Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Blaðsíða 45

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Blaðsíða 45
 VIRK kynningarbréfs til verkfæra við ákvarðana- töku. Einnig er bent á gagnlegar og áhuga- verðar slóðir meðal annars um nám, störf og vellíðan. Undir Hver ert þú? er hægt að nálgast gagn- virkt sjálfshjálparefni ætlað þeim sem eru að velta fyrir sér framtíð sinni á starfsvettvangi, en staka hluta efnisins má einnig nota til sjálfseflingar. Flest allir leiða einhvern tímann hugann að því hvernig þeim líki í starfinu sínu og hvort sé kominn tími til breytinga. Á slíkum tímapunktum getur verið gagnlegt að renna í gegnum Hver ert þú? og styrkja þannig viðhorfin til núverandi stöðu og horfa fram á við. Notandinn getur valið hvernig hann vinnur sig í gegnum efnið. Hann getur unnið það í einum rykk eða farið frá og komið að þegar honum hentar. Á Hver ert þú? getur notandinn skoðað atriði sem hafa vægi fyrir hann í tengslum við frammistöðu og val á störfum með því að velja úr listum á vefnum. Hann getur skoðað styrkleika sína, færni, viðhorf og ýmis praktísk atriði sem hafa áhrif á ákvarðanir hans. Auk þess getur hann skoðað hvernig störf gætu hentað honum út frá áhugasviði og valið úr um 600 störfum. Þá getur hann safnað saman niðurstöðum úr listunum í eina heildstæða mynd og bætt við upplýsingum um fyrri starfsreynslu og menntun ásamt framtíðardraumum. Þegar allar þessar upplýsingar liggja fyrir á einum stað er notandinn með mjög góða yfirsýn yfir það sem hann hefur að bjóða, þekkir sína styrkleika, færni og langanir ásamt því hvaða störf honum finnast áhuga- verð. Hann hefur þá góðan grunn til að taka ákvarðanir um framtíð sína með tilliti til starfa og starfsframa. Þessar upplýsingar getur hann vistað á einkasvæði sínu á vefnum, prentað út eða deilt með ráðgjafa þegar það á við. Efnið hentar vel einstaklingum sem vilja gera breytingar á starfsferli og kynna sér leiðir til þess eða finna út hvað þá langar að starfa við í framtíðinni. Um nýmæli er að ræða þar sem fólk getur nálgast gagnvirka starfsráðgjöf á vefnum ásamt leiðbeiningum og verkfærum til atvinnuleitar.“ CV Starfsráðgjöf fyrir fólk af erlendum uppruna Einn af kostum þess að vera með starfsráð- gjafarefni á vefnum er að hægt er að snara textanum yfir á fjölda erlendra tungumála. Þannig geta þeir sem hafa ekki gott vald á íslensku unnið sig í gegnum Hver ert þú? á tungumáli að eigin vali. Þýðingin er ekki fullkomin og mismunandi góð eftir tungumálum en notandanum gefst samt sem áður tækifæri til að vinna með atvinnutengd atriði svo sem eigin styrkleika og færni til að finna sína leið inn á íslenskan vinnumarkað. Raunar er hægt að snara öllu efni af Aftur í vinnu yfir á erlend mál. Nokkuð sem er mjög aðkallandi einmitt nú þegar sífellt fleiri einstaklingar af erlendum uppruna standa frammi fyrir breytingum á stöðu sinni hér. Byggt á faglegum grunni Atvinnulífstenglar VIRK lögðu saman fjöl- breytta fagþekkingu sína og reynslu við gerð efnisins á Aftur í vinnu og leggja þar til allt það nýjasta sem er að finna tengt atvinnuleit. Starfsráðgjafarefnið á Hver ert þú? byggja þeir á faglegum grunni en efnið hefur þró- ast út frá hugmyndafræði og verkefnum Norman E. Amundson, en hann er vel þekktur kanadískur prófessor sem hefur gefið út fjölda rita í starfsráðgjöf. Þá byggir framsetning starfalistanna á áhugasviðum John Holland (Holland’s Interest Inventory) og greiningu starfa hjá O*net OnLine - www.onetonline.org. Leiðandi við gerð efnisins var Líney Árnadóttir, náms- og starfsráðgjafi og sérfræðingur hjá VIRK. Góðar viðtökur Umsagnir þeirra sem hafa unnið með efnið eru á þá leið að það sé gaman að vinna listana, efnið sé sjálfstyrkjandi og gagnist vel við að taka ákvarðanir tengdar starfsþróun. Flestum finnst það mjög góður kostur að geta unnið að svona efni heima hjá sér og eiga auðvelt með að vinna úr niðurstöðunum. Starfsráðgjöf á vef hentar þannig vel þeim sem eru vanir að vinna á vefnum og geta hugsað sér að fara í gegnum svona efni upp á eigin spýtur. Þeim sem finnst hins vegar gott að leita til annarra til að ræða niðurstöðurnar eða fá stuðning við ákvarðanatöku geta leitað til vina eða sérfæðinga svo sem náms- og starfsráðgjafa eða markþjálfa til að fá aðstoð við áframhaldið. Yfir starfsævina fikrar fólk sig áfram á vinnumarkaði og leitar leiða til að mæta þörf sinni fyrir fjárhagslegt öryggi, tilgang og lífsfyllingu. Leiðirnar eru ólíkar og oft óljósar og því er það von VIRK að aðgengilegt sjálfshjálparefni um starfsráðgjöf komi að góðum notum. Undirbúningur Hver ert þú? Starfsval Ferilskrá Í starfi 45virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.