Morgunblaðið - 25.02.2021, Side 10

Morgunblaðið - 25.02.2021, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin NÝJAR VORVÖRUR KOMNAR Vesti • Jakkar • Peysur Bolir • Kjólar Vinsælu Velúrgallarnir Alltaf til í mörgum litum og í stærðum S-4XL Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Fæst í netverslun belladonna.is Alltaf eitthvað nýtt og spennandi Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Mikil og flókin vinna á sér stað þessa dagana við að útfæra styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki sem starfar hjá hinu opinbera. Stytt- ing vinnuviku dagvinnufólks úr 40 klukkustundum í 36 tók gildi um seinustu áramót en stytting vinnu- tímans hjá starfs- mönnum sem vinna vaktavinnu á að taka gildi 1. maí næstkom- andi. Er það mun flóknara verkefni að sögn talsmanna stéttarfélaganna en mikill fjöldi félagsmanna innan að- ildarfélaga BSRB vinnur vaktavinnu, m.a. fjöldi starfsmanna innan heil- brigðisgeirans og í stofnunum vel- ferðarþjónustunnar auk heilu starfs- stéttanna, s.s. lögreglumanna, fangavarða og starfsmanna tollsins. „Þetta er heljarmikið mál af því að það munu eiga sér stað verulegar breytingar á kerfinu og er verið að vinna að því alveg á fullu. Þetta snýst ekki eingöngu um að breyta öllum vaktaplönum því það þarf líka að breyta nánast öllum forritum sem halda utan um launamál o.fl.,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður Sam- eykis. Margt sé ógert en allir af vilja gerðir. Þessi breyting sé mun flókn- ari en vinnutímastyttingin sem tók gildi 1. janúar. Svo hafi menn líka gert ráð fyrir því að þessari breyt- ingu muni fylgja einhver kostnaður, sem ekki liggur nákvæmlega fyrir hver verður. ,,Menn voru að reyna að stytta vinnuvikuna hjá dagvinnufólki án kostnaðar, það var markmiðið en þetta er allt önnur vinna,“ segir hann. Margir í hlutastörfum Fjöldi starfsmanna, m.a. á heil- brigðisstofnunum, sem vinna vakta- vinnu eru í hlutastörfum og stendur þeim til boða að hækka starfshlutfall sitt samhliða styttingu vinnuvikunn- ar. Með því geti það haldið svipuðum tímafjölda áfram en hækkað engu að síður laun sín. Árni Stefán segir að þeir sem eru ekki í 100% starfi muni þá skila áfram sömu vinnutímum og áður en við það eykst starfshlutfallið og laun þeirra hækka. Útséð hafi ver- ið að ef allir tækju vinnutímastytt- inguna yrði mönnunargatið of stórt til að hægt væri að ráða við það. Í kynningu BSRB á útfærslu vinnutíma vaktavinnufólks á vefsíð- unni betrivinnutimi.is kemur fram að helstu breytingarnar verða þær að vinnuvikan styttist og launamyndun vaktavinnufólks tekur mið af fleiri þáttum en áður. Vinnuvikan styttist að lágmarki í 36 virkar vinnustundir. Í nýju launamyndunarkerfi fjölgi vaktaálagsflokkum og greiddur verði sérstakur vaktahvati sem taki mið af fjölbreytileika og fjölda vakta. Vaktaálagsflokkum fjölgar, vakta- álag á næturvöktum hækkar úr 55% í 65% álag virka daga og 75% um helg- ar. Nokkrar eiga ólokið Þrátt fyrir að margar stofnanir hafi lokið útfærslu á styttingu vinnu- vikunnar hjá dagvinnufólki sem tók gildi 1. janúar eru enn nokkrar stofn- anir sem ekki hafa lokið því að sögn Árna Stefáns. Reykjavíkurborg standi sig vel en það séu því miður nokkrar stofnanir hjá ríkinu sem eru ekki búnar og þurfi að ýta betur á. Mikil og flókin vinna við styttinguna Morgunblaðið/Eggert Lögreglumenn Stytting vinnutíma í vaktavinnu á að taka gildi 1. maí.  