Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 64

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 64
VIRK GAF MÉR NÝTT LÍF EYDÍS INGA SIGURJÓNSDÓTTIR aðstoðarhjúkrunarforstjóri É g varð óneitanlega tortryggin og komst í mikla vörn þegar deildarstjórinn minn vildi endilega að ég hitti trúnaðarlækninn. En ég fór samt. Ekki síst vegna þess að mamma, sem er líka hjúkrunarfræðingur, sagði við mig að ég skyldi bara fara og nýta mér öll þau úrræði sem í boði væru. Ég fór því og hitti lækninn sem byrjaði að spyrja út í ýmislegt varðandi heilsu mína. Hann má segja togaði upp úr mér sögu mína sem óneitanlega er töluvert áfallatengd. Ég reyndi meira að segja að gera sem minnst úr veikindum mínum.“ Varstu mikið lasin á þessum tíma? „Já. Ég var þegar þetta var hætt að sofa. Undanfari þess var ofurálag. Maðurinn minn vann í Noregi í þrjú ár, kom aðeins heim í stuttum fríum. Ég var því ein með eldri dóttur okkar frá því hún fæddist og þar til ég eignaðist yngri dóttur okkar ÉG VAR FARIN AÐ VERA OFT FRÁ VINNU, BÆÐI VAR ÉG SJÁLF OFT VEIK OG EINNIG BÖRNIN MÍN TVÖ. YFIRMAÐUR MINN Á HJARTADEILD BAÐ MIG AÐ FARA TIL TRÚNAÐARLÆKNIS OG HANN BEINDI MÉR TIL VIRK,“ SEGIR EYDÍS INGA SIGURJÓNSDÓTTIR HJÚKRUNARFRÆÐINGUR SEM LAUK STARFSENDURHÆFINGU HJÁ VIRK Í LOK ÁRS 2019. 64 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.