Bændablaðið - 25.03.2021, Qupperneq 44

Bændablaðið - 25.03.2021, Qupperneq 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 202144 Egg hafa lengi verið tákn vorsins og saga páskaeggja mun lengri en þeirra súkkulaðieggja sem við þekkjum í dag og gefum börnum um páskana. Víða er siður að mála hænu eða egg annarra fugla um páskana og færa ástvinum sem gjöf. Í frumkristni voru egg meðal annars tákn um að grafhýsi Krists væri autt og að frelsarinn væri upprisinn. Samkvæmt goðsögnum Austur­ kirkjunnar má rekja fyrsta páska­ eggið til þess er María Magdalena færðu konum sem sátu við graf­ hýsi Krists soðin egg til að borða en eggin urðu skyndilega skærrauð á litinn þegar Kristur var risinn. Í annarri ekki ósvipaðri goðsögn segir að María Magdalena hafi fengið áheyrn hjá Rómarkeisara til að tala við hann um upprisuna. Keisaranum þótti lítið til máls Maríu koma og sagði að það væru jafnlitlar líkur á að eggið sem hann var með í hendinni mundi breyta um lit og verða rautt og að maður risi upp frá dauða. Vantrú keisarans hvarf þó samstundis þegar eggið sem hann hélt á varð eldrautt á sama augnabliki. Í þriðju útgáfunni er það María mey sem á í hlut og þar segir að hún hafi í mildi sinni fært hermönnunum sem stóðu vörð við kross Krists egg til að metta hung­ ur þeirra en að þegar tár guðsmóð­ urinnar féllu á eggin urðu þau að marglitum dröfnum. Frjósemi og endurfæðing Sú hefð að mála egg hænsna eða annarra fugla og færa ástvinum að gjöf um páska á sér langa hefð og enn við lýði víða í Austur­ og Mið­ Evrópu. Líkt og allar hefðir er hún breytileg milli landa en hefur víða smám saman þróast í það að gefa börnum súkkulaðiegg fyllt með sæl­ gæti eða vafin í skrautlegan pappír. Einnig þekkist að eggin séu úr tré, pappa eða plasti og fyllt með góðgæti. Egg eru í kristni og mörgum öðrum trúarbrögðum tákn um frjó­ semi og eða endurfæðingu. Í frum­ kristni voru egg meðal annars tákn um að grafhýsi Krists væri autt og að frelsarinn væri upprisinn og þar sem egg voru máluð rauð táknaði liturinn blóð Krists við krossfestinguna. Þrátt fyrir kristna tengingu við páskaegg er hægt að rekja þau allt aftur til blómaskeiðs Mesapótamíu um þrjú þúsund árum fyrir upphaf okkar tímatals. Er talið að tengsl milli eggja, frjósemi og vorsins þegar fuglar verpa hafi borist þaðan til Síberíu og Austur­Evrópu og síðan gegnum Austurkirkjuna til Evrópu í kaþólsku og lútersku kirkjuna. Aðrir segja að hefðin tengist föstu vestrænnar kaþólsku á miðöldum þar sem fólk mátti ekki borða egg eftir sprengidag á föstunni fram að páskum. Meðal Gyðinga eru hvít egg hluti páskamátíðarinnar og þeim dýft harðsoðnum í saltvatn fyrir neyslu. Egg eru einnig þekkt sem hluti af trúarhefðum íslam. Afleiðing þess að bannað var að borða egg á föstunni var að egg söfn­ uðust fyrir á heimilum sem ólu hænur og til að þau geymdust betur voru þau harðsoðin. Þegar föstunni lauk á páskunum var því víða til mikið af hænueggjum og eðlilegt að þau tengd­ ust páskahaldi og páskamáltíðinni. Gull- og silfurslegin egg Hvað sem öllum tengingum við kristni varðar þá er sá siður að skreyta egg og eggjaskurn ævaforn. Í Ástralíu hafa fundist minjar um Eggið og upprisan Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is SAGA MATAR&DRYKKJA Egg páskahátíðarinnar blessuð í Póllandi. Á fimmta áratugnum var farið að setja sælgæti í páskaegg og ekki má gleyma páskaunganum sem þykir ómissandi á páskaeggið. Egg sem lituð eru rauð eru í kristni tákn um blóð Krists á krossinum. Eggið á myndinni er að finna í klaustri grísku rétttrúnaðarkirkjunnar í Aitolos á Grikklandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.