Stytting vinnuviku vaktavinnufólks myndi að óbreyttu búa til stórt mönnunargat  Fólki í hlutastörf- um boðið að hækka starfshlutfallið  Nokkrar ríkisstofnanir hafa enn ekki innleitt styttingu dagvinnu Launavísitalan hækkaði um 3,7% í janúar, að stórum hluta vegna launahækkana um sein- ustu áramót skv. samningum. Á einu ári hefur hún hækkað um 10,3%. Í umfjöllun Hagstof- unnar um áhrif styttingar vinnuvikunnar á vísitöluna segir að styttingar í samningum á ár- unum 2019 og 2020 séu metin um 0,8 prósentustig til nóv- ember sl. Fyrsta mat af áhrifum vinnutímastyttingar í janúar sl. á launavísitölu séu um 0,4 pró- sentustig. Styttingin hjá vakta- vinnufólki 1. maí næstkomandi muni hafa áhrif á launavísitölu. 10,3% hækk- un á einu ári LAUNAVÍSITALAN Árni Stefán Jónsson Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Ísland er með fullt hús stiga hvað varðar jafnrétti samkvæmt rann- sóknarskýrslu sem unnin var af tímaritinu Women, Business and the Law, á vegum Alþjóðabankans. Var rannsóknin framkvæmd á milli septembermánaðar 2019 og októ- bermánaðar 2020. Ísland er í hópi níu landa með fullt hús stiga í rannsókninni, hundrað stig, en árið áður voru þau einungis sex talsins. Alls tóku 27 lönd framförum í jafnréttismálum og bættu við sig stigum á meðan lönd á borð við Jemen, Kúveit og Katar fengu minna en 30 stig. Ekki til eftirbreytni að hefta ferðafrelsi kvenna Auk Íslands ná Belgía, Kanada, Danmörk, Frakkland, Lettland, Lúxemborg, Portúgal og Svíþjóð fullu húsi stiga. Alþjóðabankinn telur heimsfar- aldurinn hafa skapað nýjar áskor- anir fyrir konur um heim allan þrátt fyrir örlitlar bætingar í jafn- réttismálum. Vegið sé að rétti þeirra á ýmsan hátt, til dæmis með lögum sem hefta ferðafrelsi þeirra og þar vísað til löggjafar í Sádi- Arabíu þar sem konum er meinað að ferðast til annarra landa án þess að vera í fylgd með karlmanni. „Fyrirætlanir um að greiða leið- ina fyrir efnahagslegu frelsi kvenna hafa gengið hægt fyrir sig í mörg- um ríkjum og gætir þar óstöð- ugleika,“ segir í skýrslu Alþjóða- bankans. Þá kom fram í skýrslunni að tak- markanir vegna kórónuveirufarald- ursins hafi leitt til þess að konur ættu erfiðara með að halda vinnunni, mæta í skólann og verði fyrir auknu ofbeldi. Ekki er öll von úti að sögn Mari Elku Pangestu, framkvæmdastjóra þróunarsamvinnu hjá Alþjóðabank- anum, enda hafi mörg lönd sett jafnréttismál í forgang. Þó hafi komið fram í skýrslunni að mest vanti upp á jafnréttismál þegar kemur að uppeldi barna. „Þótt mörg lönd hafi stigið skref í átt að jafnrétti í faraldrinum er ljóst að margt þarf að lagast, sér- staklega á sviði fæðingarorlofs- greiðslna og launajafnréttis kynjanna,“ hefur AFP eftir Pan- gestu. Ísland hæst á blaði í jafnrétti  Hallar á réttindi kvenna víða Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Jafnrétti Ísland skipar sér í efsta sætið ásamt átta öðrum þjóðum, hvað varðar jafnrétti. Kemur þetta fram í rannsókn Alþjóðabankans. Veistu um góðan rafvirkja? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.