Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 43
43
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Um blóðsjó í íslenskum
annálum
Tímabundin og staðbundin rauð-
litun sjávar er ekki sérlega fágætt
fyrirbæri. Samkvæmt Orðabók
Háskólans á alnetinu er þó ekki
getið um blóðsjó í prentuðu máli á
íslensku fyrr en á öndverðri 19. öld
hjá Sigurði Breiðfjörð. Í Annálum
1400–1800 og í Íslenzk annálabrot og
undur Íslands eftir Gísla Oddsson
biskup er fjöldi heimilda um blóð-
sjó við Ísland, þær elstu frá upphafi
Blóðsjór
– um rauðlitun sjávar og vatna
Helgi Hallgrímsson
Það er gamalkunnugt fyrirbæri að sjór og vötn geta tímabundið litast rauð
sem blóð. Rauðlitun sjávar í fjörðum og strandsjó kallast blóðsjór og hefur
iðulega orðið vart hér og vakið töluverða athygli. Á fyrri öldum, þegar
hjátrú var landlæg, þótti það boða ill tíðindi, svo sem styrjaldir, drepsóttir
eða óáran. Sjór og vötn geta einnig tekið aðra liti, svo sem gráan, grænan
eða brúnan, sem er tíðara en vekur minni athygli. Ennfremur getur sjór
orðið sjálflýsandi og kallast það maurildi. Rauðlitun ferskvatns þekkist
aðeins í smápollum á Íslandi og hefur ekki sérstakt heiti. Þessi fyrirbæri
stafa langoftast af örsmáum lífverum sem ná að fjölga sér svo mikið að þær
lita vatnið, en það gerist helst í langvarandi veðurstillum síðla sumars. Í
nokkrum tilvikum geta þessar smáverur verið eitraðar fyrir dýr og menn.
Hér verður greint frá helstu heimildum varðandi blóðsjó við Ísland og leitað
skýringa á því fyrirbæri og öðrum skyldum. Maurildið verður að bíða betri
tíma og getur orðið efni í aðra grein.
1. mynd. Frá Seyðisfirði. Ströndin með Strandartindi, 10. júlí 2005. Þar hefur blóðsjór oft sést og þar var hann fyrst rannsakaður
hér á landi sumarið 1904. Ljósm.: Helgi Hallgrímsson.
Náttúrufræðingurinn 77 (1–2), bls. 43–52, 2008