Bændablaðið - 25.03.2021, Síða 18

Bændablaðið - 25.03.2021, Síða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 202118 Nýlega ákváðu BYKO og Lely Center Ísland að hefja sam­ starf í því að bjóða kúabændum lausnir við byggingu nýrra fjós­ bygginga sem og breytinga á eldri byggingum og viðbyggingum. Samstarfið er byggt á þeim grunni að það sé kúabændum til hagsbóta á marga vegu. Á undanförnum árum hafa margir kúabændur byggt ný fjós og/ eða breytt gömlum meðal annars til þess að uppfylla nýjar reglur um aðbúnað gripa og dýravelferð. Sú þróun heldur áfram og á hverju ári bætast nýjar fjósbyggingar við. Samstarfið hófst í Búrfelli í Svarfaðardal Í tilkynningu frá félögunum segir að aðdraganda samstarfsins megi rekja aftur til ársins 2018 þegar BYKO og Lely Center Ísland sáu um nýbyggingu og mjalta- búnað fyrir bændur að Búrfelli í Svarfaðardal. Í upphafi árs 2021 var tilkynnt að kúabúið á Búrfelli í Svarfaðardal hefði verið nythæsta kúabú landsins (per kú að með- altali). Fjósbyggingin á Búrfelli ásamt innréttingum er frá BYKO og öll sjálfvirka mjaltatæknin í fjósinu á Búrfelli er frá Lely Center Ísland. „Það er því ljóst að félögin í sameiningu geta hjálpað bændum að ná eftirtektarverðum árangri í sínum búskap,“ segir Stefán Bragi Bjarnason, framkvæmdastjóri Lely Center Ísland. Hugsað er til langrar framtíðar Að sögn Stefáns Braga hyggjast BYKO og Lely Center Ísland bjóða kúabændum fjóslausnir þar sem hugsað er til langrar fram- tíðar. Tryggt verði að hönnun og frágangur fjósbygginga, endurbóta og viðbygginga sé á þann veg að gert sé ráð fyrir og hugsað fyrir nú- tíma tækni í kúabúskap og aukinni sjálfvirkni við búskapinn. BYKO hefur um árabil boðið bændum fjölbreyttar lausnir fyrir nýbyggingar og endurbætur í sveit- um landsins Bæði límtré og stál „Við hjá BYKO getum boðið hvort heldur sem er stálgrindar- eða lím- trésbyggingar af öllum stærðum og gerðum. Jafnframt munum við hafa aðgang að fjölbreyttum byggingalausnum sem Lely Center Ísland hefur unnið með í sínum ver- kefnum þar sem fyrst og fremst er lögð áhersla á vinnuhagræði og sjálfvirkni og þar af leiðandi aukna arðsemi bændanna,“ segir Halldór Kristinsson, verkefnastjóri bænda- vara hjá BYKO. BYKO varð nýlega í efsta sæti í ánægjuvoginni fjórða árið í röð á sviði byggingavöruverslana og Lely Center Ísland er leiðandi í innleiðingu sjálfvirkni í íslenskum kúabúskap. „Við bindum því miklar vonir við samstarfið og trúum því að það muni skila viðskiptavinum okkar, kúabændum, verulegum ávinn- ingi,“ segir Stefán Bragi. Byggt á kjörorðum beggja félaga Samstarfið mun byggja á kjör- orðum Byko og Lely sem eru: Gerum þetta saman – Tryggjum sjálfbæra, arðbæra og ánægjulega framtíð í landbúnaði. BYKO og Lely Center Ísland í samstarf um fjósalausnir HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Fulltrúar samstarfsfélaganna Byko og Lely Center á Íslandi, talið frá vinstri: Jóhannes Kjartansson, sölumaður hjá Lely, Stefán Bragi Bjarnason, framkvæmdastjóri Lely, Halldór Þ.W. Kristinsson, söluráðgjafi bændavöru hjá BYKO og Þorsteinn Lárusson, sölustjóri tæknivöru hjá BYKO. FRÉTTIR Nýtt fjós með mjaltaþjóni var byggt á Búrfelli 2018: Með afurðahæstu kýr landsins 2020 Kúabúið að Búrfelli í Svarfaðardal var afurðahæsta kúabú landsins að meðaltali á árskýr á árinu 2020, samkvæmt skýrsluhaldi Ráðgjafarmiðstöðvar landbún­ aðarins. Þar mjólkaði hver kýr að meðaltali 8.579 kg yfir árið. Greinilegt er að byggingin á nýja fjósinu í samvinnu við Byko og mjaltaþjóninn frá Lely Center á Íslandi eru að skila góðum árangri samhliða natni í fóðrun og um hirðu skepnanna hjá þeim Guðrúnu Marinósdóttur og Gunnari Þór Þórissyni. Kýrnar voru að skila tæpum 8,6 tonnum af mjólk á einu ári, en á Búrfelli eru 42,6 árskýr. Fjallað var um þessa fjós- byggingu í Bændablaðinu, en sú uppbygging varð kveikjan að því samstarfi sem nú er hafið á milli Byko og Lely Center á Íslandi. Í umfjölluninni kom fram að nýja fjósið að Búrfelli var flutt inn af Byko frá Póllandi og er Búrfellsfjósið hið fyrsta sinnar tegundar sem reist er hér á landi. Það er 688 fermetra að stærð, og þar er pláss fyrir 64 kýr auk smá- kálfa að 6 mánaða aldri. „Við höfum haft að leiðarljósi við allar framkvæmdir hér að leita bestu og hagkvæmustu kosta, en lögðum mikinn metnað í það að ná að semja við verktaka í okkar heimabyggð, Dalvíkurbyggð, og það tókst nánast að öllu leyti,“ sagði Gunnar Þór Þórisson, bóndi á Búrfelli. Kúnum líður betur Guðrúnu Marinósdóttir sagði í sam- tali við Bændablaðið að það hefði vissulega áhrif á nyt kúnna að þeim liði greinilega betur þar sem mun rýmra væri um þær. Þá voru þau áður með rörmjaltakerfi, en tóku í notkun Lely mjaltaþjón í nýja fjósinu. Í samtölum við bændur sem hafa verið að taka í notkun mjaltaþjóna á liðnum misserum er ljóst að þeir auka á margan hátt þægindin við umhirðu kúnna, en eru í sjálfu sér ekki endilega ávísun á betri árang- ur í framleiðslu. Sumir nefna líka ekki síðri árangur af mjaltagryfjum. Margt annað getur líka spilað þar inn í og þá skiptir hið fornkveðna ekki minna máli, eða „veldur hver á heldur“. Fjósið er galvaníserað stál- grindar hús, en framleiðandi hússins er Rolstal í Póllandi. Það er klætt samlokueiningum. Loftræstikerfi er í nýja fjósinu sem er viftukerfi, ábúendur á Búrfelli tóku slíkt kerfi fram yfir þakglugga sem gjarnan eru hafðir á nýjum fjósum nú til dags, eink- um vegna þess að á stundum og í ákveðnum áttum gerir hávaðarok um dalinn auk þess að vera mun ódýrari kostur en þakgluggar. /HKr./MÞÞ Nýja fjósið á Búrfelli. Mynd / GM

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.