Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Side 30

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Side 30
ÁLÍT STYRKLEIKAMERKI AÐ LEITA TIL VIRK KAREN BJÖRNSDÓTTIR ráðgjafi VIRK hjá BSRB Ég er einn af þessum „gömlu ráðgjöfum“ eins og við segjum. – Byrjaði að starfa sem ráðgjafi hjá VIRK fyrir ellefu árum,“ segir Karen og brosir. „Ég er kennari að mennt, lauk námi frá Kennaraháskóla Íslands 1992. Eftir það kenndi ég í fjögur ár. En mig langaði að læra eitthvað meira og fyrir valinu varð náms- og starfs- ráðgjöf í Háskóla Íslands sem ég lauk meistaraprófi í. Í lok námsins réð ég mig sem náms- og starfsráðgjafa við Háskól- ann í Reykjavík, þar vann ég í sjö ár,“ bætir hún við. Reyndist það góður undirbúningur undir starf ráðgjafa hjá VIRK? „Vissulega. Ég vann við einstaklingsráðgjöf þessi sjö ár. Í náms- og starfsráðgjafanámi er kennsla í viðtalstækni mjög góð. Þessi reynsla var mér mikilvæg þegar ég tók að ræða við þjónustuþega VIRK. Á þeim vettvangi er oft verið að fjalla um viðkvæm mál.“ VIÐMÓTIÐ SEM MÆTIR MANNI Á SKRIF- STOFU KARENAR BJÖRNSDÓTTUR, RÁÐGJAFA VIRK HJÁ BSRB, BER VOTT UM AÐ ÞAR FARI MANNESKJA SEM ER VÖN AÐ TALA VIÐ FÓLK. VIÐ TYLLTUM OKKUR NIÐUR MEÐ KAREN OG RÆÐUM STUNDARKORN VIÐ HANA UM STARF RÁÐGJAFA FRÁ ÝMSUM HLIÐUM OG ÞÆR ÁSKORANIR Í VINNULAGI SEM KÓRÓNU- VEIRUFARALDURINN HEFUR KRAFIST. 30 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.