Bændablaðið - 25.03.2021, Page 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 2021 25
var að safna gögnum um hreyf-
ingu íslenska hestsins að Hólum í
Hjaltadal. Þar var hópurinn í boði
Hólaskóla og Sigríðar Björnsdóttur,
sérgreinalæknis íslenska hestsins.
Mér finnst mikilvægt að íslenskir
dýralæknar séu með í því að starfa
að rannsóknum er varða heilbrigði
íslenska hestsins. Þetta er jú okkar
hestakyn og við erum upprunaland
þess.
Íslenski hesturinn er fjöregg
sem við eigum að varðveita og
vera landið sem fólk leitar alltaf til
varðandi hestinn. Við finnum þenn-
an hest okkar mjög víða orðið og
eðlilega hafa aðrar þjóðir skoðun á
hestinum og vilja taka þátt í að efla
hans framgang og varðveita heilsu
og eiginleika.
Á þessum tímapunkti sá ég tæki-
færi til þess að fá að nýta mér hluta af
þeim gögnum sem unnin voru á þess-
um tíma til að skrifa tvær fræðigrein-
ar og fékk ég styrk til þess. Í fram-
haldinu settumst við Sigríður niður
og sáum fljótt að þarna var mikill
efniviður og ekki bara úr þessum
gögnum heldur möguleiki á að vinna
dýpra með hugmyndir okkar. Okkur
langaði að vinna þetta sem mest út
frá Íslandi og þar sem Sigríður var
að taka við gestaprófessorsstöðu við
Hvanneyri þá fannst okkur kjörið að
kanna þann möguleika.
Það var unnin mikil undirbún-
ingsvinna og á þar Sigríður mikinn
hluta þar sem hún brennur fyrir
þessu verkefni jafn mikið og ég.
Einnig er mjög mikils virði að fá
vísindahópinn frá Uppsala í lið með
okkur. Þetta er líka í fyrsta skipt-
ið sem íslenskur dýralæknir vinn-
ur doktorsverkefni frá íslenskum
háskóla þannig að þetta er verðmætt
fyrir okkur og áhugavert.“
-Verkefnið þitt felst í því að meta
ávinning hlutlægra mælinga á helti
samanborið við hefðbundna sjón-
ræna heltigreiningu í þeim tilgangi
að auka heilbrigði, einingu og vel-
ferð íslenska hestsins. Enn fremur
að bæta þekkingu á áhrifum heltis
á hreyfimynstur og ganglag íslenska
hestsins og bæta þannig aðferðir við
sjónrænt mat á helti. Á mannamáli,
hvað þýðir þetta?
„Íslenski hesturinn býr yfir fimm
gangtegundum. Hann er smærri en
mörg hestakyn og hann hefur styttri
skreflengd. Hann er harður af sér og
kvartar seint. Vandamál sem tengjast
helti, eða stoðkerfinu hreinlega, sér-
staklega ef einkenni eru væg, geta
því verið lengi að malla og kannski
ekki uppgötvuð fyrr en vandamálið
er orðið stærra og alvarlegra. Væga
tegund af helti er oft erfitt að meta
sjónrænt, þ.e. að horfa á hestinn
hreyfa sig og sjá hvort hann sé haltur
eða ekki. Helti er jafnframt stundum
ruglað saman við annað, s.s misstyrk
eða hreinlega eðlilegt ósamræmi í
hreyfingum. Afar fá hross eru með
fullkomið samræmi í hreyfingu.
Síðustu árin hafa rannsóknir á
sviði hlutlægrar greiningar á helti
aukist mikið. Hlutlæg heltisgreining
gengur út á það að mæla með þráð-
lausum nemum sem staðsettir eru á
líkama hestsins, hreyfingu hestsins
í hverju skrefi. Þessa þætti er ég
að fara að skoða, bæði hreyfingar
heilbrigðra hesta og svo hreyfingar
þeirra sem eru haltir og koma til mín
sem sjúklingar.
