Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 38

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 38
Náttúrufræðingurinn 38 var talið að eðlufuglinn hefði líkst dæmigerðum fuglum til fótanna, en nú er komið í ljós að allar þrjár tærnar vísuðu fram og hafa líkst tám klóeðlna. Í stað stéls úr samsíða afturvísandi fjöðrum var öglirinn með langan hala sem fjaðrir stóðu út úr til beggja hliða. Kjálkarnir voru tenntir eins og í skriðdýri og fleira í beinagrindinni var frábrugðið stoð- grind fugla. Til dæmis tengjast rif fugla stóru bringubeini með kamb eða kjöl fyrir miðju, sem flugvöðv- arnir tengjast, en rifin í ögli voru ótengd á bringunni (24. mynd). Um flughæfni öglisins og flug- hætti fæst víst seint úr skorið, en varla hefur hann verið mikill flug- kappi. Flugvöðvarnir hafa greinilega ekki verið fyrirferðarmiklir, auk þess sem vængirnir voru stuttir og flugfjaðrirnar nær samhverfar – lítill munur á breidd fananna. Sumir hallast að því að öglirinn hafi aðeins flögrað upp af jörðinni eftir tilhlaup eða svifið á milli trjágreina (25. mynd). En hvort sem öglirinn eða ein- hver annar smádínósár var fyrstur til flugs, ber fróðum mönnum ekki saman um það hvort ferðamátinn hafi þróast af svifi úr trjám eða til- hlaupi á jafnsléttu. Bæði þessi sjón- armið eru kynnt í maíhefti tímarits- ins Natural History.17,18 Kínverskir dínósárar brúa bilið Þótt leifar nokkurra frumstæðra fugla frá lokum krítartímabils hafi fundist seint á 19. öld, var öglirinn eini þekkti tengiliðurinn á milli fugla og ferfættra hryggdýra í meira en hundrað ár eftir að hann fannst. Á síðustu árum 20. aldar og í byrjun hinnar 21. fundust í Yixian í Kína leifar af fiðruðum dínósárum, eins og fram kemur í fyrri hluta greinarinnar.19,20 Sumar þessar skepnur voru hrein landdýr, litlir dínósárar sem trúlega hafa haldið á sér hita með fiðrinu, til dæmis dúneðlan (Sinosauropteryx). Svo hafa fundist dýr með áberandi fiðraða fleti á framlimum (jafnvel líka á afturlimum), sem kannski hafa nýst við að lyfta eigendunum frá jörðu, og loks eru þarna skepnur sem teljast fuglar. En hvað er eðlileg skilgreining á fugli? Nú á tímum vefst ekki fyrir neinum að þekkja fugla frá öðrum dýrum. Steingervingafræðingar virðast hafa náð um það samkomu- lagi – sem sjálfsagt styðst við nær hálfrar annarrar aldar hefð – að flokka sem fugla öglinn og þá fornu dínósára sem svipar ámóta mikið og honum til nútímafugla, sem og alla afkomendur þeirra í fortíð og nútíð. Á töflunni á 4. mynd eru þessir fuglar, fornir og nýir, teknir saman sem Aviala (ofarlega til hægri). Skyldir dínósárar, klóeðlurnar (Deinonychosauria), standast ekki kröfur upprunaflokkunarinnar til fugla, en voru þó trúlega flestar eða allar fiðraðar (og nokkrar jafnvel sýndar í flugstöðu á myndinni). Klóeðlurnar skiptast svo aftur í sagtanna (Troodonta) og vígeðlur (Dromaeosauria). Sagtanni (Troodon)e var sageðla sem komið hefur hér við sögu í sam- bandi við hreiðurgerð (sjá 21. mynd). Smávígur (Microraptor, efst á 4. mynd), sem einnig var nefndur í fyrri hluta umfjöllunar um risaeðlur, var „fjórvængjuð“ vígeðla, um 80 cm löng, sem fannst í byrjun 21. aldar í Yixianlögunum. Önnur vígeðla, þús- aldareðlan (Sinornithosaurus millennii, efst til vinstri á 4. mynd og 26. mynd),f var ívið stærri, eða um 1 m. Þar sem bæði smávígur og þús- aldareðlan voru fiðruð, þykir senni- legt að það eigi líka við um frænku þeirra, snareðluna (Velociraptor, 27. mynd), sem margir þekkja úr Júra- 25. mynd. Tvær tilgátur um það hvernig flug fugla hafi þróast. Vinstra megin sést öglirinn klifrandi í tré, þaðan sem hann á síðan að hafa varpað sér til flugs. Á hægri myndinni er gert ráð fyrir að hann hafi náð lofti undir vængina á hlaupum á jafnsléttu.16 27. mynd. Snareðlan, Velociraptor mongo- liensis, varð heimsfræg í Júragarði þeirra Crichtons og Spielbergs. Síðan hafa vaknað rökstuddar grunsemdir um að skepnan hafi verið fiðruð.21 26. mynd. Þúsaldareðla, Sinornithosaurus millennii.21 e Troodon þýðir „með særandi tönn“ og vísar til sagtenntra brúna á tönnum þessara kvikinda. f Sinornithosaurus útleggst „kínverska fuglseðlan“, en viðurnafnið millennii – og íslenska heitið – minnir á að leifar dýrsins fundust um þúsaldamótin 2000.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.