Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Side 8

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Side 8
hefðu ekki farið í launað starf við lok þjónustu ef þessi möguleiki hefði ekki verið í boði. Aftar í ársritinu eru ýmsar tölfræðilegar upplýsingar um þessa þjónustu og árangur hennar. Góður árangur starfsendur- hæfingar Árangur VIRK á árinu 2020 er góður. Auðvitað hafði Covid-19 talsverð áhrif á möguleika einstaklinga til starfa í kjölfar starfsendurhæfingar en þrátt fyrir það þá fór mikill meirihluti einstaklinga sem útskrifaðist frá VIRK á árinu 2020 í starf eða nám. Hærra hlutfall fór þó á atvinnuleysisbætur en árið á undan og það er eðlilegt í ljósi ástandsins. Sífellt er unnið að því að þróa mælikvarða á árangur starfseminnar. Nýtt upplýsingakerfi var tekið í notkun á árinu 2018 og á síðasta ári og þessu ári er unnið að þróun nýrra mælikvarða sem gera okkur kleift að mæla árangur einstaklinga jafnt og þétt í starfsendurhæfingarferlinu. Þessar upplýsingar munu gera þjónustuna enn markvissari en ella og auðvelda okkur ákvarðanir um úrbætur í þjónustunni. Nánari upplýsingar um framfærslustöðu og stöðu á vinnumarkaði í lok starfs- endurhæfingar hjá VIRK er að finna hér á næstu síðum þar sem fjallað er um tölfræði og árangur VIRK með mismunandi mælikvörðum. hafið þjónustu hjá VIRK og um 12 þús- und lokið þjónustu. Af þeim hafa um 77% eða ríflega 9 þúsund einstaklingar útskrifast með getu til að taka þátt á vinnumarkaði að hluta eða öllu leyti. Þeir einstaklingar sem ekki ná að fara út á vinnumarkaðinn í lok þjónustu lýsa því oft yfir í þjónustukönnunum að þrátt fyrir þá stöðu þá hafi þjónusta VIRK haft bætandi áhrif á líf þeirra og almenna líðan. Þannig telja 90% einstaklinga sem hafa svarað þjónustukönnun VIRK að þjónustan hafi bætt lífsgæði þeirra og telja 81% að þjónustan hafi aukið starfsgetu sína. Bætt líf og lífsgæði þeirra þúsunda einstaklinga sem hafa notið þjónustu VIRK hafa síðan ekki eingöngu áhrif á þá eina heldur einnig fjölskyldur þeirra, vini og umhverfi. Það er vel hugsanlegt að áhrif starfsendurhæfingar dragi jafnvel úr þörf þessara einstaklinga fyrir aðra heilbrigðis- og félagsþjónustu, s.s. læknisaðstoð, lyfjanotkun og fleira. Það er því ljóst að starfsemi VIRK hefur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Starfsendurhæfing, örorka og áhrifaþættir Starfsemi VIRK er stundum sett í samhengi við þróun á fjölda örorkulífeyrisþega hjá Tryggingastofnun ríkisins (TR) og lífeyris- sjóðunum. Þetta er að mörgu leyti eðlilegt í ljósi þess markmiðs VIRK að draga úr líkum á því að einstaklingar missi starfsgetu, fari af Bætt líf og lífsgæði þeirra þúsunda einstaklinga sem hafa notið þjónustu VIRK hafa síðan ekki eingöngu áhrif á þá eina heldur einnig fjölskyldur þeirra, vini og umhverfi. Það er vel hugsanlegt að áhrif starfsendurhæfingar dragi jafnvel úr þörf þessara einstaklinga fyrir aðra heilbrigðis- og félagsþjónustu, s.s. læknisaðstoð, lyfjanotkun og fleira.“ Vigdís var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í nóvember 2020. Núna í maí 2021 eru 13 ár síðan fyrsta skipulagsskrá VIRK var staðfest á stofn- fundi og í ágúst verða 13 ár liðin frá því að sú sem þetta skrifar tók til starfa og hóf uppbyggingu á starfi VIRK. Á þessum tíma hafa um 20 þúsund einstaklingar 8 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.