Bændablaðið - 25.03.2021, Qupperneq 36

Bændablaðið - 25.03.2021, Qupperneq 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 202136 LÍF&STARF Ljósmyndaklúbburinn Blik: Kötlu-íshellirinn í Mýrdalsjökli eitt af undrum veraldar Ljósmyndaklúbburinn Blik fór í helgarferð til Víkur í Mýrdal dagana 5.–7. mars síðastliðinn til að sjá og skoða Kötlu-íshellinn í Mýrdalsjökli. Ákveðið var að njóta liðsinnis Southcoast Adventure til fararinnar enda þeir með reglulegar ferðir inn að Kötlujökli. Fór hópurinn á tveimur vel útbúnum fjallabílum sem út af fyrir sig er hreint ævintýri. Þegar komið var inn eftir dreifðu fararstjórarn­ ir, sem jafnframt voru ökumenn­ irnir, mannbrodd­ um og hjálmum til allra, enda hluti af öryggisbúnaði sem til þarf við heim­ sóknir í íshella og jökla. Þægileg aðkoma Veðrið var ein stak­ lega milt og smá þokusuddi til að byrja með en rofaði til fljót­ lega eftir að komið var í hellinn og varð eins og best var á kosið. Um 10 mínútna gangur er frá bílastæðinu að hell­ inum og frekar þægileg ganga fyrir alla sem yfir höfuð geta gengið. Í she l l i r inn í Kötlujökli hefur mynd­ ast undan far in ár mest af leysingarvatni og yfirborðs bráðnun í jökl­ inum, mismikið vatn rennur um hellinn og fer það eftir árstíma hvort sé fært inn í hellinn eða ekki. Þessa helgi var mjög lítið vatn á ferðinni og auðvelt að skoða sig um í hellinum og taka myndir, sem var tilgangur ferðarinnar fyrst og fremst. Hellis opið er frekar stórt, um 25 til 30 metrar, og dvöld um við þarna á annan tíma við mynda­ tök ur eða þar til næsti hópur mætti á svæðið, þá var genginn smáspölur suður fyrir íshellinn að ísdal sem þar hefur myndast undanfarin ár. Þar var okkur bent á hvernig íshellar mynd­ ast. þetta svæði er í jaðri gígs eins öflugasta eldfjalls landsins, Kötlu, og er svæðið hálfgerð paradís ljós­ myndarans, endalausar ísmyndanir alls staðar í kring hvert sem litið var og myndefni óþrjótandi. Eitt af undrum veraldar Íshellirinn í Kötlujökli er breytilegur frá degi til dags, en er alltaf mögnuð sýn, eiginlega eitt af undrum ver­ aldar. Katla, sem gaus síðast árið 1918, og ummerki á svæðinu bera með sér hrikalegar hamfarir sem gosið olli. Leiðsögumennirnir út­ skýrðu fyrir okkur hvernig landið breyttist í þessum hamförum. Einstaklega skemmtileg og fróðleg ferð, sem vakti löngun hjá okkur öllum um fleiri ferðir til að fræðast enn meir um okkar yndislega og stór­ brotna land. Svæðið í kringum Vík var svo skoðað og myndað, meðal annars Hjörleifshöfði, Reynisfjall, Reynisfjaran, Dyr hóla ey og víðar. Stefnan er að fara í fleiri ferðir út á land, bæði dagsferðir og helg­ arferðir. Við hvetjum þá sem hafa áhuga á að vera með okkur í Ljósmynda­ klúbbnum Blik að hafa samband við klúbbinn á blik.is eða Sólveigu Stolzenwald í síma 863 7273 og fá frekari upplýsingar. /KSW Hópur Blikafélaga í Kötlu-íshellinum í byrjun mars. Myndir / Kristín Snorradóttir Waagfjörð Átján verkefni fá styrki úr Samfélagssjóði Fljótsdals Samfélagssjóður Fljótsdals var formlega stofnaður í apríl árið 2020 með veglegu fjárframlagi frá Fljótsdalshreppi. