Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 54
þeim viðhelst eftir að meðferð er lokið18.
Við fengum styrki frá Uppbyggingarsjóði
Austurlands og þróunarstyrk frá VIRK
Starfsendurhæfingarsjóði til að koma
úrræðinu á laggirnar. Það reyndist mun
meiri vinna en við gerðum ráð fyrir í upphafi
að koma Lifðu betur í loftið og ýmis ljón urðu
á veginum. Það sem við töldum að tæki
um eitt ár tók í raun vel rúmlega þrjú. En í
apríl 2020 opnaði Lifðu betur vefnámskeiðið
sitt og var um leið sótt um skráningu á
því í úrræðakerfi VIRK. Lifðu betur fellur
klárlega í sjálfshjálparflokk netúrræða,
stuðningur er í boði í gegnum tölvupóst og
í tilfelli skjólstæðinga VIRK er alltaf til staðar
ráðgjafi sem vísar skjólstæðingi í úrræðið
og eru ráðgjafarnir hvattir til að styðja við
skjólstæðinga sína á meðan þeir fara í
gegnum námskeiðið. Að öðru leyti ber fólk
sjálft ábyrgð á að kynna sér námsefnið og
vinna verkefnin. Viðbrögð við úrræðinu hafa
verið góð og það árangursmat, sem vissulega
er enn óformlegt, lofar góðu. Eins og algengt
er með sjálfshjálparúrræði komu þó fram
vísbendingar, aðallega frá samtölum við
ráðgjafa VIRK, að nokkur hluti þátttakenda
sem byrjaði námskeiðið kláraði það ekki eins
og það var lagt upp. Við höfum því nýlega
gert endurbætur á námskeiðinu, sérstaklega
eins og það snýr að skjólstæðingum VIRK,
þar sem þátttakendur fá skýrari fyrirmæli
í upphafi námskeiðs og mjög reglulega
tölvupósta yfir námskeiðstímann til að minna
þau á að sinna verkefnunum og halda
áfram. Við bindum vonir við að þetta hjálpi
til við að leysa þennan vanda en við lítum
svo á að úrræðið sé enn í þróun og mótun
og munum við leitast áfram við að betrum-
bæta það í samvinnu við skjólstæðinga og
samstarfsaðila.
Tæknin
sem er hluti af
okkar daglega
lífi verður sífellt
öflugri, ódýrari og
útbreiddari og það
verður mikilvægt
í framtíðinni að
kanna hvernig við
getum best nýtt
hana okkur til
gagns. Tækifærin á
þessu sviði eru of
stór til að láta þau
fram hjá sér fara.“
íslenskt fyrirtæki sem þróar stafrænar lausnir
til að fyrirbyggja og vinna að meðhöndlun
fjölbreyttra lífsstílsvandamála. Í dag bjóða
flestir sjálfstætt starfandi meðferðaraðilar og
sálfræðistofur líka upp á meðferð í gegnum
myndsímtöl sem valkost við hefðbundna
meðferð, sem er til fyrirmyndar.
Dæmi um úrræði sem eru á íslensku, að-
gengileg á netinu og byggð á gagnreyndum
aðferðum. (Sjá töflu hér fyrir ofan)
Framtíðarsýn og tækifæri
Það felast mörg tækifæri í því að nýta
tæknina og netið í geðheilbrigðisþjónustu.
Stærstu tækifærin felast sennilega í því að
gera hjálplega þekkingu og fræðslu um
líðan og geðheilbrigði mun aðgengilegri fyrir
mun stærri hópa en áður hefur þekkst. Að
sama skapi er risastórt tækifæri fólgið í fjar-
og netmeðferðum til að gera gagnreynda
meðferð aðgengilega fyrir nánast alla, óháð
búsetu, veðri, færð og efnahag. Þannig
geta fleiri fengið viðeigandi þjónustu fyrr
sem myndi fyrirbyggja að vandi þróaðist á
alvarlegra stig. Samfélagslegur ávinningur
af slíkum úrræðum gæti mögulega verið
gríðarlegur. Annað tækifæri er hreinlega að
bæta árangur meðferðar með tæknilausnum.
Notkun snjallsímaforrita, tölvuleikja og
sýndarveruleika býður upp á tækifæri til
að útfæra inngrip og meðferðir á annan
hátt sem jafnvel gæti með áframhaldandi
þróunar- og rannsóknarvinnu bætt árangur
meðferða.
Nú þegar er margt í boði fyrir þá sem vilja
bæta líðan sína og geðheilsu með fjar- og
netúrræðum. Þróunin hefur verið hröð síðustu
ár og ekki er líklegt að það hægi á henni í
bráð. Tæknin sem er hluti af okkar daglega lífi
verður sífellt öflugri, ódýrari og útbreiddari og
það verður mikilvægt í framtíðinni að kanna
hvernig við getum best nýtt hana okkur til
gagns. Tækifærin á þessu sviði eru of stór til
að láta þau fram hjá sér fara.
Sjálfshjálp Netmeðferð
Handbók um HAM frá Reykjalundi (ókeypis):
www.ham.reykjalundur.is/medferdarhandbok/
Lifðu betur – Sjálfshjálparnámskeið byggt á
ACT: www.lifðubetur.is
Mín líðan – Netmeðferð við þunglyndi, kvíða,
lágu sjálfsmati og félagskvíða: www.minlidan.is
Betri svefn – Netmeðferð (HAM) við svefnvanda:
www.betrisvefn.is
Íslenskir frumkvöðlar
Íslendingar hafa almennt staðið nokkuð
framarlega í þróun net- og fjarúrræða. Sem
dæmi má nefna íslenska hugbúnaðar-
fyrirtækið Kara Connect (www.karaconnect.
com) sem er framarlega í þróun lausna fyrir
fjarmeðferð, Lifekeys (lifekeyshealth.com)
sem er stórt fyrirtæki á sviði fjarmeðferðar í
Evrópu og er stýrt af Íslendingnum Guðmundi
Ebenezer Birgissyni sálfræðingi og AI
Therapy (www.ai-therapy.com), fyrirtæki
sem býður upp á hugræna atferlismeðferð
á netinu meðal annars við félagsfælni, þróað
af dr. Fjólu Dögg Helgadóttur sálfræðingi.
Sidekick (https://sidekickhealth.com) er svo
54 virk.is