Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Side 25
VIRK
vegna er afar mikilvægt að vandi einstaklings
sé rétt greindur og viðeigandi meðferð eða
inngrip valin með hliðsjón af hugsanlegum
öðrum orsakaþáttum en geðrænum.
Það er allt eins hugsanlegt að sá vandi sem
virðist steðja að þjóðinni liggi einhvers staðar
á mörkum hins félagslega og geðræna og
skilgreinist þ.a.l. illa í greiningarkerfum
heilbrigðiskerfisins. Vísbendingu um
þetta gæti verið að finna í árlegum
mælingum Hagstofunnar á upplifun fólks
af heilsufarslegum takmörkunum í sínu
daglegu lífi21. Frá árinu 2004 hefur hlutfall
fólks sem telur sig vera með nokkrar eða
verulegar heilsufarslegar takmarkanir í
daglegu lífi vaxið nokkuð, úr 27% árið
2004 í 32% árið 2018 (mynd 11). Þetta á
sérstaklega við um konur en hlutfall þeirra
var 31% árið 2004, 21% árið 2007 og
38% árið 2018. Þó erfitt sé að draga þá
ályktun af þessum tölum að um eiginlegan
heilbrigðisvanda sé að ræða er þróunin þó
óneitanlega afar forvitnileg, sérstaklega með
hliðsjón af öðru talnaefni um geðheilsu.
Hvað sem öllum vangaveltum um
geðheilbrigði þjóðarinnar líður er alveg ljóst
að getgátur og ágiskanir þar að lútandi
ættu að heyra liðinni tíð. Brýnt er að meta
vandann heildstætt út frá öllum kerfum með
tilliti til samfélagsgerðar og lýðfræðilegra
breytinga. Til að vel eigi að vera er áríðandi
að skimleitanir á helstu einkennum
þunglyndis- og kvíða séu samanburðarhæfar
með tilliti til rannsóknaraðferða og eiginleika
úrtaks/þýðis. Einnig þarf að framkvæma
þær reglubundið og á samræmdan máta.
Jafnframt þurfa rannsóknirnar að spyrja
spurninga er lúta að öðrum hugsanlegum
áhrifa- og/eða orsakaþáttum andlegrar
vanlíðunar, t.a.m. hvort líkamleg veikindi
séu til staðar eða tímabundnir streituþættir
og hvort vanlíðanin hafi áhrif á færni
einstaklinga og getu til daglegra athafna.
Það væri mikill kostur ef hægt væri að setja
niðurstöður slíkra rannsókna í samhengi
við talnaefni um vinnumarkaðsþátttöku,
veikindafjarveru, skólasókn, brotthvarf úr
námi og upplifun fólks á eigin lífsgæðum.
Án slíkra yfirgripsmikilla rannsókna og
samræmingar í talnaefni munum við að
öllum líkindum halda áfram að giska.
Heimildir
1. Ragna Gestsdóttir. Vitundarvakning og viðtöl
vekja athygli: setjum geðheilsu í forgang.
Mannlíf. 20. október 2020 og „Söfnuðu tíu
þúsund undirskriftum á einum sólarhring.“
Mbl.is. 16. október 2020.
2. Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin (WHO): www.
who.int
3. Stefna fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til
ársins 2030. Heilbrigðisráðuneytið 2019.
4. Nicola Morant. What is mental illness? Social
representation of mental illnes among British
and French mental professionals. LSE
Research Online 1995; 4(1):41-52.
5. World Health Organization (WHO), www.
who.int
6. Guðný Anna Arnþórsdóttir, Halldór
Kolbeinsson, Guðrún Guðmundsdóttir
o.fl. Rannsóknar- og þróunarverkefnið
RAI-MH. Könnun notagildis staðlaðs
mælitækis RAI-MH (Resident Assessment
Instrument Mental Health) hjá hópi sjúklinga
á endurhæfingar-geðdeildum Landspítala-
háskólasjúkrahúss. Geðsvið Landspítala-
háskólasjúkrahúss 2003; bls. 58.
7. Michael T. Treadway og David H. Zald.
Reconsidering anhedonia in depression:
Lessons from translational neuroscience.
Neuroscience and Biobehavioral Reviews
2010; 35: 537-55.
8. Talnabrunnur embættis landlæknis, ágúst
2017, bls. 1.
9. Inga Dóra Sigfúsdóttir, Bryndís Björk
Ásgeirsdóttir, Jón Friðrik Sigurðsson
o.fl. Trends in depressive symptoms,
anxiety symptoms and visits to healthcare
specialists: A national study among
Icelandic adolescents. Scandinavian Journal
of Public Health 2008; 36(4): 361-368.
10. Hér er einkum miðað við sjúkdóma með
eftirtalda IDC-10 kóða: F32, F33, F34, F40,
F41 og F42.
11. Staðtölur Sjúkratrygginga Íslands og
Hagstofa Íslands, komur til sérgreinalækna
eftir sérgreinum 1991-2017.
12. Hagstofa Íslands. Þunglyndiseinkenni
algeng á Íslandi. 13. mars 2017, www.
hagstofa.is
13. Andri Haukstein Oddsson. Depressive
and Anxiety Symptoms Among University
Students in Iceland. Meistararitgerð í
sálfræði. Háskólinn í Reykjavík 2017.
14. Sigurður Thorlacius og Sigurjón B.
Stefánsson. Algengi örorku vegna
geðraskana á Íslandi 1. desember 2002.
Læknablaðið 2004; 90: 615-619.
15. Ársskýrslur og staðtölur Tryggingastofnunar
ríkisins árin 2005 og 2013 og
Tölfræðigreiningar Tryggingastofnunar
ríkisins 2009, 2010 og 2013.
16. Tómas Helgason. Faraldsfræðilegar
rannsóknir í geðlæknisfræði á Íslandi.
Læknablaðið 1994; 80:155-164.
17. Tómas Helgason, Kristinn Tómasson
og Tómas Zoëga. Algengi og dreifing
notkunar geðdeyfðar,- kvíða- og svefnlyfja.
Læknablaðið 2003; 89: 15-22.
18. Lyfjagagnagrunnur landlæknis. Hlutverk og
rekstur 2005-2014. Embætti landlæknis
2015.
19. Tómas Helgason, Halldóra Ólafsdóttir,
Eggert Sigfússon o.fl. Notkun geðdeyfðarlyfja
og þunglyndisraskanir. Skýrsla nefndar um
notkun geðdeyfðarlyfja. Heilbrigðisráðuneytið
1999.
20. Tómas Helgason, Helgi Tómasson og Tómas
Zoëga. Antidepressants and public health
in Iceland. Time series analysis of national
data. British Journal of Psychiatry 2004;
184: 157-162.
21. Hagstofa Íslands. Hagur og heilbrigði
Íslendinga.
Mynd 11Heimild: Hagstofa Íslands
2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
40%
30%
20%
10%
0%
Hlutfall fólks með nokkrar eða verulegar heilsufarslegar takmarkanir
í daglegu lífi árin 2004-2018
Alls Konur Karlar
25virk.is