Morgunblaðið - 25.02.2021, Qupperneq 26
Loftmynd/maps.is/Kópavogsbær
Kópavogur 2021 Kópavogur og nágrannasveitarfélög hafa runnið saman.
Loftmynd/Kópavogsbær
Kópavogur 1988 Svona var bærinn þegar Birgir varð skipulagsstjóri.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Birgir Hlynur Fannberg Sigurðs-
son, skipulagsstjóri Kópavogs, er
sjötugur í dag en hann lætur form-
lega af störfum um mánaðamót.
Næstu vikur mun hann þó verða
eftirmanni sínum innan handar enda
að mörgu að hyggja í embættinu.
Birgir Hlynur var ráðinn til Kópa-
vogs árið 1988 sem starfsmaður
skipulagsdeildar og var þá eini
starfsmaðurinn á deildinni. Leið
ekki á löngu þar til hann fékk tit-
ilinn skipulagsstjóri Kópavogs og
hefur hann því gegnt stöðunni í þrjá
áratugi, ef frá eru talin nokkur ár
sem skipulagsstjóri Reykjavíkur
2005-8.
Birgir Hlynur fæddist í Reykjavík
25. febrúar 1951, sonur hjónanna
Sigurðar Hauks Guðjónssonar og
Kristínar Sigríðar Gunnlaugsdóttur.
Þjóðþekktur kirkjunnar þjónn
Sigurður Haukur var lengst af
sóknarprestur í Langholti í Reykja-
vík en áður á Hálsi í Fnjóskadal.
Hann var þjóðþekktur maður, meðal
annars fyrir kjarnyrtar ræður og
sálarrannsóknir. Kristín Sigríður
var bankastarfsmaður.
Þegar Sigurður Haukur tók við
prestakallinu norður í Fnjóskadal
fluttist fjölskyldan með honum.
„Ég er því Suður-Þingeyingur að
hluta en ég á ættir að rekja þangað
og í Svarfaðardalinn sem og suður í
Hafnarfjörð,“ segir Birgir Hlynur
um bernskuárin.
„Við fluttum svo aftur í bæinn
þegar ég var tólf ára gamall og
bjuggum í Vogahverfinu. Ég bjó
unglingsárin þar,“ segir Birgir
Hlynur sem minnist Voganna með
hlýju. Það hafi verið barnmargt og
lifandi hverfi með uppátækjasömum
unglingum og stórum bekkjum.
„Þar var margt brallað. Vogaskól-
inn var langstærsti gagnfræðaskól-
inn, eins og þetta hét þá, með yfir
þúsund nemendur. Reyndar eigum
við nú skóla í Kórahverfinu, Hörðu-
vallaskóla, sem er ekki ósvipaður að
stærð hvað varðar nemendafjölda.
Fann sig ekki í kennslunni
Ég útskrifast sem stúdent 1974
frá Kennaraskólanum. Ég ætlaði að
verða kennari. Systir mín Anna
Mjöll er kennari, mjög góður kenn-
ari, og var lengi aðstoðarskólastjóri í
Snælandsskóla. Ég fann mig hins
vegar ekki í kennslu og ákvað því að
halda áfram námi. Fór í landafræði í
Háskóla Íslands og tók jafnframt
nokkra áfanga hjá verkfræðiskor.
Meðal annars í samgönguverkfræði
hjá Einari B. Pálssyni verkfræðingi
og síðan í borgarskipulagi og borg-
arsögu sem Gestur Ólafsson, arki-
tekt og skipulagsfræðingur, kenndi.
Þá kviknaði áhuginn á borgar-
skipulagi,“ segir Birgir Hlynur.
„Ég áttaði mig snemma á því að
þú setur aldrei punkt á eftir skipu-
lagi. Því lýkur aldrei heldur á það að
vera lifandi.“
Spurður hvað hafi glætt áhuga
hans á náminu segist Birgir Hlynur
hafa yndi af því að sjá hugmyndir
verða að veruleika.
„Ég held að Gestur hafi kveikt
áhugann á þessum fræðum. Hann
lærði í Liverpool á Englandi og
þangað lá leiðin hjá mér einnig. Ég
fór í framhaldsnám í sömu deild og
Gestur en tíu ár voru á milli okkar.
Deildin hjá háskólanum í Liverpool
er sú elsta á skipulagsfræðum í
heiminum, hóf göngu sína 1909.
