Bændablaðið - 25.03.2021, Side 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 202134
LÍF&STARF
Móðir Jörð í Vallanesi á Fljótsdalshéraði fagnar 25 ára afmæli lífrænnar vottunar:
Orkuskipti við kornþurrkunina
í Vallanesi næstkomandi haust
– Nýr vefur hefur nýlega verið tekinn í gagnið til að geta þjónað heimamarkaði betur
Einn atkvæðamesti framleið-
andi á lífrænt vottaðri matvöru á
Íslandi er Móðir Jörð í Vallanesi
á Fljótsdalshéraði, sem fagnar um
þessar mundir að 25 ár eru frá því
að framleiðsla þeirra og land fékk
lífræna vottun.
Hjónin Eymundur Magnússon
og Eygló Björk Ólafsdóttir standa
saman að búrekstrinum í Vallanesi
og starfsemi Móður Jarðar.
Eymundur hóf búskap þar árið 1979,
fyrst í kúabúskap en síðar grænmet-
is- og kornrækt. Móðir Jörð sem
vörumerki verður til í kringum árið
1990 og fyrstu vörurnar verða til.
Eygló kemur svo að Vallanesi árið
2009 en hún er viðskiptafræðing-
ur að mennt. Með sinn áhuga á
matargerð og reynslu af markaðs-
málum hefur umfang vörulínunnar
stækkað og ásýnd Móður Jarðar
tekið töluverðum breytingum með
tilkomu hennar, en þau hjónin hafa
bæði brennandi áhuga á nýsköpun.
Eygló hefur verið virk í starfi Slow
Food-hreyfingarinnar á Íslandi og er
formaður VOR, félags framleiðenda
í lífrænum landbúnaði.
Móðir Jörð virðist í stöðugri
sókn, stöðugt er unnið að vöruþró-
un og ferðaþjónusta er þar vaxandi.
Þau ætla sér að nýta afurðir úr eigin
skógrækt til knýja kornþurrkun sína
í framtíðinni og hafa nýlega opnað
nýjan vef, www.modirjord.is.
Fyrsta vottunin í nafni
Soil Association
Að sögn Eymundar knúðu nokkrir
frumkvöðlar í lífrænni framleiðslu
á sínum tíma á um að lagður
var grunnur að vottunarkerfi á
Íslandi .„Upphaflega var vottunin
frá Soil Association í Bretlandi.
Vottunarstofan Tún var stofnuð
1994, en fyrsta vottunarskírteinið
fyrir Vallanes var gefið út árið 1995
í nafni Soil Association. Íslensk
löggjöf tók síðan gildi árið 1997.
Móðir Jörð verður hins vegar til sem
vörumerki um 1990 og þótti mjög
sérstakt á þeim tíma að bændur væru
með sitt eigið vörumerki. Vörur frá
Móður Jörð hafa nú verið í dreifingu
í verslunum á Íslandi í rúm 30 ár
og er vörumerkið sýnilegt í öllum
helstu matvöruverslunum,“ segir
Eymundur.
Fullunnar vörur frá 2004
Í dag er Móðir Jörð líklega einkum
þekkt af vörunum, en framan af
var kornrækt og kartöfluræktun
megin uppistaðan í starfsemi
Móður Jarðar. Eymundur segir að
sú þróun að búa til fullunnar vörur
hafi orðið til árið 2004, til að koma
grundvelli undir heilsársstarfsemi.
Þá hafi hann þróað fyrst tilbúin
grænmetisbuff sem njóta að hans
sögn mikilla vinsælda. „Buffin
innihalda allt að 98 prósent hrá-
efni úr eigin ræktun. Hnetusteik er
ný vara frá okkur í sömu línu og
hefur fengið mjög góðar viðtökur,“
segir hann. Nýtt skeið í vöruþróun
hófst þegar Eygló kom til liðs við
Móður Jörð um 2009 í kjölfar
hrunsins. Þá var lag að kynna ís-
lenskar vörur til leiks og hafist var
handa við að þróa fleiri vörur úr
grænmeti, m.a. sultað grænmeti s.s.
Rauðrófugló, auk þess sem stór lína
af súrkáli byrjaði að fæðast. Móðir
Jörð varð fyrst framleiðenda til að
kynna Íslendingum ferskt súrkál
og annað sýrt grænmeti og telur
vörulínan nú 10 uppskriftir. Við
höfum auk þess lagt áherslu á að
þróa vörur og lausnir úr byggi, bæði
sem almenna neysluvöru og einnig
sem matarminjagripi.
„Markmiðið er að rækta grunn-
hráefnið sjálf og nýta sem mest
það land sem við höfum til umráða
og fullvinna hvað það hráefni sem
okkur þykir vera skynsamlegt að
rækta eða nýta. Þegar við búum ekki
sjálf yfir því hráefni, sem vissulega
kemur fyrir, þá leitumst við eftir
að kaupa það frá öðrum íslenskum
framleiðendum með lífræna vottun.
