Bændablaðið - 25.03.2021, Qupperneq 62

Bændablaðið - 25.03.2021, Qupperneq 62
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 202162 Sundlaugin í Lundi Norðurþing auglýsir eftir rekstraraðila að Sundlauginni í Lundi. Norðurþing auglýsir eftir áhugasömum rekstraraðila að sundlauginni í Lundi í Öxarfirði. Rekstrartímabil er frá 1. júní 2021– 31. ágúst 2021. Sundlaugin skal rekin sem almenningslaug með þeim öryggiskröfum sem gilda fyrir sundlaugarmannvirki. Fyrir frekari upplýsingar og/eða umsóknareyðublöð hafið samband við íþrótta- og tómstundafulltrúa Norðurþing, Kjartan Páll Þórarinsson kjartan@nordurthing.is Umsóknum skal skilað fyrir kl. 8.00 þann 17. apríl 2021. Vesturhrauni 3 • 210 Garðabær • s: 480 0000 Austurvegi 69 • 800 Selfossi • s: 480 0400 www.aflvelar.is • sala@aflvelar.is VINNUR HEILAN VINNUDAG ÁN ÞESS AÐ HLAÐA Rafhlöðudrifin lausn fyrir kröfuharða garðyrkjumenn, verktaka og sveitafélög sem vilja taka græna skrefið og vinna með aflmiklum tækjabúnaði sem slær háværum bensíntækjum ekkert við í afköstum. Einfalt í vinnslu því rafhlöðuna er hægt að tengja við hekkklippu, sláttuorf, greinarsög, sláttuvél og blásara og að auki er hægt að vinna fullan vinnudag án þess að hlaða. 3 ára ábyrgð á rafhlöðum frá framleiðanda. Hafið samband og fáið tilboð í lausn sem hentar ykkar þörfum og leggið heyrnarhlífunum. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 DRIFSKÖFT OG DRIFSKAFTAEFNI STRÚKTÚR ehf | Bæjarflöt 9 | 112 Reykjavík | struktur@struktur.is | Sími: 588 6640 Nú á allt að seljast. Eigum þessar lengdir á lager. Litað bárujárn Þykkt: 0,60 mm Breidd: 1045 mm Klæðir: 988 mm 3.600 kr m² m/vsk. 40% afsláttur meðan birgðir endast 2.160 kr m² m/vsk RAL 8012 Dumbrautt Lengd: 6.700 mm Lengd: 6.940 mm RAL 9005 Svart Lengd: 4.800 mm Plata = 6,7 * 0,988 = 6,62 m2 Nánari upplýsingar hjá sölumönnum. NYTJAR HAFSINS Hrognkelsaveiðar hafnar á svæði A Sjávarútvegsráðherra hefur birt tvær reglugerðir sem varða grá- sleppuveiðar. Annars vegar reglu- gerð um hrognkelsaveiðar 2021 og hins vegar reglugerð um breytingu á reglugerð um nýtingu afla og aukaafurða. Veiðar á svæð A eru leyfðar frá 23. mars. Reikna má með að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um leyfi- legan heildarafla á vertíðinni verði birt 31. mars. Í reglugerðinni um veiðar segir meðal annars að allar veiðar á grá- sleppu í fiskveiðilandhelgi Íslands séu óheimilar nema að fengnu sérs- töku leyfi Fiskistofu. Bátum með leyfi til veiða á grásleppu er heimilt að veiða með hrognkelsanetum. Bátum sem hafa leyfi til veiða með krókaaflamarki er óheimilt að stunda veiðar með rauðmaganetum, nema að fengnu sérstöku leyfi Fiskistofu. Grásleppuveiðileyfi Fiskistofu er heimilt að veita þeim bátum leyfi til grásleppuveiða, sem rétt áttu til slíkra leyfa á vertíðinni 1997, sbr. reglugerð nr. 58/1996, eða leiða rétt sinn frá þeim bátum, enda hafi þeir leyfi til veiða í at- vinnuskyni, sbr. lög nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Umsækjandi um leyfi skal í umsókn greina hvenær hann muni hefja grásleppuveiðar með lagningu neta ásamt því að til- greina fjölda hrognkelsaneta og teinalengd nets. Hver bátur getur einungis haft eitt grásleppuveiði- leyfi á hverri grásleppuvertíð. Veiðisvæði og veiðitímabil Grásleppuveiðileyfi hvers báts skal gefið út til 25 samfelldra daga og skal bundið við ákveðið veiðisvæði og veiðitímabil eins og hér greinir: A. Faxaflói, frá línu réttvísandi vestur frá Garðskagavita 64°04,90 N 022°41,40 V að línu réttvísandi vestur frá Dritvíkurtanga (-flögum) 64°45,00 N 023°55,30 V. Innan veiðitímabilsins frá og með 23. mars til og með 30. júní. B. Breiðafjörður, svæði 1 frá línu réttvísandi vestur frá Dritvíkurtanga (-flögum) 64°45,00 N 023°55,30 V að línu réttvísandi vestur frá Bjargtöngum 65°30,20 N 024°32,10 V. Innan veiði- tímabilsins frá og með 23. mars til og með 30. júní. Breiðafjörður, svæði 2 innan línu sem dregin er úr Krossnesvita vestan Grundarfjarðar 64°58,30 N 023°21,40 V í Lambanes vestan Vatnsfjarðar 65°29,30 N 023°12,60 V. Innan veiði- tímabilsins frá og með 20. maí til og með 12. ágúst. C. Vestfirðir, frá línu réttvísandi vestur frá Bjargtöngum 65°30,20 N 024°32,10 V að línu réttvísandi norður frá Horni 66°27,40 N 022°24,30 V. Innan veiðitímabilsins frá og með 23. mars til og með 30. júní. D. Húnaflói, frá línu réttvísandi norður frá Horni 66°27,40 N 022°24,30 V að línu réttvísandi norður frá Skagatá 66°07,20 N 020°05,90 V. Innan veiði- tímabilsins frá og með 23. mars til og með 30. júní. E. Norðurland, frá línu réttvís andi norður frá Skagatá 66°07,20 N 020°05,90 V að línu réttvísandi austur frá Fonti á Langanesi 66°22,70 N 014°31,90 V. Innan veiðitímabilsins frá og með 23. mars til og með 30. júní. F. Austurland, frá línu réttvísandi austur frá Fonti á Langanesi 66°22,70 N 014°31,90 V að línu réttvísandi austur frá Hvítingum 64°23,90 N 014°28,00 V. Innan veiði- tímabilsins frá og með 23. mars til og með 30. júní. G. Suðurland, frá línu réttvísandi austur frá Hvítingum 64°23,90 N 014°28,00 V að línu rétt- vísandi vestur frá Garðskagavita 64°04,90 N 022°41,40 V. Innan veiðitímabilsins frá og með 23. mars til og með 30. júní. Óheimilt er að stunda veiðar með rauðmaganetum frá 16. júní til 31. desember. /VH Grásleppuveiðileyfi hvers báts er gefið út til 25 samfelldra daga og skal bundið við ákveðið veiðisvæði og veiðitímabil. Mynd / VH
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.