Áður en ég lauk meistaranámi
1980 hafði Gestur sent mér bréf og
spurt hvort ég vildi koma heim að
vinna. En þá var búið að setja á
laggirnar Skipulagsstofu höfuðborg-
arsvæðisins, sem tekur til starfa á
árinu 1980. Við störfuðum þar þrír –
við Gestur og Þórarinn Hjaltason,
samgönguverkfræðingur. Eftir fimm
ár ákváðum við Þórarinn að söðla
um og fara til borgarinnar. Hann fór
þá yfir til borgarverkfræðings sem
var Þórður Þorbjarnarson en ég fór
til Þorvaldar S. Þorvaldssonar sem
var þá yfir borgarskipulaginu.
Síðan var mér boðin vinna hjá
Kópavogsbæ árið 1988 en Kristján
Guðmundsson var þá bæjarstjóri.
Ég hef síðan unnið með Kristjáni,
Sigurði heitnum Geirdal, Hansínu
Björgvinsdóttur, Gunnari Inga Birg-
issyni, Gunnsteini Sigurðssyni, Guð-
rúnu Pálsdóttur og núverandi bæj-
arstjóra; Ármanni Kr. Ólafssyni.
Margra manna verk
Ég minnist margra góðra sam-
starfsmanna. Meðal annars vann ég
náið með Kristni heitnum Magn-
ússyni verkfræðingi sem á mínum
upphafsárum hjá bænum var bæði
bæjarfulltrúi og formaður skipulags-
nefndar bæjarins,“ segir Birgir
Hlynur sem er hógvær eins og
margir af hans kynslóð. Ítrekar að
árangurinn sé margra manna verk.
Meðal góðra samstarfsmanna
fyrstu árin hjá bænum voru Mál-
fríður Kristiansen arkitekt og Aðal-
heiður Kristjánsdóttir landslags-
arkitekt og Smári M. Smárason,
arkitekt sem kom til starfa 2000.
„Við Smári höfum unnið sleitu-
laust saman síðan þá. Ég byrjaði
einn árið 1988 en nú erum við sjö
auk mín á þessari deild, allt hörku-
duglegt og hæfileikaríkt fólk,“ segir
Birgir Hlynur um skipulagssviðið.
Hefur yndi af hugmyndavinnu
Þegar Birgir Hlynur kom á skipu-
lagsdeildina árið 1988 bjuggu um
15.500 manns í bænum. Bærinn
skiptist í Vesturbæ og Austurbæ og
Suðurhlíðarnar, sem voru í uppbygg-
ingu, að sögn Birgis. Nær engin
byggð var frá Hafnarfjarðarvegi og
upp að Elliðavatni í Vatnsenda.
Nú búa um 40 þúsund manns í
bænum og hafa fimm skólahverfi
orðið til á vakt Birgis Hlyns: Smár-
inn, Lindirnar, Salirnir, Kórarnir og
Þingin/Hvörfin. Þá hefur þétting
byggðar leitt til uppbyggingar íbúða-
byggðar í Digraneshlíðum, í Lundi, í
Bryggjuhverfinu í Naustavör, á
Kópavogstúni, á Kársnesi, á Glað-
heimasvæðinu og atvinnusvæðinu í
Lindum, á svæðinu sunnan Smára-
lindar og á kolli Nónhæðar. Fram
undan er svo umbreyting á Hamra-
borg og nágrenni.
„Hraðinn í uppbyggingunni var
slíkur að við sáum hugmyndir í gær
verða að veruleika í dag,“ segir Birg-
ir Hlynur. Íbúarnir séu bestu dóm-
ararnir um skipulagið. Hverfin séu
vinsæl og sú stefna að klára hverfin
snemma hafi skilað góðri þjónustu.
Hvert hverfi hafi miðju með skólum,
þjónustu og verslunum. Bærinn hafi
skipulagt byggð til ársins 2040 en þá
sé reiknað með að íbúarnir verði
orðnir liðlega 50 þúsund. „Þetta hef-
ur verið skemmtilegur og gefandi
tími, margs að minnast og margt að
þakka. Nú tekur nýtt fólk við,“ segir
Birgir Hlynur að lokum.
Faðir úthverfanna í helgan stein
Birgir Hlynur Sigurðsson, skipulagsstjóri Kópavogs, er sjötugur í dag Lætur af embætti 1. mars
Morgunblaðið/Íris
Fjölskyldan Frá vinstri: Müller, Sigríður með Marel, Birgir Hlynur með Hrafnhildi Köru. Aftari röð frá vinstri:
Birgir Hrafn, Unnur Ósk, Birgir Valur, Sigurður Haukur, Þóra Kristín, Birgir, Kristín Fjóla, Gunnlaugur og Andri.
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021
Bolholti 4 • 105 Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is
s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a
Úrval aukahluta:
Hulstur, Hleðslutæki, Snúrur,
Minniskort, USB lyklar og fleira
VIÐ GERUM VIÐ
allar tegundir síma,
spjaldtölva, tölva og dróna
Bolholt 4