Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Side 58

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Side 58
Með VIRK starfa tæplega 140 sjúkra- þjálfarar sem veita fjölbreytta einstaklings- og hópþjónustu fyrir einstaklinga með stoðkerfisraskanir. Þeir styðja auk þess einstaklinga til að gera hreyfingu að lífstíl. Sjúkraþjálfurum í samstarfi við VIRK fjölgaði á árinu og standa vonir til að sjúkraþjálfurum fjölgi enn frekar meðal þjónustuaðila á árinu 2021 þar sem umsýsla vegna þjónustupantana er mun skilvirkari í nýja upplýsingakerfinu og þörf einstaklinga í þjónustu VIRK hefur ekki dregist saman. Um 125 þjónustuaðilar um land allt bjóða upp á ýmsa heilsueflandi þjónustu og má þar nefna líkamsrækt með stuðningi íþróttafræðings eða þjálfara, vatnsleikfimi og jóga. Talsverður fjöldi nýrra fagaðila bættist í hóp þjónustuaðila á árinu. Um 60 fræðsluaðilar og símenntunar- miðstöðvar um allt land veita ráðgjöf og fræðslu sem auka möguleika einstaklinga á vinnumarkaði. Þjónustan felur meðal annars í sér áhugasviðsgreiningar, hæfnigreiningar, raunfærnimat, nám á vottuðum námsleiðum auk fjölmargra styttri námsleiða og námskeiða sem auka möguleika á vinnumarkaði. Fjöldi þjónustuaðila veitir atvinnutengda þjónustu og má þar helst nefna vinnuprófanir, úttekt og ráðgjöf og stuðning á vinnustað við endurkomu til vinnu sem og úrræði sem miða að því að búa einstaklinga undir atvinnuleit. Fagaðilum sem veita ýmsa ráðgjöf og þjónustu fjölgaði á árinu 2020. Hópur útlendinga leitar einnig til VIRK og er veittur ýmiss sértækur stuðningur fyrir þennan hóp t.d. túlkaþjónusta og íslenskunámskeið. Þörf er á fleiri úrræðum fyrir útlendinga meðal allra hópa þjónustuveitenda. VIRK hefur átt í farsælu samstarfi við 9 starfsendurhæfingarstöðvar um allt land á undanförnum árum. Samstarfssamningar við starfsendurhæfingarstöðvar eru liður í því að tryggja að til staðar sé fagleg þekking og reynsla á sviði starfsendurhæfingar um allt land. Samstarf VIRK og starfsendurhæfingarstöðva byggist m.a. á reglulegum þverfaglegum rýnifundum þar sem farið er markvisst yfir mál einstaklinga sem eru í þjónustu starfsendurhæfingarstöðva á vegum VIRK. Almenn ánægja er með samstarfið og nýtist upplýsingakerfið vel við miðlun á framvindu í starfsendurhæfingunni. Sem hluti af fræðslu og samstarfi við starfsendurhæfingarstöðvar bauð VIRK kynningu á IPS aðferðafræðinni fyrir allar starfsendurhæfingarstöðvar á landinu þann 17. janúar 2020 og kom þar fram mikill áhugi á að skoða betur hvort og þá hvernig væri hægt að vinna eftir aðferðafræðinni hér á landi. VIRK hefur verið í samstarfi við Laugarás meðferðargeðdeild (LMG) undanfarin ár þar sem IPS atvinnulífstenglar frá VIRK sinna þjónustuþegum LMG sem hafa sýnt áhuga á endurkomu til vinnu. Starfsendurhæfingarlíkan VIRK byggir á heildrænni sýn og þrepaskiptingu úrræða Atvinnutengd starfsendurhæfing hjá VIRK er einstaklingsmiðuð og byggir starfs- endurhæfingarlíkan VIRK meðal annars á Þrep 1 Forvarnir / á eigin vegum / styrkleikavinna Starfsendurhæfing á vegum VIRK – unnið með heilsubrest Þrep 2 Þrep 3 Þrep 4 Hindrun á færni 0-1 Engin til lítil áhrif á færni til atvinnuþátttöku Engin til lítil meðferðarþörf til staðar, ósérhæfð inngrip, almenn ráðgjöf og sjálfshjálp Forvarnir / Velvirk-efni, styrkleikavinna, námskeið, hreyfiseðill og fleira Hindrun á færni 2 Nokkur áhrif á færni til atvinnuþátttöku Almenn ráðgjöf og sjálfshjálp Hópnámskeið / hópmeðferð / fræðsla Hindrun á færni 3 Talsverð áhrif á færni til atvinnuþátttöku Markviss meðferð / endurhæfing svo sem sálfræðiviðtöl og sjúkraþjálfun, ráðgjöf Sérhæfð hópmeðferð / einstaklingsmeðferð Hindrun á færni 4 Veruleg áhrif á færni til atvinnuþátttöku Sérhæfð meðferð / endurhæfing þverfagleg endurhæfing einstaklingsmeðferð hjá sérhæfðum fagaðilum og ráðgjöf Sértæk hópmeðferð / sérhæfð einstaklingsmeðferð Skýrivísar vegna þrepaskiptingar úrræða Mynd 3 Það sem stendur upp úr nú þegar sér fyrir endann á faraldrinum eru skjót viðbrögð þjónustuaðila sem sýndu mikla seiglu og fagmennsku í að aðlaga starfsemi sína að þeim veruleika sem blasti við í þjóðfélaginu.“ 58 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.