Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 52
GEÐHEILBRIGÐI
OG TÆKNI
ORRI SMÁRASON sálfræðingur
R
annsóknir benda til að nánast helmingur fólks þjáist einhvern tímann á lífsleiðinni af
geðröskun1. Rannsóknir benda einnig til að almennt sé frekar erfitt að fá viðeigandi
meðferð við geðröskunum og að það eigi við á Íslandi eins og víðast hvar annars
staðar.
Sérhæfð sálfræðimeðferð er oft frekar óaðgengileg, dýr og háð langri bið á biðlista2-4. Þetta
er sérlega hvimleitt í ljósi þess að töluvert er núna vitað um sálfræðilegar meðferðarleiðir
sem eru mjög líklegar til að hjálpa stórum hluta þeirra sem glíma við tilfinningavanda.
Vandi samfélags sem vill aðstoða þá þegna sína sem glíma við tilfinningavanda er því sá, í
hnotskurn, að vandinn er algengur, árangursríkar meðferðarleiðir eru til en aðgengi fólks að
þeim meðferðarleiðum er verulega ábótavant1.
Á sama tíma og þessi staða er uppi lifum við í hinum vestræna heimi á tímum þar sem við
erum nánast sítengd við internetið, ýmist í gegnum tölvu eða snjallsíma. Þetta leiðir af sér
augljós tækifæri; nefnilega að nýta þessa tækni til að koma gagnlegri þekkingu, leiðum og
aðferðum sem vitað er að gagnast mörgum sem glíma við vanlíðan og tilfinningavanda, til
skila á hagkvæman og skilvirkan hátt. Við þetta bætist að eðli geðræns vanda er oft sá að
Á SÍÐASTLIÐNUM ÁRUM
HEFUR ORÐIÐ MIKIL
AUKNING Á ÚRRÆÐUM
SEM ÆTLAÐ ER AÐ BÆTA
LÍÐAN, GEÐHEILBRIGÐI
OG LÍFSGÆÐI FÓLKS Í
GEGNUM NETIÐ EÐA
SNJALLSÍMAFORRIT.
52 virk.is