Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 50
Náttúrufræðingurinn
50
Mjólkursjór
Þegar mikið er af ljósum smáverum
í sjónum getur hann orðið mjólkur-
litur og kallast þá mjólkursjór. Þar
er oftast um að ræða svonefnda
kalkþörunga (Coccolithophora), sem
einnig hafa verið nefndir kalkplötu-
þörungar, kalksvipuþörungar og kúlu-
þörungar (B. Sæm.). Þeir safna kalki
í skel utan á sig og tilheyra flokki
haftþörunga (Haptophyta). Einar
Jónsson (1981) taldi ekki vitað með
vissu um mjólkursjó hér við land,
en „sögur um slíkan sjó hafa þó
heyrst hjá sjómönnum“.27 Líklega
getur ljósátan (Euphausidae o.fl.)
valdið mjólkurlitum sjó þegar
mikið er af henni, sbr. rauðátuna.
Gunnar Steinn (1986) getur um
þörunginn Emiliana huxleyi, af
flokki kalkþörunga. „Hann getur
litað sjóinn ljósgrænan (mjólkur-
grænan) við blóma. Kalksvipu-
þörungablómi af þessari tegund
varð fyrir sunnan og suðaustan
Ísland fyrri hluta júnímánaðar
1984.“ Einnig telur Gunnar að
Phaeocystis pouchetii, af sama
flokki, sem algeng er við Vestur-
og Norðurland, geti angrað fiska
þegar mikið er af honum.28 Á
árunum kringum 1970 kom þessi
tegund með hlýja sjónum í Eyja-
fjörð á vorin og breytti lit hans
áberandi, úr bláum í blágrænt.
skilyrði fellir hann svipur og um-
breytist í dimmrauðar kúlur, sem
eru dvalastig hans (9. mynd). Þegar
mikið er af blóðþörungi í pollum
verða þeir dimmrauðir sem staðnað
blóð, og ef þeir þorna upp setjast
kúlurnar á bergið á botni þeirra og
lita það rauðbrúnt. Úr þeim koma
nýir svipungar næst þegar rignir.29
Í Bretlandi er þessi tegund talin
algeng í fuglaböðum í görðum og
hún virðist einnig geta lifað í
fjörupollum þar sem sjávarseltu
gætir tímabundið. Karl Gunnars-
son (Hafrannsóknast.) fann hana
í fjörupolli við Hafnarnes við
Fáskrúðsfjörð kringum 1980. Hann
segist nokkrum sinnum hafa séð
rauðleita polla á klettum í fjörum,
en þá hafi oftast verið um aðra
tegund grænþörunga að ræða, þ.e.
Dunaliella salina, sem er þekkt fyrir
að geta lifað við mjög mismunandi
seltustig, enda eykst selta fjörupolla
oft mikið við uppgufun.30 Dunaliella
hefur aflangar, tvísvipa frumur,
sem oft eru gular eða rauðgular
af litarefninu beta-karótín. Bæði
umrædd litarefni geta haft hagnýta
þýðingu við matvælavinnslu og
komið í stað gerviefna. Þá getur
grænþörungurinn Brachyomonas
líklega einnig litað polla við strendur,
en B. submarina hefur fundist í
Vestmannaeyjum.31
Fáeinar þörungategundir eiga
það til að vaxa á snjó eða jöklum
og gefa þeim grænan, rauðan
eða jafnvel fjólubláan lit. Ingólfur
Davíðsson (1947) taldi sig hafa séð
‚rauðsnævi‘ við Eyjabakkajökul
sumarið 1935, sem hann lýsir svo:
Rauðlitun ferskvatns
og vatnamor
Erlendis eru dæmi um að allstór
stöðuvötn hafi orðið rauðlituð. Þar
geta rauðir smákrabbar átt hlut að
máli, svo og þörungar af ýmsu tagi,
svo sem dílþörungurinn Euglena
sanguinea. Hér er þetta fyrirbæri
aðeins þekkt sem ‚blóðpollar‘ á
klettum þar sem regnvatn safnast
og stendur uppi í nokkurn tíma
(8. mynd). Þar er oftast um að
ræða grænþörunginn Haematococcus
pluvialis, sem nefndur hefur verið
blóðþörungur á íslensku, einfrumung
af flokki grænsvipunga (Chlamydo-
phyceae), með tvær jafnlangar
svipur sem hann notar til sunds.
Blaðgræna hans er þakin rauðu
litarefni, astaxanthin. Við óhagstæð
9. mynd. Smásjármyndir af blóðþörungi (H. pluvialis). a) Nokkur svipustig og tvö dvala-
stig blóðþörungsins; myndin er tekin með sérstakri lýsingu („fasa-kontrast“) til að sýna
glært hlauplag utan á frumunni. b) Dvalastig blóðþörungsins; myndin er tekin með
venjulegri lýsingu. Ljósm.: Hilda Canter-Lund.32
8. mynd. Blóðþörungur (Haematococcus pluvialis) í klettapolli við Jökulsá á Dal, sem er
að þorna upp, 8. júlí 1992. Ljósm.: Helgi Hallgrímsson.
a) b)