Við sjáum vel fyrir okkur að geta
keypt lífrænt vottað korn og græn-
meti af öðrum ræktendum á Íslandi
en við erum enn sem komið er þau
einu á landinu með vottaða ræktun
á korni til manneldis.“
Asparhúsið hýsir grænkera-
veitingastað
Eygló segir að viss tímamót hafi
orðið í búrekstrinum í Vallanesi
árrið 2017, þegar þau opnuðu
verslun og veitingastað sem þau
nefna Asparhúsið. „Það er byggt úr
ösp, heimafengnu timbri, en þeim var
plantað í Vallanesi 1986. Þar bjóðum
við upp á grænmetisrétti úr íslensku
hráefni, hollan mat úr því ferskasta
hverju sinni og í takt við árstíðirnar.
Við notum mikið bygg og þetta hús
gegnir því miklu hlutverki að kenna
fólki að nota bygg sem er frábært og
hollt heilkorn en það má töfra girni-
lega rétti úr því með einföldum hætti.
Hér getur fólk líka keypt ferskt græn-
meti en við setjum líka upp markaði
af og til yfir sumartímann,“ segir
Eygló.
Nýjar húðvörur í þróun
Með vaxandi umfangi í Vallanesi
og aukinni framleiðslu hefur þrengt
að starfsaðstöðunni jafnt og þétt.
Því hefur verið ráðist í að gera upp
gamla fjósið á bænum, að sögn
Eyglóar, til að auka vinnslurýmið
og bæta geymsluskilyrði fyrir ferskt
grænmeti. Þetta gerir að verkum að
hráefnið nýtist betur og við getum
átt hráefni í framleiðsluvörur okkar
lengur fram á vetur. Auk þess fáum
við betri aðstöðu fyrir vinnslu á olíu
og jurtum sem bera munu með sér
nýjungar á vormánuðum. Við höfum
ræktað repju til olíugerðar í nokkur
ár og nýtur hún vaxandi vinsælda og
margir matreiðslumenn hafa tekið
ástfóstri við hana. Við hyggjumst
vinna meira úr repjunni og erum
t.a.m. að kynna tvær húðolíur til leiks
á næstu vikum en olían hefur mikla
kosti, bæði í snyrtivörur auk þess að
vera góð alhliða matarolía. Nuddolía
var reyndar fyrsta framleiðsluvara
Móður Jarðar á níunda áratugnum
og Lífolía er þeirra þekktust,“ segir
Eygló.
Vaxandi ferðaþjónusta
„Aðsóknin í Asparhúsið hefur
verið vaxandi á þeim fjórum árum
sem nú eru liðin frá opnun þess en
Íslendingar hafa verið okkar stærsti
kúnnahópur, við erum að fá í kringum
átta þúsund gesti á ári. Við höfum
einnig verið vel kynnt í Frakklandi og
Þýskalandi þar sem býlið hefur ratað
inn í mikilvægar ferðahandbækur. Á
framleiðslustað er eðlilegt að bjóða
upp á ýmsar sérvörur og allt það fers-
kasta auk vara sem ekki eru komnar
í almenna dreifingu. Nú færum við
þetta framboð á vefinn en við sjáum
að við getum þjónað heimamarkaði
betur með aðgengi að sérvörum og
jafnvel í fersku grænmeti þar sem
hefð er komin fyrir því að bjóða
kassa með ferskustu uppskerunni á
hverjum tíma sumar og haust,“ segir
Eygló og vísar þar til þess að nýlega
var tekinn nýr vefur Móður Jarðar
í gagnið.
„En vissulega er markmiðið að
stækka markaðssvæðið og til að
auðvelda útflutning verður vefurinn
jafnframt á ensku. Margir erlend-
ir ferðamenn sem hafa heimsótt
Asparhúsið hafa pantað vörur þegar
heim er komið. Eftirspurnin er því
greinilega til staðar.“
Stefna árlega á 100
tonna kornrækt
Kornræktin í Vallanesi er nokkuð um-
fangsmikil og er eingöngu til mann-
eldis. Eymundur segir að þau rækti
aðallega bygg og af og til hveiti. „Við
höfum komið okkur upp línu af byggi
í mörgum útgáfum; Bankabygg,
byggmjöl, byggflögur og Perlubygg
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.lci.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
ZETOR
VARAHLUTIR
Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir í fallegum kornakri í Vallanesi. Myndir / Móðir Jörð
Móðir Jörð hóf framleiðslu á súrkáli
árið 2012 og byggir línuna á græn-
meti úr eigin ræktun.
Í Asparhúsinu er boðið upp á
grænmetisfæði úr íslensku hráefni.
Asparhúsið er byggt
úr ösp og stendur í
hjarta býlisins.