Börn og menning - 2018, Blaðsíða 9

Börn og menning - 2018, Blaðsíða 9
9Saman í blíðu og stríðu hefur ekki gert í talsverðan tíma. Það sem veldur þessu er ýmislegt sem nú þegar er hafið. Til að mynda hlýnun jarðar, flóð, fellibyljir, stríð … allt þetta hefur brotið niður það sem búið var að byggja upp,“ segir Sigrún. „Silfurlykillinn segir frá systkinunum Sumarliða og Sóldísi sem búa með pabba sínum í gömlum strætó sem er númer sjö. Mamma þeirra er týnd,“ heldur hún áfram. „Engir bílar eru á ferð, engar tölvur, engir sím- ar, ekkert rafmagn. Hlutirnir eru kannski til ennþá en virka ekki og ef til vill eru þeir notaðir í eitthvað allt annað en þeir voru upprunalega hugsaðir í. Þau þurfa að fara á stúfana á hverjum degi til að finna eitthvað sér til matar eða hluti sem hægt er að nota á einhvern hátt. Húsin eru hrunin, gróðurinn er að kaffæra allt og allt er í steik. – En svo bætist við ein persóna enn sem er hún Karítas. Hún býr yfir leyndarmáli sem gæti endurreist heiminn á alveg nýjan hátt.“ Þú skrifar iðulega seríur, Sigrún – fleiri en eina bók um sömu persónur. Á það við um Sumarliða, Sóldísi og Karítas í Silfurlyklinum og ef svo er, ertu þá byrjuð á næstu bók? „Já, ég hef gert nokkra þríleiki og reikna frekar með að þetta verði einn í viðbót,“ svarar Sigrún. „Þegar ég var að vinna við Silfurlykilinn ætlaði ég mér bara að sjá til hvort hún myndi kalla á framhald. Nú finnst mér að sá heimur sem ég hef þarna búið til megi alveg fá að lifa lengur. Sóldís, Sumarliði og Karítas vilja halda áfram að vera til. Ég var búin að vera talsvert lengi með þessa sögu í huganum og í punktum og brotum í tölvunni minni og er nú komin af stað aftur.“ En hvað með Sigurfljóð? Þú ert vonandi ekki búin að gleyma henni! (Ung stúlka sem ég þekki bað mig sérstaklega um að spyrja að þessu.) „Það eru komnar tvær sögur um Sigurfljóð og þú mátt segja ungu stúlkunni að ein enn sé í startholunum. Vonandi kemur bókin út á meðan hún er enn ung stúlka,“ segir Sigrún og hlær. „Það að auki eru margar fleiri hugmyndir í gangi eins og alltaf.“ En þú, Þórarinn? Að hverju ertu að vinna núna? „Ég er akkúrat þessa stundina að sveitast við að klára þýðingu á Jónsmessunæturdraumi Shakepeares fyr- ir Þjóðleikhúsið,“ segir hann. „Að henni lokinni vind ég mér í að setja lokaslaufu á Hamlet sama höfundar, þýddan fyrir sama leikhús. Eftir það bíða mín í röðum hugmyndir að ljóðum og sögum sem ég hlakka til að sinna.“ Í Ljóðpundara er sagt frá klárum klár, sem var: Alstaðar aufúsugestur, enda lestrarhestur. Þessi orð mætti vel heimfæra upp á Þórarin og Sig- rúnu Eldjárn, sem verða eflaust aufúsugestir hjá mörg- um ungum og öldnum lestrarhestum þessi jól sem endranær. Magnea J. Matthíasdóttir er þýðingafræðingur, þýðandi og rithöfundur Úr Silfurlyklinum.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.