Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Side 27

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Side 27
 VIRK Útbúin hefur verið vefsíðan heilsueflandi.is fyrir verkefnið sem öll fyrirtæki geta nýtt sér þegar viðmiðin verða aðgengileg en síðan er í þróun og ekki opin eins og er. Fyrirtæki tilraunakeyra viðmið og verklag Frá því í febrúar 2020 hafa viðmið og verk- lag fyrir Heilsueflandi vinnustaði verið í tilraunakeyrslu hjá nokkrum vinnustöðum og erum við sem að verkefninu stöndum þeim afar þakklát fyrir framtakið. Öllum má vera ljóst að þetta hefur ekki verið auðvelt verkefni samhliða því að takast á við áhrifin af covid, en samt gengið vonum framar. Vinnustaðirnir sem taka þátt voru valdir úr stórum hópi umsækjenda og var tekið mið af starfsemi, stærð og staðsetningu. Leitast var við að hafa vinnustaðina sem fjölbreyttasta til að hægt væri að prufa verklagið við mismunandi aðstæður. Auk valinna vinnu- staða taka stofnanirnar þrjár sem standa að þróun á Heilsueflandi vinnustað einnig þátt. Vinnustaðirnir sem tilraunakeyra verkefnið eru því þrettán talsins: • Alta • Efla • Embætti landlæknis • Héraðsdómur Reykjavíkur • Hjúkrunarheimilið Uppsalir • Hótel Geysir • Icelandair • Marel • Samband íslenskra sveitarfélaga • Strætó • Vinnueftirlitið • VIRK Starfsendurhæfingarsjóður • Þjónustuskrifstofa iðnfélaga En hvað er Heilsueflandi vinnustaður? Heilsueflandi vinnustaður er vinnustaður sem hefur sett sér það markmið að stuðla að betri heilsu og vellíðan starfsfólks. Markmiðinu nær vinnustaðurinn með því að búa til samfélag sem tekur mið af viðmiðum fyrir Heilsueflandi vinnustaði en þau verður eins og áður kom fram hægt að nálgast á vefsíðunni www.heilsueflandi.is. Þau fyrirtæki sem taka þátt í tilraunaverk- efninu hafa verið að prufukeyra viðmiðin í þeim tilgangi að skoða hvernig þau gagn- Verkefnið Heilsueflandi vinnustaður er mikilvægur hluti forvarnarverkefnisins en aðrir hlutar þess eru velvirk.is, vitundarvakning samanber „Er brjálað að gera“ verkefnið og rannsókn sem hefur það að markmiði að einangra breytur sem mögulega hafa áhrif á það hvort einstaklingar komast aftur til starfa eftir veikindaleyfi.“ Margir halda að heilsueflandi vinnustaður snúist um að allir eigi nú að fara út að hlaupa, lyfta eða borða ofurhollt en við- miðin eru mun víðtækari en svo. Þau spanna alla þá þætti sem hafa áhrif á heilsu okkar í vinnunni. Viðmiðin lúta þannig að stjórnunarháttum, starfsháttum, vellíðan í vinnu, heilsu og útiveru, áfengi og vímuefnum, vinnuumhverfi, hollu matar- æði og umhverfi vinnustaðar. Viðmiðin endurspegla heildræna sýn á heilsu sem öll fyrirtæki ættu að geta tileinkað sér, fyrirtæki sínu og starfsfólki til hagsbóta. Að huga að vellíðan starfsfólks og hlúa að heilsunni á vinnutíma verður seint ofmetið því við verjum jú flest um þriðjungi tíma okkar við vinnu. Í verkefninu Heilsueflandi vinnustaður er lögð mikil áhersla á að viðmiðin geti átt við allar tegundir af starfsemi og stærð vinnustaða. Einnig að um langhlaup til bættrar heilsu starfsfólks sé að ræða og mikil áhersla er lögð á að verkefnið sé viðráðanlegt. Þannig er mælt með því að markmiðasetning sé hugsuð til framtíðar og verið sé að taka lítil skref í jákvæða átt á hverju tímabili eftir því sem við á á hverjum vinnustað fyrir sig. Að tilraunaverkefninu loknu verða viðmiðin aðgengileg öllum fyrirtækjum í landinu og er stefnt að því að það náist fyrir lok þessa árs, 2021. ast auk þess að veita endurgjöf til að sníða af annmarka sem gætu verið bæði á viðmiðunum og framkvæmd verkefnisins. Samhliða prufukeyrslunni hafa þau verið að innleiða heilsueflingu hjá sínum vinnustað. Í upphafi tilraunarinnar var hugmyndin um Heilsueflandi vinnustað kynnt fyrir fulltrúum vinnustaðanna sem stofnuðu síðan stýrihópa sem halda utan um verkefnið á hverjum vinnustað fyrir sig. Hlutverk stýrihópanna er að innleiða Heilsueflandi vinnustað með því að ákveða hversu hátt skor eigi við í hverju viðmiði fyrir sig og skrá stöðuna á einkasvæði vinnustaðarins á heilsueflandi. is. Í framhaldinu taka stýrihóparnir í samráði við starfsmenn ákvarðanir um þau skref sem vinnustaðurinn hefur áhuga á að taka í átt að heilsueflingu. 27virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.