Bændablaðið - 25.03.2021, Side 52

Bændablaðið - 25.03.2021, Side 52
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 202152 Undanfarin ár hefur Ráðgjafar­ miðstöð landbúnaðarins unnið að söfnun og úrvinnslu rekstrar­ gagna frá sauðfjárbúum. Gagna­ grunnurinn telur nú alls gögn frá 100 sauðfjárbúum árið 2019 en síðasta sumar var gert átak í því að fjölga þátttökubúum. Í 15. tbl. Bændablaðsins árið 2020 var gerð grein fyrir helstu niðurstöðum verkefnisins fyrir árið 2018 Í 3. og 4. tbl. Bændablaðsins árið 2019 var gerð grein fyrir niðurstöðum verkefnisins 2014- 2017 en í þessari grein ætlum við að skoða niðurstöður fyrir 2019 og þróun lykiltalna yfir öll árin frá 2014. Líkt og upplýsingarnar í töflu 1 gefa til kynna telur gagna- safnið núna tæp 14% af heildar- dilkakjötsframleiðslu ársins 2019. Landfræðilega dreifast búin þannig að á Vesturlandi eru 24 bú, Vestfjörðum 14 bú, Norðurlandi vestra 12 bú, Norðurlandi eystra 30 bú, Austurlandi 14 bú og Suðurlandi 6 bú. Áhrif af afurðaverðslækkun áranna 2016 og 2017 sjást vel í töflu 2 og enn er talsvert í að afurðaverði ársins 2014 sé náð. Hins vegar sést einnig að ásetningshlutfall hefur lækkað samhliða hækkun opin- berra greiðslna sem sýnir að búin í þessu verkefni hafa keypt nokkuð af greiðslumarki í upphafi árs 2019. Rekstrarkostnaður hefur hækkað líkt og framleiðslukostnaður dilkakjöts gefur til kynna. Það er þó enn tals- verður munur á afkomu búanna sem taka þátt líkt og upplýsingar í töflu 3 sýna þegar munurinn á framlegð búa í efsta og neðsta þriðjung er borinn saman eftir árum. Munurinn á framlegð búanna í efsta og neðsta þriðjungi hefur minnkað en verið nokkuð stöðugur síðustu þrjú ár, þ.e. á milli 9.000 og 10.000 krónur. Á meðalbúinu skv. töflu 1 sem hefur 500 kindur hefur bú í efsta þriðjungi 5 milljón krónum meira úr að moða til að greiða fastan kostnað, laun og borga af lánum en sambærilegt bú í neðsta þriðjungi. Mynd 1 sýnir framleiðslukostnað þátttökubúa árið 2019 eftir reiknuðum afurðum og stærðarflokkun búa. Afurðameiri búin hafa lægri framleiðslukostnað reiknaðan á kíló en þau afurðaminni. Þegar búunum er skipt í þrjá stærðarflokka, þ.e. bú með færri en 400 kindur, 401-600 kindur og fleiri en 600 kindur. Þá er framleiðslukostnaður á stærstu búunum árið 2019, 1.028 kr/kg, á búunum með 401-600 kind er hann 1.149 kr/kg og á búum með færri en 400 kindur er hann 1.227 kr/kg. Þegar framleiðslukostnaður er skoðaður eftir þriðjungum eru búin í efsta þriðjungi með lægsta kostnaðinn árið 2019 eða 983 kr/kg. Á búum í miðjunni er hann 1.149 kr/kg og í neðsta þriðjungi er hann 1.284 kr/kg. Líkt og mynd 1 sýnir er breyti- leikinn einnig mikill innan stærðar- flokka þannig sóknarfærin eru jafnt hjá stærri búum og þeim sem minni eru. Áframhald verkefnis Það eru víða tækifæri til að bæta reksturinn á hverju búi fyrir sig en engin ein lausn hentar öllum. Það er oft gott að bera sig saman við aðra og velta fyrir sér hvort hlutirnir þurfi að vera með þeim hætti sem þeir eru, ef dæmi sýna að önnur sambærileg bú ná betri árangri með minni tilkostnaði og meiri afurðum en manns eigið bú. Liður í góðri bústjórn er að vanda utanumhald á öllum skráningum, hvort sem það er í skýrsluhaldi eða bókhaldi. Eftirtekt vakti við úrvinnslu bókhaldsgagna að sundurliðun þeirra var langbest hjá þeim bændum sem færa bókhaldið sitt að miklu leyti sjálfir og