Börn og menning - 2018, Síða 31
Bækur
Múmínálfarnir
Tove Jansson
Litlu álfarnir og flóðið mikla 2018
Þýðing: Þórdís Gísladóttir
Halastjarnan 1971
Pípuhattur galdrakarlsins 1968
Þýðing: Steinunn Briem
Mál og menning, 2018
Við þekkjum þau öll: múmínsnáðann,
Snúð, Míu litlu, hemúlinn og félaga
þeirra úr múmíndal. Við drekkum kaffi
með þeim á morgnana og þurrkum hár-
ið á börnunum okkar með handklæðum
merktum þeim. Heilar kynslóðir barna hafa alist upp
við heimsóknir í múmíndal í sjónvarpsdagskrá. En allt
þetta dásamlega persónugallerí á auðvitað sín náttúru-
legu heimkynni í bókunum, í því fallega samspili mynda
og texta sem Tove Jansson bjó sköpunarverki sínu. Nú
er komin út hjá Forlaginu vegleg útgáfa þriggju fyrstu
bókanna um múmínálfana í einu bindi: Litlu álfarnir og
flóðið mikla, Halastjarnan, og Pípuhattur galdrakarlsins.
Fyrsta bókin hefur ekki verið fáanleg á íslensku áður
en hana þýðir Þórdís Gísladóttir. Seinni bækurnar tvær
birtast í þýðingu Steinunnar Briem.
Múmínbækurnar eru níu talsins, að myndasögum
og myndabókum frátöldum, og komu út í Finnlandi á
árunum 1945–1970. Jansson hóf að skrifa Litlu álfana
og flóðið mikla árið 1939, lagði söguna til hliðar um
tíma en sneri aftur að henni nokkrum árum síðar og
bókin var gefin út í Finnlandi árið 1945. Jansson hefur
síðar sagt að hún sé ekki sérlega ánægð með þessa fyrstu
bók um múmínálfana, hún hafi til dæmis viljað hafa
múmínálfana með í titli bókarinnar, en
forlaginu ekki litist á það. Litlu álfarn-
ir og flóðið mikla er að vissu leyti ólík
hinum bókunum um múmínálfana.
Hún er miklum mun styttri en bæði
Halastjarnan og Pípuhattur galdrakarls-
ins, ekki nema ríflega 40 síður. Oft er
enda farið ansi hratt yfir sögu, þegar
lesandi sem þekkir frásagnaraðferð
höfundar ætti von á því að fá ívið fyllri
mynd af aðstæðum og persónum.
Í Litlu álfunum og flóðinu mikla býður
Jansson okkur inn á heillandi sögusvið
sitt í fyrsta sinn, og þar kynnumst við
mörgum helstu söguhetjum bókanna: múmínsnáðan-
um og múmínmömmu, taugaveiklaða efnishyggjudýr-
inu Snabba (sem fær þó ekki nafn fyrr en í Halastjörn-
unni, og er í staðinn kallaður „litla dýrið“), hattíföttum
og sandverpum, hemúlum og fleiri furðuverum. Sagan
fjallar um ferðalag múmínsnáðans og múmínmömmu
og hefst þar sem þau eru að leita að góðum og sólríkum
stað til þess að byggja sér hús. Ferðalag þeirra snýst þó
fljótlega upp í leitina að múmínpabba, sem þau hafa
ekki séð síðan hann stakk af með hattíföttunum, hinum
eilífu ferðalöngum sem hvergi eira og stefna stöðugt á
sjóndeildarhringinn.
Auga halastjörnunnar
Þótt sagan skeri sig dálítið úr öðrum bókum Jansson
um múmínfjölskylduna eru mörg skyld þemu greini-
leg. „Þetta var stríðsveturinn 1939. Ég vann ekki neitt;
það virtist svo tilgangslaust að reyna að teikna myndir,“
skrifar Jansson í inngangi að bókinni. Þeirrar þrúgandi
„Heldurðu að við höfum tíma til
að dansa þegar jörðin er að farast?“
Sunna Dís Másdóttir