Börn og menning - 2018, Side 33

Börn og menning - 2018, Side 33
33„Heldurðu að við höfum tíma til að dansa þegar jörðin er að farast?“ sóknastöðina er komið spyr múmínsnáðinn fyrst um snorkstelpuna, sem honum er svo hlýtt til, ekki halastjörnuna. Og á meðan snorkurinn gerir ítrekað- ar tilraunir til þess að funda um næstu skref þeirra og gera ítarlegar aðgerðaáætlanir, tala þau skötuhjú um dans. Mótefnið gegn óttanum og vánni er að finna í samkenndinni, ástinni og dansinum. Undir ljósblómi Í Pípuhatti galdrakarlsins dýpkar persónusköpun Jansson enn og það er í raun fyrst í þessari þriðju bók hennar sem múmínpabbi tekur á sig skýra mynd, þótt enn sé múmínmamma mun fyrirferðar- meiri. Hér er sem fyrr ákveðinn undirtónn ógnar og hættu, þegar íbúum múmíndals áskotnast furðu- legur pípuhattur sem kemur á daginn að tilheyrir voldugum galdrakarli. Hatturinn er gæddur töfra- mætti og umbreytir því sem í hann er látið í eitthvað svo frábrugðið því sem mögulegt er. Þannig hljót- ast af því vandræði þegar nokkrar jurtir hemúlsins breytast í frumskóg sem umvefur allt múmínhúsið og íbúa þess svo minnstu má muna að þeir komist lífs af. Múmínsnáðinn lendir einnig í hættu þegar hann felur sig í hattinum og verður fyrir árás vina sinna, þegar hann snýr óþekkjanlegur aftur. Þá má þó sem endranær reiða sig á múmínmömmu, sem alltaf þekkir múmínbarnið sitt og heldur þannig röð og reglu á heiminum. Verr fer fyrir bísamrottunni sem geymir fölsku tennurnar sínar í hattinum yfir nótt – úr þeim varð eitthvað svo skuggalegt að höf- undur treystir sér ekki til þess að skrifa það, heldur ráðleggur lesendum að spyrja sínar eigin mæður, þær hafi svarið. Það er því mun léttara yfirbragð yfir Pípuhatti galdrakarlsins, þó að tónninn sé enn markaður ákveðnum trega eða angurværð. Snúður birtist hér sem mikilvæg persóna, þessi förusveinn sem eir- ir ekki langtímum saman með ástvinum sínum í múmíndalnum, heldur þráir sömuleiðis einveruna og ferðalagið. Galdrakarlinn sjálfur er líka aumk- unarverð persóna í ofsafenginni þrá sinni og linnu- lausri leit að stærsta rúbín veraldar, en úrlausn þeirr- ar leitar og heimsókn galdrakarlsins í múmíndalinn í lok bókarinnar varpar aftur ljósi á þá djúpu sam- kennd og mennsku sem einkenna bækur Jansson um múmínfjölskylduna. Þótt Jansson taki á krefjandi og jafnvel ógnvæn- legum þemum, er rödd höfundar alltaf full vonar. „Allt lítur verr út í myrkri, skal ég segja þér,“ (bls. 15) segir múmínmamma strax á fyrstu blaðsíðum fyrstu bókarinnar, og kveikir á ljósblómi til að lýsa þeim veginn. Þetta er það sem Jansson gerir fyrir okkur, kveikir á ljósblómunum sínum og lýsir okkur hlýlega veginn um skuggalegan skóginn. Hún gerir það af svo miklu næmi og svo mikilli frásagnarlist að það er hrein unun að lesa. Fyrir lesendur sem eiga erfitt með að stugga frá sér tilfinningunni um til- gangsleysi allra hluti andspænis vánni sem nú steðjar að, er söguheimur Jansson glóandi ljós í skuggun- um. „Heldurðu að við höfum tíma til að dansa þegar jörðin er að farast?“ (bls. 136) spyr snorkurinn systur sína í Halastjörnunni. Svar Tove Jansson til okkar er skýrt og afgerandi: Já. Höfundur er bókmenntagagnrýnandi.

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.