Von mín er sú að með þessari
doktorsvinnu takist okkur að kort-
leggja vissa þætti í hreyfingu íslenska
hestsins sem breytast þegar hesturinn
er haltur. Þetta á því að nýtast okkur í
framtíðinni þegar við erum að vinna
með þætti eins og helti og hvernig
hesturinn breytir hreyfingunni sam-
fara því,“ segir Helga.
Að fá að eyða tíma með þeim
sem mér þykir vænt um
– Svona að lokum, hver er helstu
áhugamál þín og hvað gerir þú til
að tæma hugann og gera eitthvað
allt annað en þú gerir dags daglega?
„Helstu áhugamál mín eru, fyrir
utan starfið mitt, að fá að eyða tíma
með þeim sem mér þykir vænt um. Ég
kann alltaf að meta það betur og betur.
Ég hef gaman af því að lesa, fara í
leikhús og út að borða. Svo er ég alltaf
að vinna í því að reyna að gera ekki
neitt stundum og hvíla mig hreinlega.
– Og allra síðasta spurningin.
Vorið og sumarið, hvernig leggst það
í þig? Er eitthvað sérstakt á dagskrá,
eitthvað skemmtilegt, sem þú stefnir
á að gera?
„Já, vorið og sumarið leggjast vel
í mig, ég vona að kófið fari aðeins
að sleppa af okkur hendinni og leyfi
aðeins frelsi þegar sólin hækkar. Ég
er að fara að ferma eldri drenginn
minn í vor og þá kemur fjölskyldan
hingað norður og eyðir góðum tíma
saman.“ /MHH
Bústólpi ehf - fóður og áburður • Oddeyrartanga • 600 Akureyri
bustolpi@bustolpi.is • Sími 460 3350 • www.bustolpi.is
KRAFTBLANDA
Inniheldur Effekt Midi Island steinefnablöndu
KRAFTBLANDA-30
• 30% fiskimjöl
• Óerfðabreytt hráefni
• Lífrænt selen
KRAFTBLANDA-15
• 15% fiskimjöl
• Óerfðabreytt hráefni
• Lífrænt selen
RAFBYLGJUMÆLINGAR
OG VARNIR!
Kem á staðinn og framkvæmi
fyrstu mælingu ókeypis.
Uppl. gefa Garðar Bergendal
í síma 892-3341 og
Rósa Björk Árnadóttir í síma 776-7605.
Leitið upplýsinga á www.gardar.info
Garðar byrjaði að mæla rafbylgjur sem kom úr
tenglum, tölvum, farsímum og ljósum. Allar þessar
bylgjur hafa áhrif á fólk og skepnur og geta valdið
ýmsum kvillum, svo sem:
Lamba- og ærdauði gæti verið út af rafmagni
‒ Mígreni
‒ Höfuðverk
‒ Svefntruflunum
‒ Vöðvabólgu
‒ Exemi
‒ Þurrk í húð vegna
tölvu
‒ Fótverkjum
‒ Júgurbólgu
‒ Myglusvepp
‒ Skepnudauða
‒ Fósturskaða í dýrum
Helga segist stundum líka hafa tíma til að vera hestakona, samhliða starfi
sínu. Þarna vann hún bikar á litlu kvennamóti hjá Létti á Akureyri. Hesturinn
heitir Geisli frá Akureyri og er í eigu góðrar vinkonu hennar. Geisli er henni
mjög kær því hryssan sem hann er undan slasaðist illa þegar hún var ung.
Helga átti þátt í að koma henni til þeirrar heilsu að vera ræktunarhryssa og
Geisli er fyrsta folaldið sem var undan henni.
Í Evrópu er töluverður fjöldi asna haldnir sem gæludýr. Þeir eru mjög krefjandi
sjúklingar og hafa sannarlega sína skoðun á hlutunum. Þarna er Helga að
skoða asna sem kom inn til þeirra á hestaspítalann í Ghent.
Helga vann í afleysingum á hestaspítala í Osló, Noregi sem heitir Bjerke. Á
þessari mynd er hún að gera hrossasóttaruppskurð á Fjord-hesti sem kom
inn til spítalans um miðja nótt. Hann var með snúning á víðgirni og stíflu í
smáþörmum. Hesturinn náði sér að fullu.