Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Blaðsíða 8

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Blaðsíða 8
hefðu ekki farið í launað starf við lok þjónustu ef þessi möguleiki hefði ekki verið í boði. Aftar í ársritinu eru ýmsar tölfræðilegar upplýsingar um þessa þjónustu og árangur hennar. Góður árangur starfsendur- hæfingar Árangur VIRK á árinu 2020 er góður. Auðvitað hafði Covid-19 talsverð áhrif á möguleika einstaklinga til starfa í kjölfar starfsendurhæfingar en þrátt fyrir það þá fór mikill meirihluti einstaklinga sem útskrifaðist frá VIRK á árinu 2020 í starf eða nám. Hærra hlutfall fór þó á atvinnuleysisbætur en árið á undan og það er eðlilegt í ljósi ástandsins. Sífellt er unnið að því að þróa mælikvarða á árangur starfseminnar. Nýtt upplýsingakerfi var tekið í notkun á árinu 2018 og á síðasta ári og þessu ári er unnið að þróun nýrra mælikvarða sem gera okkur kleift að mæla árangur einstaklinga jafnt og þétt í starfsendurhæfingarferlinu. Þessar upplýsingar munu gera þjónustuna enn markvissari en ella og auðvelda okkur ákvarðanir um úrbætur í þjónustunni. Nánari upplýsingar um framfærslustöðu og stöðu á vinnumarkaði í lok starfs- endurhæfingar hjá VIRK er að finna hér á næstu síðum þar sem fjallað er um tölfræði og árangur VIRK með mismunandi mælikvörðum. hafið þjónustu hjá VIRK og um 12 þús- und lokið þjónustu. Af þeim hafa um 77% eða ríflega 9 þúsund einstaklingar útskrifast með getu til að taka þátt á vinnumarkaði að hluta eða öllu leyti. Þeir einstaklingar sem ekki ná að fara út á vinnumarkaðinn í lok þjónustu lýsa því oft yfir í þjónustukönnunum að þrátt fyrir þá stöðu þá hafi þjónusta VIRK haft bætandi áhrif á líf þeirra og almenna líðan. Þannig telja 90% einstaklinga sem hafa svarað þjónustukönnun VIRK að þjónustan hafi bætt lífsgæði þeirra og telja 81% að þjónustan hafi aukið starfsgetu sína. Bætt líf og lífsgæði þeirra þúsunda einstaklinga sem hafa notið þjónustu VIRK hafa síðan ekki eingöngu áhrif á þá eina heldur einnig fjölskyldur þeirra, vini og umhverfi. Það er vel hugsanlegt að áhrif starfsendurhæfingar dragi jafnvel úr þörf þessara einstaklinga fyrir aðra heilbrigðis- og félagsþjónustu, s.s. læknisaðstoð, lyfjanotkun og fleira. Það er því ljóst að starfsemi VIRK hefur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Starfsendurhæfing, örorka og áhrifaþættir Starfsemi VIRK er stundum sett í samhengi við þróun á fjölda örorkulífeyrisþega hjá Tryggingastofnun ríkisins (TR) og lífeyris- sjóðunum. Þetta er að mörgu leyti eðlilegt í ljósi þess markmiðs VIRK að draga úr líkum á því að einstaklingar missi starfsgetu, fari af Bætt líf og lífsgæði þeirra þúsunda einstaklinga sem hafa notið þjónustu VIRK hafa síðan ekki eingöngu áhrif á þá eina heldur einnig fjölskyldur þeirra, vini og umhverfi. Það er vel hugsanlegt að áhrif starfsendurhæfingar dragi jafnvel úr þörf þessara einstaklinga fyrir aðra heilbrigðis- og félagsþjónustu, s.s. læknisaðstoð, lyfjanotkun og fleira.“ Vigdís var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í nóvember 2020. Núna í maí 2021 eru 13 ár síðan fyrsta skipulagsskrá VIRK var staðfest á stofn- fundi og í ágúst verða 13 ár liðin frá því að sú sem þetta skrifar tók til starfa og hóf uppbyggingu á starfi VIRK. Á þessum tíma hafa um 20 þúsund einstaklingar 8 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.