Börn og menning - 2018, Page 23

Börn og menning - 2018, Page 23
23Lesendurnir sem munu bjarga heiminum meðvituð um. Þær enduróma innra með okkur, því þetta eru sögurnar sem við þurfum nauðsynlega á að halda einmitt núna. Þær eru nýju verkfærin sem við þurfum til að lifa af. Fantasíur vaxa og munu halda því áfram eftir því sem bókmenntagreinin verður betri í að leysa ný vandamál. Þau stærstu. Raunsæisstefnan segir okkur gjarnan að manneskjur séu berskjaldaðar, kjarklausar, eigingjarnar og ófull- komnar. Fantasían rífur okkur upp úr rennusteininum, dröslar okkur á fætur og segir: „Hlustið nú! Þetta er það sem við getum! Það sem við búum yfir og getum orðið.“ Fantasían hvetur okkur og gefur okkur innblástur til að standa í fæturna. Ég er ánægð með að ný kynslóð hafi alist upp við svokallaðan veruleikaflótta. Hún hefur lesið nógu mikið af dystópíum til að vita að yfirvöld ljúga. Lesið nógu mikið af vísindaskáldskap til að vita að tæknin er ekki alltaf til bóta. Lesið nógu mikið af fantasíum til að trúa því að ein manneskja geti skipt sköpum. Með auk- inni áherslu á fjölbreytni hefur unga fólkið lært nokk- uð enn mikilvægara: Að allir séu jafn mikilvægir, óháð kyni, uppruna, trú eða kynhneigð, og það vissu ömmur þess og afar ekki. Af hverju eru fantasíur svona óskaplega vinsælar? Það skiptir engu máli! Gleðjumst bara yfir því að svo sé! Það er meira en gott, það er algjörlega nauðsynlegt. Næst þegar einhver gagnrýnir þig fyrir að lesa óraunsæj- ar bækur veistu hverju þú getur svarað. Ungt fólk les, spilar og horfir á fantasíur af því það verður að gera það. Það mun erfa heim sem er að falli kominn og það þarf að hreinsa svínastíuna. Bjarga málunum. Fantasían leyf- ir unga fólkinu að verða hetjur og við þurfum á hetjum að halda sem aldrei fyrr. Við þurfum fólk með kjark og þor til að verða stærra en lífið sjálft. Við þurfum von. Þinn tími er kominn. Það ert þú, kæri lesandi, sem lifir af ragnarökin þegar uppvakningarnir koma. Siri Pettersen er norskur rithöfundur og teiknimyndasöguhöfundur og starfar einnig að ýmiss konar hönnun og textagerð. Fyrsta skáldsaga hennar, Odinsbarn, kom út árið 2013 og er hún jafnframt fyrsta bókin í þríleiknum Ravneringene. Siri skapaði einstakan og flókinn heim með þríleiknum sem tilnefndur hefur verið til margra verðlauna og þýddur á fjöldamörg tungumál. Í fyrra kom út eftir hana fantasíubókin Bobla sem einnig hefur verið tilnefnd til verðlauna. Siri hélt fyrirlesturinn „Hvers vegna lesendur fantasía munu bjarga heiminum“ á Mýrinni í október 2018. Fyrirlesturinn byggist á greininni hér að ofan, sem var frumbirt á vefnum Science Fiction Bokhandlen, www.sfbok.se. Heimild: https://myrin.is/uti-i-myri-2018/gestir/siri-pettersen/ Ingibjörg Valsdóttir þýddi, með leyfi höfundar. Siri Pettersen. Ljósmynd: Lars Myhren Holand. Þríleikurinn Ravneringene hefur notið mikilla vinsælda. Hönnun: Siri Pettersen.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.