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styrkja fjárhagslega verk­ efni á sviði atvinnu, nýsköpunar, umhverfis, velferðar og menningar sem stuðli að jákvæðri samfélags­ þróun og/eða eflingu atvinnulífs í Fljótsdal. Einstaklingar, félög og aðrir lög­ aðilar geta fengið styrki úr sjóðnum óháð búsetu enda uppfylli verkefni sem óskað er eftir að verði styrkt skilyrði sem fram koma í markmið­ um sjóðsins og skilyrði úthlutunar­ reglna sem stjórn skal setja sjóðnum. Stjórn sjóðsins ákveður styrki til einstakra verkefna og hvernig þeir greiðast til styrkþega. Stjórn Samfélagssjóðsins aug­ lýsti eftir umsóknum um styrki eftir miðjan janúar og bárust alls 30 umsóknir. Heildarkostnaður verk­ efna var 75 milljónir kr. og sótt um 35 milljónir kr. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að veita styrki til alls 18 verkefna að upphæð 12.800.000 kr. Samfélagssjóður Fljótsdals styrkþegar 2021 1.700.000 Framleiðslulína fyrir flettingu á trjábolum Skógarafurðir ehf. 1.700.000 Tilraun varðandi útfærslu Coanda inntaks fyrir litlar virkjanir. Sveinn Ingimarsson 1.300.000 Sauðagull – Vinnuaðstaða Sauðagull Ann-Marie Schultz 1.000.000 Heimasíða Helga Hall Heiðveig Agnes Helgadóttir 850.000 Vetraruppbygging ferðaþjónustu Óbyggðasetrið ehf – Steingrímur Karls. 850.000 Lambi – Landbúnaðartengdur iðnaðarklasi í Fljótsdal Óstofnað félag – Einar Sveinn Friðriksson 800.000 Fjallahjól Sólrún Júlía Hjartardóttir 700.000 Náttúruskólinn – Útipúkar og píslir Umf. Þristur 600.000 Sauðagull – Markaðssetning Sauðagull Ann Marie Schultz 600.000 Könglar Dagrún Drótt Valgarðsdóttir og Emma Charlotta Ärmänen 500.000 Viðarkynntur hitari fyrir baðtunnu G. J. Smíði ehf – Guðni Jónsson 500.000 Vöruhönnun á buxnasniði fyrir börn með sérþarfir Saumadraumur slf. Halla Auðunardóttir 300.000 Fjársjóðsleit fyrir fjölskyldur Gunnarsstofnun f.h. Upphéraðsklasinn 300.000 Charma ull úr Fljótsdal Emma Charlotta Ärmänen 300.000 Hlutir úr bræddu plasti Jónas Bragi Hallgrímsson 300.000 Framleiðsluáhöld úr íslenskum skógarafurðum Aðalbjörg Ósk Guðmundsdóttir 300.000 Skinnaverkun Jósef Valgarð Þorvaldsson 200.000 Stafræn ganga til Gautavíkur Gunnarsstofnun – Skúli Björn Gunnars. Styrkþegar við úthlutunarathöfn fór fram í Óbyggðasetrinu 18. mars 2021. Mynd / Friðrik Indriðason Fögur framtíð í Fljótsdal er sam- félagsverkefni sem stofnað var til með samfélagsþingi árið 2019. Eitt af áhersluverkefnum eftir það þing var að stofna verkefna- sjóð til stuðnings nýsköpunar, menningar og atvinnuskap- andi verkefnum í Fljótsdal og ber nú nafnið Samfélagssjóður Fljótsdals. Fljótsdalur er einstakur. Landslag er fjölbreytt og stórbrot­ ið með fögrum fossum á borð við Hengifoss, Strútsfoss, Slæðufoss auk fossaröðum í Jökulsá og Kelduá svo eitthvað sé nefnt, klettabeltum og Tröllkonuhlaupi, viðurkenndu Ramsar votlendi á borð við Eyjabakka og Snæfellsnes, austurgátt Vatnajökulsþjóðgarðs. Blómlegt ræktarland og skógi vaxnar hlíðar einkenna líka dalinn sem gefa af sér einstakar afurð­ ir; fóður, matvæli og bygginga r­ efnivið. Helstu atvinnugreinar Fljótsdals eru ferðaþjónusta en tugþúsundir ferðamanna og útivistarfólks heim­ sækja dalinn á hverju ári. Ýmis fyrirtæki þjónusta ferðamanninn, s.s. Snæfellsstofa, Skriðuklaustur, Klausturkaffi, Hengifoss guest­ house, Óbyggðasetrið og Laugafell, svo einhver séu nefnd. Iðnaður skipar stóran sess en Fljótsdalsstöð Landsvirkjunar er einn fjölmennasti vinnustaðurinn í Fljótsdal. Sauðfjárrækt er megin­ grein landbúnaðar. Dilka kjötið er rómað fyrir einstakt skógarbragð en auk þess eru unnar afurðir úr sauðamjólk. Fljóts dalurinn er vel þekkt skógræktarsvæði og afurð­ ir eftirsókna r verðar, s.s. jóla­ tré, húspanill, pallaefni, parket, girðinga staurar og stikur. Fögur framtíð í Fljótsdal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.