Börn og menning - 2018, Side 32

Börn og menning - 2018, Side 32
Börn og menning32 stríðsógnar gætir vissulega í Litlu álfunum og stórflóðinu. Jansson skrifar um flótta, um leit að sólríkum samastað í rótlausum heimi. Strax á upphafssíðunum birtist okk- ur þéttur skógurinn sem múmínmæðginin ganga inn í; þögnin, myrkrið og óttinn við það sem kann að dyljast í skuggunum. Skömmu síðar fáum við líka uppruna- sögu þeirra, þegar múmínmamma segir snáðanum og Snabba frá því hvernig heimurinn leit út. Þá bjuggu múmínálfar á bak við kamínur í híbýlum manna. Á þeim tíma urðu mennirnir helst varir við múmínálfana sem „kuldalegan vindgust í hnakkann – þegar þau voru einmana“ (bls. 20). Einmanaleiki, samvera og einvera eru þemu sem Jansson snýr aftur og aftur að í bókunum, og þeirra gæt- ir sannarlega bæði í Halastjörnunni og Pípuhatti galdra- karlsins. Halastjarnan er líklega myrkasta bók Jansson, þar sem váin sem steðjar að er afar nálæg og ógnvænleg. Í bókinni segir af því þegar halastjarna stefnir beint til jarðar og ógnar öllu lífi í múmíndalnum og á jörðinni. Söguna skrifaði Jansson á stríðsárunum og það þarf ekki að píra augun sérstaklega mikið til þess að eygja kjarnorkusprengjuna í rauðglóandi halastjörnunni sem stefnir beint á gráan og eyðilegan múmíndalinn. Múmínsnáðinn og Snabbi leggja upp í ferðalag í geim- rannsóknastöðina á tindi Einmanafjalla til þess að fá fréttir af halastjörnunni, en fyrst og fremst til þess að hafa tilgang og eitthvað fyrir stafni á þessum ógnartím- um, þegar leikur og gleði hafa misst gildi sitt. Í bókinni hittum við fyrir fleiri persónur sem verða jafnsjálfsagður hluti af múmínfjölskyldunni og þær sem við höfum áður hitt: við kynnumst snorkinum, snork- stelpunni, heimspekingnum bísamrottunni, sem hefur sérlegan áhuga á tilgangsleysi allra hluta, flandraranum Snúði og hemúlnum, sem reyndar er frímerkjasafnari þar til hann snýr sér að grösum. Heimsendastemning vofir yfir. Fólk flýr í ofboði frá heimilum sínum, föruneytið gengur á stultum yfir þurrausinn og eyðilegan hafsbotninn og á erfitt um andardrátt í kæfandi hitanum frá halastjörnunni. Hér þyrfti lesandi einbeittan brotavilja til þess að komast hjá því að hugsa um vá okkar tíma, loftslagsbreytingar. Það er þó ekki þar með sagt að Halastjarnan sé þrúg- andi lestur: Jansson er að vanda hlý og glettin, samtöl persóna og framkoma oft bráðfyndin og söguhetjurnar okkar rísa aftur og aftur upp, þrátt fyrir möruna sem á þeim liggur. Þegar í geimrann-

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.