nes yfir í Langjökul og norður í land.4 Misgengi og sprungur, sem finnast í jarðlagastaflanum á Snæfellsnesi, mynduðust á sama tíma.4 Flest brotin á Snæfellsnesi stefna í NV-SA og megineldstöðin í Ljósufjöllum hvílir einmitt á slíku brotabelti.5 Bergkvika er talin stíga upp um þessar gömlu sprungur.4 Lítið er vitað um aldur Ljósufjalla en giskað hefur verið á að þau hafi orðið til á síðasta jökulskeiði við gos undir jökli.3,6 Elstu jarðlög sem hægt hefur verið að tengja megineldstöð Ljósufjalla finnast í Seljafelli í Kerlingarskarði og eru um 700–800 þúsund ára (eða frá mörkum segul- skeiðanna Brunhes og Matuyama).3 Fáar nákvæmar aðferðir til aldurs- greininga eru þekktar fyrir berg eldra en 50 þúsund ára og yngra en 1 milljón ára, en niðurbrot á geislavirkri samsætu frumefnisins rúbidíums í mjög þróuðu og þar af leiðandi súru bergi kann að vera nothæft til að meta aldur Ljósufjalla. Aðferðafræði og niðurstöður Sex bergsýnum, fjórum súrum og tveimur ísúrum, úr yngstu berg- myndunum Ljósufjalla var safnað. Sýnin koma af u.þ.b. eins ferkíló- metra svæði úr kjarna eldstöðvar- innar þar sem fjöllin rísa hæst. Þrír áberandi hnjúkar mitt á milli Kattar- eyra og Urðarkasts, suður af Botna- Skyrtunnu, einkennast af tveimur ljósum rönum sem liggja í suðvestur frá hnjúkunum. Sýni L1 var tekið í 700 m hæð úr vestari rananum og sýni L2 tvöhundruð metrum norð- austar í 850 m hæð. Sýnum L3 og L4 var safnað úr vestasta hnjúknum, L5 úr miðhnjúknum og L6 úr þeim austasta, við rætur austari ranans; þessi fjögur sýni koma öll úr 1000 m hæð. Basaltsýni 7637 er tekið 2. mynd. Öld, tímabil og tímar yfirborðs- skorpu Íslands. Gosvirkni Snæfellsness er táknuð með bláum lit, dökkbláum fyrir rek- belti á tertíer og ljósbláum fyrir hliðargosbelti á kvarter.3,4,5 Hvítt táknar litla gosvirkni, en á þessum tíma var innskotavirkni algeng. – Era, periods and epochs of the surface of Iceland. The Snæfellsnes volcanic activity is indicated with blue colour, dark blue repre- senting rift zone activity during the Tertiary whereas light blue stands for the non-rift activity of the Quarternary.3,4,5 White colour illustrates minimum volcanic activity; felsic intrusions govern this time period. 3. mynd. Megineldstöðvar á Snæfellsnesi, samkvæmt Hauki Jóhannessyni.4 Snæfellsnes- samhverfan sýnir hvar rekbeltið lá á tertíer. – Snæfellsnes central volcanoes as stated by Haukur Jóhannesson.4 Snæfellsnes syncline (marked as Snæfellsnessamhverfa on the picture) shows where the Tertiary rift zone was located. Berg frá tertíer Tertiary rocks Berg frá kvarter Quarternary rocks Breiðafjörður Útkulnuð megineldstöð Inactive volcanic complex Virk megineldstöð Active volcanic complex Setberg Snæfellsnessamhverfan Elliði Snæfellsjökull Ljósufjöll Faxaflói Laugar- dalur Lýsuskarð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.