Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Side 76
Ég hitti marga af þessum hópum á vett-
vangi. Oft eru þetta eldri starfsmenn, jafnvel
sérfræðingar sem að keppast við að halda
í við tæknina með misgóðum árangri.
Þarna er visst sóknarfæri, að gefa þessum
starfsmönnum nýtt hlutverk í að styðja við
yngri kynslóðir sem þurfa á lærimeisturum að
halda við að komast inn á vinnumarkaðinn
og leggja inn í reynslubankann.
Stjórnendur hafa ennþá tíma, til að koma
sér í stellingar og takast á við verkefnin
framundan. En það þarf grettistak til og
viðhorfsbreytingu hjá mörgum hópum inn-
an samfélagsins. Ég vil bjóða lesendum
að horfa á þessar áskoranir í stærra sam-
hengi, sem foreldrar, starfsmenn, náms-
menn og samfélagsþegnar. Öll höfum við
bæði ábyrgð og tækifæri til að nýta eða
skapa þær forsendur sem að stuðla að því
að hlúa að okkar eigin leiðtogahlutverki og
jafnframt styðja við aðra í sinni vegferð í átt
að auknum þroska.
Hvað með að byrja snemma? Gefa öllum
nemendum tækifæri á því að efla tilfinninga-
greind og þrautseigju. Hvernig getum við
nýtt þessar upplýsingar til að styrkja þá
sem að detta út af vinnumarkaði, gera þá
reiðubúna fyrir nýja innkomu? Hvað með
samtalið á milli kynslóðanna? Hvernig get-
um við brúað bilið enn betur og nýtt til
fullnustu þá styrkleika sem að fyrirfinnast
hjá mismunandi kynslóðum?
Allt krefst þetta þjálfunar og jafnframt fjár-
magns af hendi vinnumarkaðarins sem og
yfirvalda. Það er hægt að þjálfa sig fyrir hið
óvænta en til þess þarf samstillt átak og
vilja til verka. Fjórða iðnbyltingin mun halda
áfram að færa okkur áskoranir af óþekktri
stærð. Það er okkar að þjálfa, móta og kalla
fram þá hæfni sem þarf til að mæta nýjum
veruleika.
Þarna er visst
sóknarfæri,
að gefa þessum
starfsmönnum nýtt
hlutverk í að styðja við
yngri kynslóðir sem
þurfa á lærimeisturum
að halda við að komast
inn á vinnumarkaðinn
og leggja inn í
reynslubankann.“
Heimildir
1. Snorradóttir, G. (2019). Faced
with future challenges: leadership
competencies and skills for the 21st
century. Cambrige, Anglia Ruskin
University.
2. Frey, C.B. & Osborne, M.A. (2017).
The future of employment: how
susceptible are jobs to Computerisation?
Technological Fore-casting and Social
Change, 114, 254-280. Retrieved
from:Https://doi.org/10.1016/j.
techfore.2016.08.019
3. World Economic Forum. (2018). The
Future of Jobs Report 2018. Geneva:
World Economic Forum.
4. FOW Insights (Future of Work
Insights). (2018). UK wellbeing rapport
2018/2019. Retrieved from: https://
fowinsights.com/insights/culture/uk-
wellbeing-report-18-19/
5. Lefkowitz, R., Pate, D., Spar, B., & Dye,
C. (2018). Workplace Learning Report.
6. Deloitte (2018a). Millennial Survey:
Millennials disappointed in business,
unprepared for Industry 4.0.Deloitte
Touche Tohmatsu Limited. Retrieved
from:https://www2.deloitte.com/
global/en/pages/about-deloitte/articles/
millennialsurvey.html
7. Petrie, N. (2011). Future trends in
Leadership Development. Center for
Creative Leadership.
76 virk.is