Morgunblaðið - 25.02.2021, Síða 32

Morgunblaðið - 25.02.2021, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Um helmingur af fiskveiðiárinu er lið- inn og hefur um helmingur af útgefnu aflamarki í þorski verið veiddur. Þá hefur verð á þorski tekið að dala og er það talið tengt samspili veikrar stöðu í hótel- og veitingageiranum og aukins framboðs. „Ferski fiskurinn er aðeins að dala núna, eins og hann hefur oft gert þeg- ar framboð frá Noregi kemur,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík. Vísar hann til þess að ein umfangs- mesta þorskvertíð hefst á vetri hverj- um í Norður-Noregi. Hins vegar segir Pétur Hafsteinn óvenjulegt nú hve snemma áhrifin frá norska fiskinum virðast koma og að það sé líklega vegna kórónuveirufaraldursins sem gerir markaðina viðkæmari. Þá séu aðstæður þannig að þessi árlega verð- dýfa kunni að verði eitthvað meiri nú en fyrri ár, en það er ekkert öruggt í þeim efnum. „Þetta er svolítið það sem menn voru að búast við,“ segir hann. Þjónustustigið skiptir miklu Spurður hvort hann telji uppsafn- aða birgðastöðu hafa haft áhrif seg- ir Pétur Hafsteinn svo ekki vera. „Ég tel að það sé þannig að fram- leiðendur séu með eitthvað meiri af birgðum en venjulega, en ég held að það sé minna um birgðir á mark- aðnum. Það hafa allir lært að sýna varkárni og er því minna af milli- birgðunum, sem sagt hjá kúnn- unum. Þeir taka lítið í einu og alls ekki meira en þeir nauðsynlega þurfa. Þess vegna skiptir þjón- ustustigið miklu máli núna.“ Það að það sé minna af millibirgð- um gerir það einnig að verkum að vonir eru um að þegar markaðir taki við sér á ný gerist það af miklum hraða, segir hann. „Ég held að reyslan sé þannig að þegar eitthvað stoppar þá fer það skarpt af stað þegar það byrjar aftur.“ Hann segir heilt yfir hafa gengið vel að aðlaga framleiðsluna að óskum markaðarins og að mun meiri sveigj- anleiki sé innan greinarinnar í heild nú en var síðasta vor. „Þær afurðir sem eru eingöngu eða að stærstum hluta ætlaðar þessum hótel- og veit- ingageira – það er búið að vera erfitt þar. En þeir sem hafa getað beint sölu í búðirnar, frystum og söltuðum vörum, þeir hafa haldið sér. Ferski fiskurinn hefur gengið þokkalega vel miðað við allt.“ Mun meiri veiði Eins og fyrr segir hefur um helm- ingur af útgefnu aflamarki í þorski verið veiddur, en í byrjun árs var fátt sem benti til þess að helmingi afla- marks yrði landað á fyrri helmingi fiskveiðiársins. „Veiðin í haust var talsvert dræm miðað við undanfarin haust. En með mjög mikilli veiði í jan- úar og febrúar held ég að það sé búið að vinna það upp. […] Ég held að smá- bátaflotinn hafi verið með 65% meiri veiði í janúar miðað við í fyrra og afla- marksskipin með 35% meira af þorsk- inum. Það er búið að veiða meira af öllu nema ufsa,“ segir Pétur Haf- steinn. Hann telur þessa auknu veiði í vet- ur ekki hafa haft afgerandi áhrif á verðmyndunina. „Þetta hefur verið mjög stór og flottur fiskur, og gengið vel að selja hann. Það sem vantaði inn í framleiðsluna í haust kemur núna, en ferskfiskmarkaðurinn er alltaf hlaup- andi upp og niður.“ „Ég held að menn séu að halda að sér höndum,“ segir hann spurður hvort líklegt sé að útgerðir dragi úr veiðum við þessar aðstæður. „Strax og salan fer að hökta þá kippa menn bara úr. Menn spáðu því að það væri vet- urinn 2021 sem myndi reyna á kaup- mátt fólks erlendis, en þá var gert ráð fyrir að veiran væri farin. Nú eru menn bara enn á tánum og nýta allan innbyggðan sveigjanleika sem þeir hafa hjá sér. Svo hægja einyrkjarnir á sér núna þegar verð er að fara niður.“ Kann að verða meiri dýfa  Árleg verðdýfa þorsks á mörkuðum vegna vetrarvertíðar í Noregi hafin  Markaðir enn viðkvæmir vegna veirufaraldursins  Veiðin góð í vetur Aðlögunarhæfni Pétur Hafsteinn Pálsson segir ástandið kalla á allan sveigjanleika framleiðenda. Staða þorskveiða 24. febrúar 2021 Heimild: Fiskistofa Óveitt 107.420 tonn (49,8%) Landaður afl i 108.210 tonn (50,2%) Útgefi ð afl amark 215.630 tonn Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Matvælastofnun hefur gert tillögu að rekstrarleyfi fyrir Sæbýli ehf. á Eyrarbakka sem heimilar fyrir- tækinu 70 tonna hámarkslífmassa á sæeyrum til klak- og matfiskeldis, að því er fram kemur á vef stofn- unarinnar. Áform Sæbýlis var ekki háð um- hverfismati samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar, en fyrirtækið gerir ráð fyrir að starfsemin fari fram í 1.650 fermetra húsnæði sem áður hýsti fiskvinnslu. Því er ekki gert ráð fyrir að óraskað land fari undir starfsemina. „Við erum bara á okkar siglingu og gerum ráð fyrir að vera komin í þessi 70 tonn árið 2024,“ segir Ásgeir Eiríkur Guðna- son, framkvæmdastjóri Sæbýlis. Hann segir starfsemina hingað til hafa fyrst og fremst miðað að því að leggja jarðveginn fyrir sæeyrnaeld- ið, en í því felst meðal annars klak- og kynbótavinna. „Núna erum við komin með stofn sem getur gefið okkur möguleika á uppskölun,“ útskýrir Ásgeir. Þá sé um að ræða stofn sem má aðallega rekja til Japans en hann er með vinnu starfsmanna Sæbýlis að verða í raun séríslenskur. Morgunblaðið/Ásdís Eldi Sæeyru þykja lostæti í Asíu og geta falist verðmæti í ræktun þeirra. 70 tonna sæeyrna- eldi á Eyrarbakka SÉRBLAÐ Fermingarblaðið hefur verið eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 8. mars. Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 12. mars

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.