Bændablaðið - 25.03.2021, Qupperneq 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 2021 43
Í Bændablaðinu þann 11. mars
sl. var fjallað um skýrslu dr.
Hólmfríðar Sveinsdóttur um til-
raunaverkefni um heima slátrun
haustið 2020. Markmið verk-
efnisins var að leita leiða til þess
að auðvelda bændum að slátra
sauðfé heima til markaðssetningar
þannig að uppfyllt væru skilyrði
regluverks um matvælaöryggi
og gætt væri að dýravelferð og
dýraheilbrigði. Lagt var upp með
að afurðir af gripum sem slátrað
væri í tilraunaverkefninu færu
ekki á markað.
Undirrituð telja nauðsynlegt að
rýna nánar í skýrsluna og skoða
hvernig tekist hefði að uppfylla sett
skilyrði.
Alls tóku 25 bæir þátt í verkefn-
inu. Á 11 bæjum fór heilbrigðis-
skoðun dýralækna fram á staðnum
en á 14 bæjum með rafrænum hætti.
Í athugasemdum dýralækna vegna
heilbrigðisskoðunar kom í ljós að
bæði var verulegur skortur á þekk-
ingu bænda varðandi framkvæmd
verkefnisins og að meiri þekkingar
er þörf, bæði um aðbúnað og vinnu-
brögð. Sama gildir um þekkingu á
reglugerð nr. 856/2016 um lítil mat-
vælafyrirtæki og hefðbundin mat-
væli en markmið reglugerðarinnar er
að auðvelda sláturhúsum og litlum
matvælafyrirtækjum að uppfylla
kröfur í hollustuhátta- og eftirlits-
reglugerðum. Ekki kemur fram í
skýrslunni hvers vegna þátttakendur
höfðu ekki kynnt sér reglugerðina.
Einnig kemur fram að skortur hafi
verið á lágmarks hreinlætisaðstöðu í
nokkrum tilfellum og einnig er bent
á hættu af jarðvegsmengun (lister-
íu). Aðrar sjúkdómsvaldandi örverur
eins og E. coli (STEC), Salmonella
og Clostridium geta borist með kjöt-
afurðum í fólk. Því miður bendir allt
til að E. coli (STEC) bakterían sé
hluti af örveruflóru íslenskra naut-
gripa og sauðfjár og því full ástæða
til að vanda vinnubrögð í slátrun og
kjötvinnslu.
Í niðurstöðum dýralækna kemur
fram að ekki náðist að ljúka
heilbrigðis skoðun á fullnægjandi
hátt með rafrænni heilbrigðisskoðun
á neinum bæ. Helstu ástæður voru
að dýralæknir taldi að ekki væri
hægt að fullvissa sig um fullnægj-
andi skoðun á eitlum. Einnig hafi
verið erfitt að meta hvort hreinlæti
við meðferð afurða hefði verið gætt,
þar sem myndskeið og myndir hafi
ekki verið af þeim gæðum að hægt
væri að meta t.d. hár á skrokkum.
Að meðaltali tók það dýralækninn
rúmlega hálftíma á lamb að fram-
kvæma rafræna heilbrigðisskoðun
og rita skýrslu. Því má ljóst vera að
þessi aðferð við heilbrigðisskoðun
gekk ekki upp og er vonandi út úr
myndinni. Það var sjálfsagt að reyna
hana, en niðurstaðan kemur ekki á
óvart.
Hvað varðar velferð sláturdýra þá
voru sumir bændur ekki meðvitaðir
um það stress sem getur skapast hjá
dýrum þegar þeim er lógað. Einnig
hafi verið erfitt að dæma af myndum
eða myndskeiðum hvort deyfing var
nægjanleg við blóðgun þar sem erfitt
reyndist að greina viðbrögð í auga
(Corneal-reflex) eða andardrátt.
Ekki kemur fram hvort velferð hafi
verið sinnt og þá hvernig.
