Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Side 57
VIRK
tæknin var til staðar lærðu allir að nýta
fjarfundabúnað til samskipta, hvort sem
um var að ræða einstaklinga í þjónustu,
þjónustuaðila, ráðgjafa og/eða starfsfólk
VIRK.
Staðúrræðum var umbylt yfir í fjar-
úrræði þar sem því var við komið.
Einstaklingsviðtöl fóru fram með
fjarfundabúnaði eða á staðnum og
ýmis hreyfitengd úrræði fóru fram
utandyra eða heima í stofu hjá fólki
þegar líkamsræktarstöðvum var lokað.
Einstaklingar fengu áfram þá þjónustu
sem þeir þurftu á að halda þótt með
breyttu sniði væri. Einhver úrræði féllu þó
niður eða hófust síðar en ráð var fyrir gert
vegna lokana í samfélaginu, en reynt var að
bregðast við slíku og setja úrræðin af stað
um leið og vilyrði fékkst til þess.
Sérfræðingar VIRK settu inn fróðleik og ráð
á erfiðum tímum á forvarnarvefinn Velvirk.
Má þar nefna tengla á námstengd úrræði,
efni tengt hreyfingu og útivist á tímum
sóttvarna o.fl. gagnlegt fyrir einstaklinga og
vinnuveitendur. Þjónustuaðilar voru einnig
hvattir til þess að nýta þessi verkfæri í vinnu
sinni með einstaklingum. Má þar nefna
ýmsar bakslagsvarnir og úrræði sem þróuð
voru í ljósi aðstæðna.
Það sem stendur upp úr nú þegar sér fyrir
endann á faraldrinum eru skjót viðbrögð
þjónustuaðila sem sýndu mikla seiglu
og fagmennsku í að aðlaga starfsemi
sína að þeim veruleika sem blasti við í
þjóðfélaginu. Skapandi og lausnamiðuð
hugsun hefur leitt af sér fjölda nýrra og
endurbættra úrræða og t.d. hefur framboð
á fjarúrræðum aukist mikið. Vonandi
er sú þróun komin til að vera, þar sem
fjarúrræði nýtast fólki í starfsendurhæfingu
alls staðar á landinu og því má segja
að heimsfaraldurinn hafi verið nýttur til
nýsköpunar úrræða í starfsendurhæfingu
hjá VIRK.
Yfir 500 þjónustuaðilar
á landsvísu
VIRK átti í samstarfi við fjölda þjónustuaðila
á landsvísu á árinu 2020. Kaup á úrræðum
jukust á árinu og námu þau 1540 milljónum
króna eins og sjá má á mynd 1. Myndin
sýnir þróun útgjalda vegna aðkeyptrar
þjónustu á föstu verðlagi. Í árslok 2020 voru
rúmlega 500 þjónustuaðilar um allt land
með virkar pantanir í upplýsingakerfi VIRK
Á mynd 2 má sjá skiptingu útgjalda milli
mismunandi tegunda þjónustu á árinu
2020. Kostnaður vegna sálfræðiþjónustu
og sjúkraþjálfunar hélst svipaður milli
ára og kostnaður vegna sérhæfðrar
starfsendurhæfingarþjónustu dróst saman
um 1%. Kostnaður vegna náms og
námskeiða dróst saman um 2% og einnig
varð 3% samdráttur í heilsutengdum
úrræðum enda voru líkamsræktarstöðvar
lokaðar um tíma. Atvinnutengd úrræði
drógust líka saman, markþjálfun stóð í
stað og aukning var í öðrum úrræðum eins
og ráðgjöf og þjónustu. Þá bættist við nýr
flokkur, sjálfsefling, en úrræði úr öðrum
flokkum voru færð í þennan flokk og skýrir
það m.a. samdrátt í öðrum flokkum.
Þjónustuaðilar VIRK
Tæplega 150 sálfræðingar veittu
sálfræðiþjónustu hjá VIRK á árinu 2020.
Sálfræðingar veita einstaklingum með
geðrænan og streitutengdan vanda
einstaklingsviðtöl og hópmeðferðir sem
byggja á gagnreyndum aðferðum. Búið
er að þrepaskipta þjónustu sálfræðinga
eftir eðli vanda einstaklinga og mælst er til
þess að sálfræðingar styðjist við klínískar
leiðbeiningar í meðferð. Sálfræðingar auk
fleiri fagstétta bjóða auk þess upp á fjölda
úrræða á sviði sjálfseflingar.
Þróun útgjalda vegna aðkeyptrar þjónustu frá fagaðilum
um allt land á árunum 2010-2020
1.600
1.400
1.200
1.000
800
600
400
200
0
Útgjöld á ári
í millj. kr.
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020
Mynd 1
Sálfræðiþjónusta
Sjálfsefling
Sjúkraþjálfun
Sérhæfð starfsendurhæfingar-
úrræði
Nám og námskeið
Heilsuefling / líkamsrækt
Atvinnutengd úrræði
Markþjálfun
Önnur úrræði
Mynd 2
Hlutfallsleg skipting útgjalda á árinu 2020
vegna aðkeyptrar þjónustu frá þjónustuaðilum
23%
6%
6%
2%
1% 1%1%
2%
58%
57virk.is