Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Síða 65

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Síða 65
 VIÐTAL hjóna þremur árum seinna. Ég vann þessi ár vaktavinnu og hafði enga dagmömmu fyrir yngri dótturina. Ég valdi því að vinna sem mest kvöldvaktir svo ég gæti sinnt stelpunum á daginn. Það, að komast til vinnu, var á við erfitt púsluspil. Auk þessa sváfu stelpurnar mínar báðar lítið á nóttunni frá fæðingu. Ég var því er þarna var komið sögu nánast ósofin alla daga og hafði verið í þannig ástandi í mörg ár. Jafnframt hafði ég orðið fyrir dálitlu áfalli í einkalífi, frændi minn, sem mér þótt mjög vænt um, dó – og okkar hjónum var sagt upp leigusamningi svo við, þannig séð, stóðum á götunni. Loks gerðist það að manninum mínum bauðst starf á Skagaströnd, þar sem ég er fædd og uppalin. Hann tók við þessu starfi en ég varð eftir með börnin í eitt ár. Ég óneitanlega átti bágt með að ákveða hvort ég vildi setjast að fyrir norðan. Mér fannst erfitt að hætta að vinna á hjartadeildinni. Það var enn einn streituvaldurinn.“ Hætti að geta sofið Hvað gerðir þú í þessum erfiðleikum? „Sótti um þjónustu hjá VIRK. Þá var ég hætt að geta sofið. Líkaminn var kominn á slíkan yfirsnúning að mér tókst ekki að festa svefn. Ekki bætti úr skák að ég hafði verið með ógreinda gigt frá barnæsku sem versnaði mjög við barneignirnar. Ég komst varla fram úr rúmi. Í mínum genum er gigtin fyrirferðarmikil. Ég dróst samt á fætur. Í minni fjölskyldu tíðkast ekki að fólk liggi í rúminu nema það sé við dauðans dyr, ef svo má segja. Gigtin sem þjáir mig er ekki sýnileg öðrum, fólki finnst því ótrúlegt að ég sé eins slæm og raun ber vitni. Trúnaðarlæknirinn sem ég fór til fékk upp úr mér alla þessa sögu, sem ég alls ekki ætlaði að segja. Í framhaldi af því sagði hann: „Eydís, þú þarft hjálp. Þú getur ekki meira.“ Þegar læknirinn sagði þetta gerðist það sem ég hafði lengi í leynum hjartans óttast – ég brotnaði saman. Hann var mjög undrandi á að ég væri enn að vinna og lagði til að sótt yrði um fyrir mig í þjónustu hjá VIRK samhliða hlutavinnu á hjartadeildinni. Vinnan var vissulega ekki alltaf auð- veld. Skömmu áður en ég heimsótti trúnaðarlækninn þá upplifði ég hræðilega erfiða vakt, þá verstu í starfssögu minni. Ég fékk áfallastreitu í kjölfar þeirrar upplifunar. Enda þá illa undir það búin að mæta miklum hremmingum vegna heilsufarsástands míns – er ég þó ýmsu vön úr starfi mínu á hjartadeild og víðar í heilbrigðiskerfinu.“ Var veikari en ég gerði mér grein fyrir Hvaða úrræði buðust þér hjá VIRK? „Ég var má segja send til ráðgjafa VIRK þótt mér fyndist innra með mér að deildarstjórinn og læknirinn væru á einhvern hátt að taka fram fyrir hendurnar á mér. Ég hafði fordóma gagnvart þessu úrræði. Ég sá ekki sjálf hvernig fyrir mér var komið. Ráðgjafinn sýndi mér fram á að ég væri miklu veikari en ég gerði mér sjálf grein fyrir. Ég hefði þó mátt segja mér það sjálf því ég var á þessu tímabili að hitta sálfræðing á vegum heilsugæslunnar. Haldið var ranglega að ég þjáðist af fæðingarþunglyndi en hið sanna var að ég var með D-MER syndrome, það er hormónabrenglun sem kemur stundum í kjölfar brjóstagjafar hjá konum. Ég var mjög heppin að lenda hjá þessum sálfræðingi og hélt áfram að hitta hann eftir að ég kom í þjónustu hjá VIRK. Síðar vildi ráðgjafinn reyndar að ég færi í meðferð hjá öðrum sálfræðingi.