Annað
Ekki kom fram í skýrslunni, hvernig
staðið var að förgun úrgangs og
áhættuvefja. Mikilvægt er að rétt sé
að þessu staðið þótt kostnaður geti
verið umtalsverður.
Dýralæknar höfðu ekki eftirlit
með sýnatökum eða kælingu á kjöti.
Lagafyrirmæli
Greinarhöfundar hafa áður fjallað
um heimaslátrun, td. í Bbl. 1. nóv.
2018, en þar er m.a. fjallað um lög
og reglur sem um þetta gilda og þær
fjölmörgu hættur sem neytendum
getur stafað af því að kaupa heima-
slátrað kjöt á frjálsum markaði. Það
hefur alltaf verið skoðun undirrit-
aðra að lagafyrirmæli séu afar skýr
og heimild til heimaslátrunar mjög
þröng, sbr. lok 5. greinar laga um
slátrun nr. 96/1997. Aðeins eigandi
lögbýlis má slátra sínu eigin búfé
heima á sjálfu lögbýlinu og afurð-
anna má aðeins neyta á bænum. Það
sé því óheimilt að selja þessar afurðir
eða dreifa þeim á annan hátt frá lög-
býlinu, svo sem til gjafa, vinnslu,
söltunar eða frystingar.
Að því tilskildu að dýravelferð
sé í heiðri höfð, förgun úrgangs sé
með löglegum hætti og afurðanna
sé einungis neytt heima á bænum er
ekkert við heimaslátrun að athuga.
Aðrir og betri möguleikar
í stöðunni
Rétt er í þessu sambandi að vekja
sérstaka athygli á áðurnefndri reglu-
gerð nr. 856/2016. Reglu gerðin var
sett með stoð í þremur lögum, um
matvæli, um dýrasjúkdóma og um
velferð dýra og einnig eru ákvæðin
í samræmi við Evrópureglugerðir
þar að lútandi, enda gildir sama
matvælalöggjöf á öllu EES svæð-
inu. Markmið með setningu reglu-
gerðarinnar var m.a. að auðvelda
bændum að koma sér upp litlum
sláturhúsum og matvælafyrir-
tækjum, þar sem hvergi væri slegið
af lágmarks kröfum um dýravelferð,
matvælaöryggi, neytendavernd og
förgun úrgangs.
Þótt góður vilji sé hjá sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra til að
styðja við sauðfjárbændur í erfiðri
fjárhagsstöðu þeirra, gæti verið
heillavænlegra að styðja við upp-
byggingu og rekstur lítilla sláturhúsa
sem uppfylltu ofangreinda reglu-
gerð, sbr. sláturhúsið í Borgarnesi
og í Seglbúðum í Skaftárhreppi.
Flutningar sláturfjár yrðu styttri og
bændur gætu sjálfir unnið við slík
hús. Þónokkrir bændur hafa komið
sér upp viðurkenndri vinnsluað-
stöðu, fá sitt kjöt til baka frá viður-
kenndu sláturhúsi og vinna úr þeim
afurðir til sölu beint frá býli.
Heimaslátrun getur líka verið
óæskileg út frá markaðssjónar-
miðum, samanber framsýna yfir-
lýsingu þv. framkvæmdastjóra LS
sem birtist í grein um þetta efni í
Bændablaðinu 16. okt. 2001:
„Landssamtök sauðfjár
bænda taka undir með yfirdýra
læknisembættinu og vilja einnig
benda á það að heimaslátrun getur
aldrei uppfyllt sömu kröfur og eftirlit
með sláturafurðum eins og tíðkast í
sláturhúsum. Þar að leiðandi býður
heimaslátrun uppá stóraukna hættu
á alls konar sýkingum í kjöti sem geta
haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar
fyrir kindakjötsmarkaðinn í heild
sinni. Það er ekki forsvaranlegt að
nokkrir aðilar stefni afkomu sauð
fjárbænda í hættu með slíku athæfi.
