Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 46

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 46
REYNSLA STJÓRNENDA AF ÞVÍ AÐ RÁÐA STARFSFÓLK MEÐ SKERTA STARFSGETU ÁSTA SNORRADÓTTIR lektor í starfsendurhæfingu við Háskóla Íslands HULDA ÞÓREY GÍSLADÓTTIR, iðjuþjálfi og verkefnastjóri við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri Útdráttur Þátttaka á vinnumarkaði er einstaklingum mikilvæg, bæði sem tekjuöflun og til að uppfylla ýmsar persónulegar þarfir. Starfsfólk með skerta starfsgetu á oft erfitt uppdráttar á vinnumarkaði og atvinnuþátttaka þess hóps er almennt lægri en meðal almennings. Aðgengi starfsfólks með skerta starfsgetu að störfum á vinnumarkaði er meðal annars háð því hvernig viðhorf stjórnenda er til ráðninga einstaklinga úr þeim hópi. Hér verða kynntar niðurstöður úr nýlegri rannsókn þar sem rætt var við stjórnendur um viðhorf þeirra til slíkra ráðninga. Í vestrænum samfélögum hefur það sýnt sig að atvinnuþátttaka er einstaklingum mikilvæg. Hún er leið til að afla lífsviðurværis, og gefur fólki færi á félagslegum samskiptum, tækifæri til að nýta hæfni sína og öðlast ákveðna félagslega stöðu svo nokkuð sé nefnt1,2. Það er mikilvægt hverju samfélagi að stuðla að atvinnuþátttöku sem flestra þar sem það er ein undirstaða velmegunar. Þó einstaklingum standi 46 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.