Bændablaðið - 25.03.2021, Side 19
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 2021 19
Dagana 15.–18. apríl fer fram
nýsköpunarviðburðurinn Hacking
Norður land, sem er ætlað að
virkja skapandi og lausnamiðaða
hugsun, styðja við nýsköpun
og fjölgun atvinnutækifæra á
Norður landi. Í verkefninu, sem
er svokallað lausnamót þar sem
frumkvöðlaverkefni keppa sín á
milli, er lagt upp með að unnið
sé að sjálfbærri nýtingu auðlinda
eins og vatns og orku á svæðinu
til matvælaframleiðslu.
Markmiðið er einnig að
draga fram í sviðsljósið öflugt
frumkvöðlastarf á svæðinu og tengja
saman frumkvöðla í dreifbýli og
þéttbýli á Íslandi. Áður hefur sams
konar lausnamót verið haldið á
Suðurlandi, Hacking Suðurland,
þar sem verkefni um frumuræktun
ávaxta bar sigur úr býtum. Stefnan
er svo sett á sambærilegt lausnamót
í öðrum landshlutum.
Stafrænt lausnamót
Hægt er að skrá sig til þátttöku alveg
þangað til lausnamótið hefst þann
15. apríl, en það má gera í gegnum
vefinn Hugmyndaþorp (eða slóðinni
hackinghekla.is) en í gegnum þann
vettvang fer lausnamótið líka að
mestu fram – meðal annars til að
tryggja að allir áhugasamir um allt
Norðurland geti tekið þátt.
„Viðburðurinn hefst með
opnunar viðburði og vefstofu þar
sem rætt verður um þau tækifæri
sem felast í auðlindum svæðis
ins. Föstudaginn 16. apríl hefst
svo lausnamótið sjálft sem stend
ur í 48 klukkustundir í gegnum
Hugmyndaþorp, sem er stafrænn
vettvangur til samsköpunar, þróað
ur af sprotafyrirtækinu Austan
mána í samstarfi við Hacking
Hekla. Sam starfs teymi Hacking
Norðurland mun ferðast á milli
frumkvöðlasetra á svæðinu meðan
á lausnamótinu stendur og geta
þátttakendur nærri þeim setrum
nýtt sér möguleikann á því að
vinna að hugmyndum sínum þar.
Útkoman úr lausnamótinu getur
verið stafræn lausn, vara, þjónusta,
verkefni, hugbúnaður, vélbúnað
ur eða markaðsherferð. Hacking
Norðurland lýkur sunnudaginn 18.
apríl með lokaviðburði þar sem
dómnefnd velur þrjú bestu verk
efnin sem hljóta peningaverðlaun
auk aukavinninga,“ segir Svava
Björk Ólafsdóttir, verkefnastjóri
og stofnandi Hacking Hekla.
Hvað eigum við að
gera við vöggugjöfina?
Um samstarfsverkefni er að ræða eft
irfarandi aðila: Hacking Hekla, Eims,
Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi
vestra, Samtaka sveitar félaga á
Norðurlandi eystra, Nýsköpunar í
Norðri og Nordic Food in Tourism.
Verkefnið er styrkt af Íslandsbanka.
Sesselía Barðdal, framkvæmda
stjóri Eims, hvetur áhugasama frum
kvöðla til þátttöku. „Matur, orka og
vatn eru lykillinn að sjálfbærni og
við fengum þessar mögnuðu auð
lindir í vöggugjöf hér á Norðurlandi.
Hvað svo – hvað ætlum við að gera
til að mæta framtíðinni? Við viljum
kanna einmitt það á lausnamótinu
Hacking Norðurland og hlökkum
til að fá sem flesta með okkur í lið
yfir helgina,“ segir hún. /smh
SÁÐVARA SS 2021
Sáðvörulista SS 2021 má finna
inn á www.buvorur.is
Grasfræ
Grænfóður
Bygg
Hafrar
Litur Listaverð án vsk. Magn á bretti
Hvítt / Grænt 11.290 kr 15
Svart 11.060 kr 15
Rúlluplast Tenospin | 750mm x 25µm x 1500m
Litur Listaverð án vsk. Magn á bretti
Hvítt - ÁN KASSA* 12.590 kr 15
Rúlluplast Tenospin | 750mm x 25µm x 1700m
Verð eru gefin upp án vsk og með fyrirvara um prentvillur
Litur Listaverð án vsk. Magn á bretti
Hvítt - 1900 m 12.990 kr 15
Grænt - 2400 m - ÁN KASSA* 16.300 kr 15
Rúlluplast Tenoplus | 750mm x 21µm x 1900m / 2400 m
Undirplast, net og garn Stærð Listaverð án vsk.
TrioBale Compressor undirplast 1400 x 0,020 x 1800 m 27.527 kr
TrioBale Compressor undirplast* 1400 x 0,017 x 2200 m 30.490 kr
Westfalia net 123 x 3000 m 24.200 kr
Westfalia net 130 x 3000 m 24.400 kr
Cobra Miljö rúllugarn - 3.000 kr
Cobra Wire stórbaggagarn - 4.100 kr
RÚLLUPLAST 2021
*Takmarkað magn
Fosshálsi 1, Reykjavík - 575-6071 | Ormsvelli 4, Hvolsvelli - 575-6099
Búvörur SS | www.buvorur.isBændablaðiðSmáauglýsingar
56-30-300
Matvælaframleiðsla – Hacking Norðurland:
Virkjun sköpunarkraftana til
sjálfbærrar nýtingar auðlinda