Einnig er það fé sem slátrað er
heima hvergi til á pappírum í formi
birgða eða sölu sem gerir allt eftirlit
með birgðum erfiðara og allt sölu
og markaðsstarf ómarkvissara”
Að undanförnu hefur dregið
úr sölu á kindakjöti og offramboð
er á lambakjötsmarkaðnum. Að
okkar mati mun hugsanleg sala á
heimaslátruðu kjöti ekki breyta
afkomumöguleikum greinarinnar
sem slíkrar. Möguleg matareitrun
vegna neyslu á heimaslátruðu kjöti
eða gölluð vara myndi gera erfiða
stöðu sauðfjárbænda enn verri
vegna áhrifa á sölu á öllu kinda-
kjöti.
Niðurstaða
Undirrituð telja niðurstöðu verk
efnisins þá að ekki sé nægilega
tryggð velferð dýra eða heilnæmi
afurðanna. Því hafi ekki verið
sýnt fram á raunhæfa möguleika
til markaðssetningar afurða af
heima slátruðum gripum.
Sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra kynnti nýlega Aðgerðar-
áætlun til eflingar íslensks land-
búnaðar og er það vel. Einn liður í
áætluninni var átak til að ýta undir
möguleika bænda til heimafram-
leiðslu beint frá býli.
Það er gríðarlega mikilvægt að
við útfærslu þessa átaks sé hvergi
slegið af lágmarkskröfum um dýra-
velferð, matvælaöryggi og neytenda-
vernd. Neytendur og skattgreiðendur
eiga rétt á að fjármunir sem eyrna-
merktir eru þessu verkefni séu nýttir
samkvæmt þessum kröfum.
Halldór Runólfsson, fv. yfir
dýralæknir og skrifstofustjóri
landbúnaðar
og matvælamála í atvinnuvega
og nýsköpunarráðuneytinu.
Katrín Andrésdóttir, fv. héraðs
dýralæknir, lýðheilsufræðingur
og heilbrigðisfulltrúi.
Tveggja punkta festing við dráttarvélina og hæð
stillanleg með vökvatjakk. Stillanlegur hræristútur.
Galvanisering er staðalbúnaður.
Super 3000 - 10 fet / 3,05 m djúpar kr. 1.258.000 án vsk
Super 3000 - 9 fet / 2,75 m djúpar kr. 1.210.000 án vsk
Super 4800 - dæla/hræra 9 fet / 2,75m djúp kr. 1.524.000 án vsk
20 fet / 6,1m kr. 788.000 án vsk
25 fet / 7,6 m kr. 879.000 án vsk
Haugdælur:
Hrærur:
Eigum haugdælur og
hrærur frá NC til á lager
Margverðlaunað fyrir
nýsköpun og hönnun
Norsk hönnun og framleiðsla í 65 ár.
Áratuga reynsla á Íslandi.
Getum útvegað Duun skádælur
með skömmum fyrirvara
Vesturhraun 3 // 210 Garðabær // 480 0000
Austurvegur 69 // 800 Selfoss // 480 0400
aflvelar.is // sala@aflvelar.is
SAMFÉLAGSRÝNI
Heimaslátrun, heilnæmi afurða og velferð dýra
Halldór Runólfsson. Mynd / LBR Katrín Andrésdóttir. Mynd / Sigurður Bogi
FÆRIBÖND
RYÐFRÍ
STÁLSMÍÐI
JÁRN-
SMÍÐI
fyrir allan matvælaiðnað í öllum stærðum og gerðum
Sérsmíðum
úr hágæða efnum
Hönnum og
smíðum eftir
þínum
óskum.
SÉRSMÍÐI
OG FÆRI-
BÖND
PLAST
SMÍÐI
Fyrir
matvæla-
iðnaðinn.
Hönnun,
smíði,
uppsetning
og þjónusta.
Við
sérsmíðum
lausn sem
hentar þér!
Hafðu
samband
í síma
587 1300
Miðhraun 2 • 210 Garðabær • Sími 587 1300 • kapp@kapp.is • www.kapp.is
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300