Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Side 44

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Side 44
Efnið hentar vel einstaklingum sem vilja gera breytingar á starfsferli og kynna sér leiðir til þess eða finna út hvað þá langar að starfa við í framtíðinni. Um nýmæli er að ræða þar sem fólk getur nálgast gagnvirka starfsráðgjöf á vefnum ásamt leiðbeiningum og verkfærum til atvinnuleitar. Atvinnulífstenglar VIRK tóku efnið saman fyrir fólk sem vill huga að breytingum á starfsvettvangi, en slík staða kemur oft upp í kjölfar veikinda þegar fyrra starf reynist ekki eins viðráðanlegt og áður. Um leið hefur orðið til efni sem er aðgengilegt öllum þeim sem áhuga hafa á að skoða leiðir fyrir sig. Einstaklingar geta nýtt sér það heiman úr stofu og ráðgjafar og námskeiðshaldarar geta sömuleiðis notað það fyrir valda hópa eða einstaklinga sem þeir eru með í þjónustu. Með þessu efni vilja atvinnu- lífstenglarnir mæta þörfum nútímans fyrir rafrænt aðgengi að ráðgjöf og þjónustu á sviði starfsþróunar. Hvað er í boði? Á Aftur í vinnu býðst notandanum að fara yfir allan feril atvinnuleitar alveg frá því hann byrjar að huga að breytingum og þar til í starf er komið, en hann getur líka valið að detta inn í ferilinn þar sem honum hentar. Á vefnum eru góðar leiðbeiningar um atvinnuleit og lögð til ýmis verk- færi sem fólk getur nýtt sér allt frá leiðbeiningum við gerð ferilskrár og Á NÝJUM OG ENDURHÖNNUÐUM VEF VIRK ER LEITAST VIÐ AÐ STRAUMLÍNULAGA UPPLÝSINGAGJÖF VIRK OG GERA HANA MARKVISSARI AUK ÞESS SEM BRYDDAÐ ER UPP Á ÝMSUM NÝJUNGUM Á VEFNUM. Á VIRK.IS MÁ FINNA GÓÐ RÁÐ OG VERK- FÆRI FYRIR ATVINNULEIT Í KAFLANUM AFTUR Í VINNU ÁSAMT GAGNVIRKA SJÁLFS- HJÁLPAREFNINU HVER ERT ÞÚ? SEM NÝTIST TIL AÐ STYRKJA SJÁLFSMYNDINA OG SKOÐA HVERT MAÐUR VILL STEFNA Í STARFI EÐA Á STARFSVETTVANGI. AFTUR Í VINNU GAGNVIRKT SJÁLFSHJÁLPAREFNI Á VIRK.IS 44 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.