Börn og menning - 2018, Qupperneq 27
27Úlfur og Edda í goðheimum
samur og hefur mikinn áhuga á ævintýrum á meðan
Edda vill helst rannsaka allt á vísindalegan hátt, er
upptekin af alls konar rannsóknum og fróðleik og hef-
ur ekki þolinmæði fyrir nýja litla bróður sínum, finnst
hann eyðileggja fyrir sér og fá of mikla athygli á kostnað
hennar. Edda saknar einnig látinnar móður sinnar og
þótt henni lyndi vel við stjúpmóður sína þá skrifar hún
mömmu sinni bréf í dagbókina sem hún er alltaf með.
Eftir því sem á líður bækurnar nær Edda að vinna úr
sorginni og lærir að meta Úlf og átta sig á kostum hans.
Úlfur reynist vera meðvitaður um eigin galla og það að
hann er til vandræða, eins og sjá má þegar hann talar við
vin sinn Fenrisúlf um það hvað það sé erfitt að vera ekki
lengur lítill og krúttlegur heldur bara til vandræða. Að
lokum lærir hann af reynslunni að hugsa áður en hann
framkvæmir.
Ævintýri barnanna og samskipti þeirra við goðver-
ur og sá lærdómur sem þau draga af hegðun og atferli
þeirra eru notuð til að sýna hvernig börnin þroskast
sjálf og átta sig á því hvað skiptir máli og hvers virði
þau eru hvort öðru. Í lok þriðju bókarinnar eru Úlfur
og Edda orðin samstillt og tilbúin til að takast á við það
að eignast sameiginlegt systkini.
Hiklaust er hægt er að mæla með bókunum um Úlf
og Eddu, ekki eingöngu fyrir börn heldur einnig fyrir
fullorðna, enda er víða skotið inn athugasemdum og
vísunum í samtímann sem höfða fremur til fullorðinna
en barna, svo sem þegar föður Eddu dreymir um
frama í matreiðslu og að geta orðið frægur sem eðlis-
fræðikennarinn í eldhúsinu og þegar Loki í mannlegu
dulargervi keyrir um á bíl með einkanúmerinu Ísland
og stendur fyrir byggingu Þorláksbúðar.
Þótt margt af því sem fjallað er um í bókunum sé
mjög alvarlegt er húmorinn allsráðandi. Helsti gallinn
við bækurnar er að þegar þær eru lesnar allar í röð
verða þær endurtekningasamar og eftir því sem börnin
kynnast goðheimum betur verður erfiðara að viðhalda
þeim töfrum sem eru í upplifun þeirra á hinum
framandi heimi í fyrstu bókinni. En á móti kemur
að persónur Úlfs og Eddu halda áfram að þroskast í
hverri bók fyrir sig en staðna ekki, eins og oft kemur
fyrir hetjur barnabóka. Höfundur á einnig mikið hrós
skilið fyrir að flétta guði og goðsögur inn í frásögnina
á nýstárlegan hátt, en ekki að nota ferðalag barnanna
sem ramma til að uppfræða lesendur á markvissan hátt,
þótt líklegt sé að bækurnar opni heim goðsagna fyrir
börnum. Myndskreytingarnar setja líka skemmtilegan
svip á bækurnar, sér í lagi myndir af dagbókarfærslum
Eddu, þar sem hún skrásetur ferðir þeirra og teiknar
myndir og kort til skýringa.
Höfundur er doktorsnemi í íslenskum bókmenntum.
„Púff! Fjólulitur blossi blindaði Úlf. Þegar hann endurheimti sjónina var yrjóttur selur
að skutla sér yfir borðstokkinn.“