Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Blaðsíða 58

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Blaðsíða 58
Með VIRK starfa tæplega 140 sjúkra- þjálfarar sem veita fjölbreytta einstaklings- og hópþjónustu fyrir einstaklinga með stoðkerfisraskanir. Þeir styðja auk þess einstaklinga til að gera hreyfingu að lífstíl. Sjúkraþjálfurum í samstarfi við VIRK fjölgaði á árinu og standa vonir til að sjúkraþjálfurum fjölgi enn frekar meðal þjónustuaðila á árinu 2021 þar sem umsýsla vegna þjónustupantana er mun skilvirkari í nýja upplýsingakerfinu og þörf einstaklinga í þjónustu VIRK hefur ekki dregist saman. Um 125 þjónustuaðilar um land allt bjóða upp á ýmsa heilsueflandi þjónustu og má þar nefna líkamsrækt með stuðningi íþróttafræðings eða þjálfara, vatnsleikfimi og jóga. Talsverður fjöldi nýrra fagaðila bættist í hóp þjónustuaðila á árinu. Um 60 fræðsluaðilar og símenntunar- miðstöðvar um allt land veita ráðgjöf og fræðslu sem auka möguleika einstaklinga á vinnumarkaði. Þjónustan felur meðal annars í sér áhugasviðsgreiningar, hæfnigreiningar, raunfærnimat, nám á vottuðum námsleiðum auk fjölmargra styttri námsleiða og námskeiða sem auka möguleika á vinnumarkaði. Fjöldi þjónustuaðila veitir atvinnutengda þjónustu og má þar helst nefna vinnuprófanir, úttekt og ráðgjöf og stuðning á vinnustað við endurkomu til vinnu sem og úrræði sem miða að því að búa einstaklinga undir atvinnuleit. Fagaðilum sem veita ýmsa ráðgjöf og þjónustu fjölgaði á árinu 2020. Hópur útlendinga leitar einnig til VIRK og er veittur ýmiss sértækur stuðningur fyrir þennan hóp t.d. túlkaþjónusta og íslenskunámskeið. Þörf er á fleiri úrræðum fyrir útlendinga meðal allra hópa þjónustuveitenda. VIRK hefur átt í farsælu samstarfi við 9 starfsendurhæfingarstöðvar um allt land á undanförnum árum. Samstarfssamningar við starfsendurhæfingarstöðvar eru liður í því að tryggja að til staðar sé fagleg þekking og reynsla á sviði starfsendurhæfingar um allt land. Samstarf VIRK og starfsendurhæfingarstöðva byggist m.a. á reglulegum þverfaglegum rýnifundum þar sem farið er markvisst yfir mál einstaklinga sem eru í þjónustu starfsendurhæfingarstöðva á vegum VIRK. Almenn ánægja er með samstarfið og nýtist upplýsingakerfið vel við miðlun á framvindu í starfsendurhæfingunni. Sem hluti af fræðslu og samstarfi við starfsendurhæfingarstöðvar bauð VIRK kynningu á IPS aðferðafræðinni fyrir allar starfsendurhæfingarstöðvar á landinu þann 17. janúar 2020 og kom þar fram mikill áhugi á að skoða betur hvort og þá hvernig væri hægt að vinna eftir aðferðafræðinni hér á landi. VIRK hefur verið í samstarfi við Laugarás meðferðargeðdeild (LMG) undanfarin ár þar sem IPS atvinnulífstenglar frá VIRK sinna þjónustuþegum LMG sem hafa sýnt áhuga á endurkomu til vinnu. Starfsendurhæfingarlíkan VIRK byggir á heildrænni sýn og þrepaskiptingu úrræða Atvinnutengd starfsendurhæfing hjá VIRK er einstaklingsmiðuð og byggir starfs- endurhæfingarlíkan VIRK meðal annars á Þrep 1 Forvarnir / á eigin vegum / styrkleikavinna Starfsendurhæfing á vegum VIRK – unnið með heilsubrest Þrep 2 Þrep 3 Þrep 4 Hindrun á færni 0-1 Engin til lítil áhrif á færni til atvinnuþátttöku Engin til lítil meðferðarþörf til staðar, ósérhæfð inngrip, almenn ráðgjöf og sjálfshjálp Forvarnir / Velvirk-efni, styrkleikavinna, námskeið, hreyfiseðill og fleira Hindrun á færni 2 Nokkur áhrif á færni til atvinnuþátttöku Almenn ráðgjöf og sjálfshjálp Hópnámskeið / hópmeðferð / fræðsla Hindrun á færni 3 Talsverð áhrif á færni til atvinnuþátttöku Markviss meðferð / endurhæfing svo sem sálfræðiviðtöl og sjúkraþjálfun, ráðgjöf Sérhæfð hópmeðferð / einstaklingsmeðferð Hindrun á færni 4 Veruleg áhrif á færni til atvinnuþátttöku Sérhæfð meðferð / endurhæfing þverfagleg endurhæfing einstaklingsmeðferð hjá sérhæfðum fagaðilum og ráðgjöf Sértæk hópmeðferð / sérhæfð einstaklingsmeðferð Skýrivísar vegna þrepaskiptingar úrræða Mynd 3 Það sem stendur upp úr nú þegar sér fyrir endann á faraldrinum eru skjót viðbrögð þjónustuaðila sem sýndu mikla seiglu og fagmennsku í að aðlaga starfsemi sína að þeim veruleika sem blasti við í þjóðfélaginu.“ 58 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.