Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 32
Náttúrufræðingurinn 32 Menn þekkja nú allmarga frændur grameðlunnar, sem flestir eru talsvert minni en hún. Legg ég til að þessi frændgarður allur (Tyrannosauro- idea á 4. mynd) fái heitið ógnareðl- ur. Við þróun grameðlu af minni ógnareðlum hefur hausinn vaxið og þyngst umfram aðra parta líkamans og til að dýrin héldu jafnvægi varð eitthvað undan að láta. Útkoman var að skepnurnar „fórnuðu hönd- um“: Framlimirnir léttust og rýrn- uðu eftir því sem höfuðið seig meir í (8. mynd). Elstu steingervingar dýra sem minna á ógnareðlur eru frá mótum júra- og krítartímabils, eða um 145 milljón ára, og hinar síðustu af þessum ráneðlum hverfa af sjónar- sviðinu með öðrum risaeðlum í lok miðlífsaldar, fyrir 65 milljón árum. Nokkur vafi leikur á ættartengsl- um sumra þessara dýra við T. rex, en leifar að minnsta kosti sex tegunda af „eiginlegum“ ógnareðlum hafa fundist í jarðlögum, auk nokkurra fjarskyldari.10 Elsta staðfesta ógnar- eðlan er keisaradrekinn (Dilong paradoxus, 9. mynd), en glöggar menjar um hann fundust á árunum 2004 og 2005 í um 128 milljón ára gömlu bergi í Yixianlögunum í Kína. Keisaradrekinn var minnsta ógnar- eðlan, hálfur annar metri að lengd og með þrjá fingur á hendi (dæmigerðar ógnareðlur voru aðeins tvífingraðar), en önnur einkenni, ekki síst gerð hauskúpunnar og lögun tannanna, staðfesta skyldleikann. Íslenska heitið keisaradreki er þýðing á mandarínska fræðiheitinu Dilong, en viðurnafnið paradoxus gefur til kynna þversögn, og er þar átt við það að skepnan reyndist þakin um þumlungslöngum fjöðrum. Þetta voru frumstæðar fjaðrir – enginn hryggur, aðeins stakir dúnkenndir þræðir eða skúfar af ókræktum þráð- um, líkt og á dúneðlu (Sinosauro- pteryx), elstu fiðruðu risaeðlunni sem leifar hafa fundist af í kínversku jarð- lögunum. Þegar leið á krítartímabilið stækkuðu ógnareðlurnar. Flestar tegundirnar, meðal annarra gram- eðlan,b lifðu í Norður-Ameríku, en aðrar hafa fundist í Suður-Ameríku og Asíu. Í Evrópu hefur fundist ein smávaxin ógnareðla, árgramur (Eotyrannus, 8. mynd), að vísu með þrjá fingur á hendi eins og keisara- drekinn. Árgramur þreifst snemma á krítartímabili þar sem nú er Wighteyja á Ermarsundi. Sums staðar í Yixian er að finna mjög fíngert set af botnum tjarna og stöðuvatna, stafla af næfurþunn- um lögum sem harðnað hafa án þess að súrefni kæmist að. Þarna hafa geymst mjúkir hlutar lífvera sem annars varðveitast sjaldan sem steingervingar, svo sem fjaðrir, hár, hreistur, vængir skordýra og blómhlutar. En líkamar dýra hafa pressast saman í þessum „pappírs- lögum“, svo erfitt getur verið að átta sig á lögun þeirra. Svo vel vill til að annars staðar í Yixianlögunum eru skilyrði góð til varðveislu á þrívíðri gerð, þótt mjúkhlutarnir hafi þar glatast. Með samanburði á leifum úr þessum ólíku setlögum var fiðrið tengt heildarlíkamsgerð keisaradrekans. Eðlilegt verður að telja að fiðrið hafi haldið hita á þessum dýrum. Með sömu rökum hlýtur það að teljast ólíklegt að stórar, fullvaxnar ógnareðlur, svo sem grameðlan, hafi arkað um í fiðurham. Stór land- spendýr, til dæmis fílar og flóðhestar, eru nær hárlaus, enda losnar svo mikill varmi við efnaskipti þeirra að fremur er þörf á kælingu en varma- einangrun. Og fullorðin grameðla hefur vegið svipað og stór afríkufíll. Hafi ógnareðlurnar verið jafnheitar, gæti nokkurra punda grameðluungi samt hafa haft not fyrir einangrun, og þar sem fiðurhamur var í ættinni hafa fræðimenn leikið sér að þeirri tilhugsun að allir ógnareðluungar hafi skriðið fiðraðir úr eggi (10. mynd) en aðeins smávöxnustu teg- undirnar haldið fjöðrunum ævilangt. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram um lífshætti þessara stóru dýra. Margt bendir til þess að ógnareðlur 8. mynd. Eftir því sem hausinn á ógnareðl- unum þyngdist rýrnuðu framlimirnir. Ofar á myndinni sést árgramur, Eotyrannus lengi, sem bar beinin þar sem nú er Wighteyja á Ermarsundi fyrir rúmum 120 milljón árum. Neðar er grameðla, Tyranno- saurus rex, sem uppi var í Norður-Ameríku um 50 milljón árum síðar. Bæði kvarða- strikin eru 1 metri.9 9. mynd. Keisaradreki, Dilong paradoxus, um hálfs annars metra löng ógnareðla, fannst nýverið í Yixianjarðlögunum í Kína. Líkaminn reyndist þakinn löngum, forn- legum fjöðrum.10 10. mynd. Úr því fullorðin, smávaxin ógnar- eðla, keisaradrekinn, var með fjaðrir, er ekki fráleitt að ætla að ungar hinna stærri hafi skýlt sér undir fiðurham. Einhvern veginn svona gæti grameðluungi hafa litið út.10 b Lengi var grameðlan talin stærsta ógnareðlan og þar með stærsta landrándýr allra tíma, en nú hafa í Suður-Ameríku fundist leifar af enn stærri ógnareðlu, Giganotosaurus, sem mætti kallast tröllgramur á íslensku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.