“ Hvað var gert til að hjálpa þér varðandi stoðkerfisvandann og svefnleysið? „Ráðgjafi VIRK sá að ég var afar þreytt og lagði til að ég myndi nýta tímann til að hvíla mig. Hún vissi að ég hafði lengi stundað líkamsrækt, kannski af full miklum ákafa. Ég var vinsamlega beðin að nota hvert tækifæri til að hvíla mig. Smám saman sá ráðgjafinn að eitthvað mun meira var að mér en einskær þreyta. Í framhaldi af því var ég beðin að fara til læknis. Það var ekki nýtt fyrir mig, ég hafði gengið á milli lækna vegna gigtarinnar frá unga aldri. Ég fór samt fyrir orð ráðgjafans til læknis sem sagði mér að fara út að ganga. Ég sagði þessum lækni að ég sjálf teldi að ég væri með hryggikt. Þá spurði hann mig: „Varstu að gúggla?“ Ég játti því en teldi eigi að síður að þetta væri rétt greining. Ég er jú hjúkrunarfræðingur. Þessi heimsókn og greiningin mín leiddu til myndatöku sem ekki var búið að vinna úr þegar ég fékk mér jógúrt. Varla var ég búin að renna henni niður þegar ég bólgnaði öll upp og endaði á bráðamóttöku með fjörutíu stiga hita. Grunur vaknaði um að ég væri með sjálfsofnæmissjúkdóma. Ég var þá send á dagdeild gigtarlækninga og það beinlínis bjargaði lífi mínu. Þar greindist ég með hryggikt og Crohn‘s-meltingarfærasjúkdóm sem hefur töluverð áhrif á líf mitt.“ Næringu minni var ábótavant Hvaða ráða var gripið til? „Á vegum VIRK hitti ég næringarfræðing sem sá í hendi sér hvað af næringu minni væri ábótavant. Ég er með laktosa- og glútenóþól og verð að passa mjög vel hvað ég set ofan í mig,“ segir Eydís. „Ég get ekki borðað bólgumyndandi mat. Í þokkabót er ég með vanvirkan skjaldkirtil. Það greindist ekki fyrr en ég var tvítug og hafði mikil áhrif á næringu mína. Ég hef löngum verið í nokkurri yfirvigt, mér fannst það leiðinlegt þegar ég var yngri en nú finnst mér skipta mestu að vera heilbrigð. Þyngdin segir lítið um úthald eða heilsufar fólks. Hvað gigtina varðar þá fékk ég líftæknilyf í æð sem ég þarf að fá á sex vikna fresti. Þessi lyf hafa bjargað mér. Ég get ekki ímyndað mér hvernig tilvera mín væri án þeirra lyfja. Ég fann breytingu við fyrsta skammt, ég næstum hoppaði upp úr stólnum. Ég varð allt í einu hraust, ástand sem ég hafði ekki komist í undanfarin fimm ár.“ Ráðgjafinn gaf mér aukið sjálfstraust Fórstu að geta sofið betur? „Já, ég fékk lyf sem hjálpuðu mér með svefninn. Ráðgjafinn minn hjá VIRK gaf mér eitt mjög mikilvægt – sjálfstraust til að berjast fyrir sjálfri mér. Ég áttaði mig á að ég yrði að setja súrefnisgrímuna á sjálfa mig í stað þess að vera alltaf að setja hana á aðra. Það var mér dýrmætt að Ráðgjafinn minn hjá VIRK gaf mér eitt mjög mikilvægt – sjálfstraust til að berjast fyrir sjálfri mér. Ég áttaði mig á að ég yrði að setja súrefnisgrímuna á sjálfa mig í stað þess að vera alltaf að setja hana á aðra.“ 65virk.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.