Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 60

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 60
MANNFÓLKIÐ OG TENGSLIN VIÐ NÁTTÚRUNA GUÐBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR OG INGIBJÖRG VALGEIRSDÓTTIR hjá Saga Story House E kki fer á milli mála að þær eru samhentar í stjórn og rekstri fyrirtækis síns – beinlínis er hægt að skynja samhygð þeirra þegar blaðamaður nálgast til þess að fræðast um námskeið á vegum Sögu Story House, úrræði sem þjónustuþegar VIRK nota í töluverðum mæli. Sem og eru forvitnilegar nýlegar niðurstöður úr rannsókn Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands varðandi áhrif náttúrunnar á streitu með þátttöku þjónustuþega VIRK. „Við eigum náttúrustefnuna sameiginlega – þar liggur okkar ástríða og metnaður,“ segja þær stöllur Ingibjörg og Guðbjörg. Þær búa yfir fjölbreyttri menntun og reynslu. Ingibjörg er uppeldis- og menntunarfræðingur og hefur lokið MBA-námi sem og er hún jógakennari. VÍSUN TIL NÁTTÚRUNNAR ER RÍKJANDI Í HÚSNÆÐI SAGA STORY HOUSE AÐ FLATAHRAUNI 3 Í HAFNAR- FIRÐI. NÁNAST UMVAFÐAR BLÓMUM OG NÁTTÚRUAFURÐUM SITJA ÞÆR GUÐBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR OG INGIBJÖRG VALGEIRSDÓTTIR SAMAN Í SÓFA Í HORNI YST Í STÓRUM SAL. 60 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.