Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Blaðsíða 31

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Blaðsíða 31
 VIÐTAL Veistu eitthvað um þá sem leita til þín áður en þeir koma? „Já, þá er ég búin að fá upplýsingar í beiðni frá tilvísandi lækni. Einnig í svörum einstaklingsins við spurningum sem hann hefur svarað í kerfi VIRK í upphafi. Ég segi því þeim sem til mín koma að ég hafi þessar upplýsingar og fer yfir þær með viðkomandi og þá bætast venjulega við nánari frásagnir. Ég segi fólkinu að ég sé bundin trúnaði og yfirleitt finn ég að það treystir mér. Ég legg áherslu á að mæta mínum þjónustu- þegum þar sem þeir eru staddir, ef svo má orða það. Þegar manneskjan er komin inn til mín þá á hún tímann minn; þetta segi ég við nema sem eru stundum hjá mér í náms- og starfsráðgjöf. Ég legg mig fram um að hlusta vel og láta viðkomandi finna að ég sé að einbeita mér að því sem hann hefur að segja og að hann skipti máli.“ Hvaðan koma þínir þjónustuþegar? „Ég starfa sem ráðgjafi hjá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og til mín koma starfsmenn úr hinum ýmsu starfsgreinum og með mismunandi menntun – allt upp í háskólamenntun. En þeir eiga það allir sameiginlegt að vera í stéttarfélagi BSRB.“ Hvernig er kynjahlutfallið hjá þeim sem leita til þín á vegum VIRK? „Meirihlutinn er konur en auðvitað koma karlar líka í þjónustu hér. Í upphafi er fólkið sem kemur fremur illa statt, ella myndi það varla leita til VIRK. Það er hrjáð af andlegri þreytu, streitu, kulnun, afleiðingum slysa og veikinda og fleira mætti nefna. Sumar starfsgreinar reyna mikið á líkamlega þann- ig að með tímanum fer stoðkerfið að láta undan síga. Oft líður fólki í slíkri stöðu illa, því líkar starf sitt vel en getur ekki lengur sinnt því.“ Ræðir fyrst um starf VIRK Hvernig byrjar þú að ræða við þá sem koma til þín? „Áður heilsaði ég nýjum þjónustuþega með handabandi en nú heilsumst við úr fjarlægð. Áður bauð ég upp á kaffi og vatn en þegar grímurnar komu til sögunnar var það ekki hægt. Svo býð ég viðkomandi sæti og ræði við hann um VIRK og starfið þar. Síðan kemur að einstaklingsbundnum upplýsingum. Eftir það skrái ég þær upp- lýsingar um einstaklinginn sem máli skipta inn í kerfi VIRK í samráði við hann.“ Hvað er það sem máli skiptir? „Fyrst það sem hindrar fólk frá atvinnu- þátttöku og svo hvaða markmið það setur sér í endurhæfingunni. Einstaklingurinn stjórnar alltaf ferðinni en ég er til aðstoðar. Framfarir eru einnig skráðar og þau úrræði sem gripið er til hverju sinni í starfsendurhæfingunni. Í fyrstu hitti ég fólk einu sinni í viku, síðan mánaðarlega ef allt er með eðlilegum hætti. Þá er farið yfir hvernig málin ganga. Rætt um hvert markmið fyrir sig og um framvindu sem ég skrái svo oftast meðan einstaklingurinn er hjá mér og fylgist með. Ekki er samt allt skráð í hina svokölluðu framvindu. Ýmislegt gerist í lífinu sem hefur áhrif en á ekki heima í þessum upplýsingum. En þetta „ýmislegt“ getur verið mikilvægt og þá er það skráð inn í okkar sérstaka vinnusvæði með samþykki viðkomandi einstaklings. Þess má geta að við ráðgjafar leggjum mikla áherslu á að draga fram styrkleika einstaklingsins.“ Streita meira áberandi en áður Hefur orðið breyting í hópnum sem leitar til þín á þessum ellefu árum sem þú hefur unnið hjá VIRK? „Það hefur auðvitað fjölgað mjög í hópn- um. Ef ég ætti að nefna eitthvað eitt þá finnst mér streita meira áberandi en áður – án þess auðvitað að hafa gert neina vísindalega rannsókn á þessu – þetta er meira mín tilfinning. Kannski stafar þetta af því að fólk verður fyrir meira áreiti nú en áður – til dæmis vegna samfélagsmiðla. Svo hefur hraðinn í þjóðfélaginu aukist. Í stórum dráttum er þetta þó svipað. Fólk leitar eftir þjónustu hjá VIRK vegna andlegra erfiðleika, kvíða og þunglyndis og svo eru það stoðkerfisvandamálin. Lengi vel þolir fólk álag og streitu en svo gerist kannski eitthvað sem fyllir mælinn og því finnst það ekki geta meira. Ekki bætir úr skák að stundum er fólk ekki með há laun, til dæmis þeir sem eru einir að reka heimili og sjá um börn. Fjárhagsáhyggjur valda oft mjög miklum erfiðleikum.“ Hvernig er hægt að bregðast við slíkum vanda? „Fólk sem er í starfsendurhæfingu verður að vera með trygga framfærslu. Sem betur fer á fólk sem leitar til VIRK oft inni veikindaleyfi. Nú kemur það gjarnan fyrr í þjónustuna sem breytir miklu. Hér áður kom fólk kannski ekki fyrr en eftir að það var búið að nýta sinn veikindarétt. Starfsemi VIRK er orðin þekkt í samfélaginu sem leiðir til að fólk snýr sér fyrr til okkar. Læknar benda þeim sem til þeirra leita líka á þennan möguleika í ríkari mæli. Þegar launum einstaklinga í veikindaleyfi lýkur leiðbeinum við ráðgjafar VIRK þeim hvert þeir geta leitað. Fyrst til síns stéttarfélags og samhliða því gjarnan til Sjúkratrygginga Íslands. Þegar þessir þættir eru fullnýttir getur fólk sótt um endurhæfingarlífeyri til Tryggingastofnunar. Hann getur fólk einnig fengið í tiltekinn tíma samhliða hlutavinnu þegar út á vinnumarkaðinn kemur.“ Áhrifa Covid-19 gætir enn ekki að ráði Hvaða vandamál er algengast að fólki leiti til VIRK með núna á tímum Covid-19? „Hvað varðar kórónuveirufaraldurinn þá tel ég að áhrifa hans sé ekki farið að gæta að ráði í þeim hópi sem nú er í þjónustu hjá VIRK. Ég hef allavega ekki enn sem komið er orðið mikið vör við það. En auðvitað hefur Covid-19 faraldurinn áhrif á þá sem komnir voru í þjónustu VIRK þegar hann hófst. Við höfum fundið það á fólki sem var byrjað hjá okkur þá að því hefur fundist ástandið erfitt.“ Þetta hefur gengið ótrúlega vel þótt hvorki fjarfundir né símaviðtöl komi í staðinn fyrir að hitta aðra manneskju. Við höfum leitt fólk í gegnum þetta, hjálpað því að nota búnaðinn. Sumir hafa verið mjög hikandi, kunnað lítið á tölvur. En í heild hefur þetta sem sagt gengið vel.“ 31virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.