er hér tilefni til að hvetja bændur til dáða ásamt því að gera þá kröfu að bókhaldið nýtist þeim sem stýritæki í búrekstri, en ekki eingöngu til skila á gögnum til ríkisskattstjóra. Með góðu liðsinni þróunar- fjármuna búgreinanna skv. reglugerð um almennan stuðning við landbúnað höfum við fengið tækifæri til að halda þessu verkefni áfram. Sauðfjárbændur er enn og aftur boðið að ganga til liðs við okkur í þessu mikilvæga verkefni. Ávinningurinn af verkefninu er margvíslegur en fyrst og fremst er þetta eini gagnagrunnurinn sem gefur raunverulega mynd af afkomu sauðfjárbænda og jafnframt eini gagnagrunnurinn sem gefur bændum færi á að sjá hvernig þeir standa rekstrarlega í samanburði við aðra í sambærilegum rekstri. Verkefnið er bændum að kostnaðarlausu og framlag þróunarfjármuna gefur okkur færi á að borga þátttakendum fyrir gögnin sem við fáum til úrvinnslu. Við bjóðum nýja þátttakendur velkomna um leið og við óskum þess að núverandi þátttakendur verði áfram með okkur í liði, það er afar þýðingarmikið að fá að halda samfellt utan um þróun í rekstri þátttökubúanna, bæði fyrir þá bændur og verkefnið í heild. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 HAUGHRÆRUR Markaðsráð kindakjöts auglýsir eftir umsóknum í sjóðinn. Markaðsráð kindakjöts annast vörslu fjármuna vegna verkefna sjóðsins á yfirstandandi ári og óskar eftir umsóknum í sjóðinn. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2021. Umsóknareyðublöð og reglur sjóðsins fást hjá framkvæmdastjóra Markaðsráðs í netfanginu haflidi@bondi.is. MARKAÐSSJÓÐUR SAUÐFJÁRAFURÐA Afkomuvöktun sauðfjárræktar 2017–2019 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Eyjólfur Ingvi Bjarnason ráðunautur, Búfjárræktar- og þjónustusvið eyjólfur@rml.is María Svanþrúður Jónsdóttir ráðunautur, Rekstrar- og þjónustusvið msj@rml.is Lykiltölur úr rekstrarbókhaldi Tafla 2 – Lykiltölur eftir árum – taka þarf tillit til fjölda búa sbr. töflu 1 við túlkun talna 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Ásetningshlutfall 1,05 1,09 1,09 1,11 1,08 0,99 Framleiðslukostnaður kr/kg 1.097 1.123 1.055 1.018 1.032 1.133 Afurðatekjur kr/kind 14.947 14.088 13.376 9.779 10.215 11.575 Opinberar greiðslur kr/kind 11.678 11.668 11.835 13.397 12.513 14.340 Framlegð kr/kind 14.014 14.097 13.693 12.783 12.031 13.915 EBITDA kr/kind 8.081 8.287 7.807 7.155 6.023 7.436 Skýrsluhaldsgögnin 2019 Tafla 4 – Munur á meðaltali skýrsluhaldsniðurstaða hjá þátttökubúum og búum í skýrsluhaldinu með fleiri en 200 skýrslufærðar ær Skýrsluhald 200 ær eða fleiri Reiknuð kg fullorðnar ær 29,8 27,8 Fædd lömb fullorðnar 1,92 1,83 Til nytja fullorðnar 1,76 1,66 Reiknuð kg veturgamlar ær 13,1 11,2 Fædd lömb veturgamlar 1,1 0,94 Til nytja veturgamlar 0,8 0,69 Fallþungi 16,6 16,9 Gerð 9,4 9,1 Fita 6,2 6,2 Þátttökubú Tafla 3 – Þróun framlegðar pr kind 2014-2019 Ár Efsti 1/3 Neðsti 1/3 Munur 2014 20.276 7.891 12.385 2015 19.447 8.953 10.494 2016 17.825 9.631 8.194 2017 17.264 7.653 9.611 2018 16.899 7.402 9.497 2019 18.759 8.858 9.901 Tafla 1 – Lykiltölur gagnasafns eftir árum Ár Fjöldi búa Hlutfall framleiðslu Innlagt dilkakjöt kg/kind Fjöldi áa/bú 2014 56 7,10% 22,2 505,4 2015 63 7,70% 21,2 506,9 2016 64 7,90% 22,4 512,3 2017 95 11,70% 22,4 504,1 2018 99 12,70% 22,9 513,8 2019 100 13,80% 22,6 500,3 Gagnasafnið 2014-2019

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.