Börn og menning - 2018, Blaðsíða 21

Börn og menning - 2018, Blaðsíða 21
21Með fjölbreytnina á bak við eyrað speglar daglegt líf barna sem búa hér. Einnig var rætt nokkuð um hvernig skortur á kennslu í myndlæsi veld- ur því að foreldrar og aðrir sem kaupa barnabækur hafa ekki endilega tilfinningu fyrir því hvað sé vel gert og hvað ekki. Gæði barnabóka snúast ekki bara um fallegar teikningar og texta sem virka saman, heldur að umfjöll- unarefnið sé þess virði að segja frá því og það standist tímans tönn. Málstofan var bæði áhugaverð og spennandi. Að henni lokinni benti Rán Flygenring á að höfundur skrifar ekki endilega með ákveðinn lesanda í huga held- ur fyrir sjálfan sig, til að koma frá sér þeirri sögu sem hann telur að þurfi að heyrast – hvort sem sagan er ætl- uð börnum, unglingum eða öðrum. Í þau skipti sem undirrituð hefur verið viðstödd mál- þing Mýrarinnar hafa tvö umræðuefni komið ítrekað upp. Annars vegar er það skortur á fjármagni. Til að bregðast við því hafa margir íslenskir höfundar óskað eftir að íslenska ríkið fari hina svokölluðu norsku leið, þ.e. kaupi ákveðið upplag af öllum útgefnum barna- bókum og dreifi á bókasöfn. Hins vegar er það skortur á myndritstjórn og kennslu í myndlæsi. Ritstýra þarf myndefni af sömu kunnáttu og texta. Teikningarnar eru oft taldar vera aukaefni, skraut til að bæta við þegar búið er að fínpússa textann, og myndhöfundurinn sjálf- ur er sérfræðingur svo að sjaldnast er rýnt að ráði í verk hans. Kannski myndi aukin fræðsla bæði gera ritstjór- um kleift að gefa út betra efni og gera það að verkum að kaupendur verði líklegri til að velja barnabækur sem eru í raun og veru listaverk. Skilaboð til framtíðar Nútímabörn alast upp með nær ótakmarkað magn af sjónrænu efni allt í kringum sig. Efnið sýnir samt ekki endilega heim sem þau geta öll tengt við. Þrátt fyrir lítinn markað og lítið samfélag sem virðist einsleitt ættu íslenskar barnabækur auðveldlega að geta sýnt hve fjöl- breytilegt samfélagið er í raun. Þó svo að okkur þyki þægilegt að sjá daglegt líf okkar endurspeglast í bókum þurfum við líka að sjá framandi veruleika og fjölbreytni mannlífsins lifna við í lesefninu. Höfundar efnis fyrir börn hafa tækifæri til að sýna þeim að íbúafjöldi heimsins er settur saman á allan mögu- legan hátt. Það er auðvelt að leyfa fleirum að sjá eigin veruleika, möguleika og styrkleika í barnabókum. Það þarf bara að hafa fjölbreytnina á bak við eyrað. Höfundur er teiknari. Góðir gestir á Mýrinni. Ljósmynd: Marloes Robjin.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.