Morgunblaðið - 25.02.2021, Qupperneq 36
36 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021
Soft X
Verð: 18.995.-
Stærðir: 37 - 41
Vnr. E-42040
Soft X
Verð: 18.995.-
Stærðir: 36 - 41
Vnr. E-42040
ST1
Verð: 24.995.-
Stærðir: 36 - 41
Vnr. E-837843
ST1
Verð: 24.995.-
Stærðir: 36 - 42
Vnr. E-837843
ECCO GÖTUSKÓR
- NÝ SENDING -
Síðasta myndastyttan af Francisco
Franco herforingja á spænskri
grundu er fallin, eftir að ráðamenn á
spænska skikanum Melilla á norð-
vesturhorni Afríku samþykktu að
hún skyldi tekin ofan.
Verkamenn mölvuðu stallinn undir
styttunni og báru hana á brott. Hafði
hún um áratuga skeið verið staðsett
við borgarmúra Melilla. Franco var
einræðisherra á Spáni frá 1939 til
dauðadags, 1975.
Á fjórða tug þúsunda Spánverja
týndu lífi í borgarastyrjöldinni frá
1936 til 1939 en henni lauk með falli
lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar.
Franco fór fyrir stjórn sem gerði sig
seka um ríkisrekin grimmdarverk og
heilaþvott þjóðarinnar gegnum
menntakerfið og fjölmiðla sem voru
undir stjórn herforingjastjórn-
arinnar. Var það ekki fyrr en með
lögunum um sögulegar menjar sem
sett voru 2007 en tilgangur þeirra var
að viðurkenna af opinberri hálfu
þjáningar fórnarlamba frankóismans.
Í skjóli laganna hafa tákn um einræð-
isstjórn herforingjanna smátt og
smátt verið tekin niður og eyðilögð,
þar á meðal lágmyndir af Franco úti
um allt land.
Ekki sáu margir eftir styttunni því
eini flokkurinn sem lýsti andstöðu við
að fjarlægja hana var flokkur hægri
öfgamanna, Vox. Flokkurinn sagði
styttuna hafa verið reista 1978 í minn-
ingu um hersveitir sem börðust undir
yfirstjórn Franco í Rif-stríðunum
gegn berberum í Marokkó á þriðja
áratug tuttugustu aldarinnar.
Elena Fernandez Trevino, fulltrúi
á löggjafarsamkundu Melilla, sagði
að fall styttunnar væri „söguleg
stund“. Hún sagði hana hafa verið
einu styttuna í Evrópu sem helguð
var einræðisherra.
Franco var greftraður í risastóru
grafhýsi sem hann reisti sér í „Dal
hinna föllnu“ norður af Madríd. Þar
við eru grafir tugþúsunda manna sem
týndu lífi í borgarastríðinu. Að hluta
til reistu pólitískir fangar Franco-
stjórnarinnar grafhýsið. Jarðneskar
leifar hans voru fluttar og greftraðar
í hefðbundinni gröf. agas@mbl.is
Síðasta stytta Franco fallin
AFP
Styttan í Melilla Hún hefur nú verið felld af stalli og fjarlægð.
Aðeins einn
flokkur andvígur
niðurrifinu
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Afríkuríkið Ghana varð í gær fyrst
ríkja til að þiggja bóluefni gegn
kórónuveirunni úr svonefndu Co-
vax-deilifrumkvæðisverkefni Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunarinn-
ar, WHO. Lenti þota í gær í Accra
með 600.000 skammta AstraZe-
neca-bóluefnis í farangrinum.
Fyrstir til að njóta þessa ókeypis
bóluefnis verða heilbrigðisstarfs-
menn.
Markmið Covax er að minnka
bilið milli ríkra landa og fátækra
hvað aðgang að bóluefni áhrærir
en mörg snauðari ríki hafa ekki ráð
á því að kaupa bóluefni. Takmarkið
er að dreifa um tveimur milljörðum
skammta bóluefnis til óburðugri
ríkja fyrir næstu áramót.
Ghana varð fyrir valinu sem
fyrsti þegi verkefnisins í Afríku á
grundvelli heitbindinga um hraða
bólusetningu um land allt. Bóluefn-
ið sem barst til Accra í gær fram-
leiddi Serum-lyfjaframleiðandinn á
Indlandi fyrir AstraZeneca en það
var á sínum tíma þróað með aðild
Oxford-háskólans breska. Bólu-
setning mun hefjast eftir helgi.
Auk heilbrigðisstarfsfólks verður
fólk 60 ára og eldra með und-
irliggjandi heilsufarsvandamál svo
og háttsettir embættismenn
sprautað fyrst.
Þróunarlöndin mörg hver hafa
sætt gagnrýni fyrir að hefja bólu-
setningu hjá sér fyrir mörgum
mánuðum og skilja fátæk ríki eftir
með sinn vanda. Þá hafa þau sætt
ámæli fyrir að kaupa langtum
meira bóluefni en þau höfðu þörf
fyrir. Mörg þessara landa pöntuðu
bóluefni áður en þau vissu nokkuð
um skilvirkni þeirra og gagnsemi.
Hugðust þau því baktryggja sig
með margföldum pöntunum héðan
og þaðan í þeirri von að a.m.k. ein-
hver þeirra myndu skila árangri.
Bretar hafa til að mynda tryggt
sér 400 milljónir skammta eða sem
svarar 3,6 faldri íbúatölu landsins.
Segjast þeir munu gefa fátækari
löndum mest af umframskömmt-
unum. Önnur lönd með margfalt
meira efni en þau hafa þörf fyrir
eru til dæmis Kanada með fimm-
faldan skammt, Ástralía með 2,5
faldan og ESB með 2,7 faldan
skammt. Ástandið er á annan veg
hjá Brasilíu sem pantað hefur bólu-
efni fyrir sem svarar 55% íbúa-
fjöldans og bæði Indónesía og Afr-
íkusambandið 38% mannfjöldans.
Indónesía hefur aðeins tryggt sér
bóluefni fyrir sem svarar 4% þjóð-
arinnar og á sama bát er Sádi-
Arabía.
Til Covax-verkefnisins var stofn-
að til að hjálp fátækari ríkjum til
að lenda ekki aftast í röðinni þegar
aðgengi bóluefnis væri annars veg-
ar. Verkefnið er undir stjórn WHO
en aðild að því eiga einnig Global
Vaccine Alliance (Gavi) og Coali-
tion for Epidemic Preparedness
Innovations (Cepi). Í sameiginlegri
yfirlýsingu sögðu WHO og Samein-
uðu þjóðirnar í gær að afhending
bóluefnisins í Ghana væri stórmik-
ilvægur áfangi og krítískur í í
stríðinu gegn kórónuveirunni.
Ghanamenn eru um 30 milljónir
talsins og þar hafa komið upp
80.700 sýkingar og 580 dauðsföll
frá því faraldurinn fór af stað fyrir
rösku ári. Reyndar er talið að
vegna tækja- og þekkingarskorts
og takmarkaðrar skimunar fyrir
kórónuveirunni séu tölurnar að öll-
um líkindum allt of lágar.
Dreifa bóluefni til Afríkuríkja
Covax-samstarfið sendir sinn fyrsta skammt af ókeypis bóluefni til Afríku Sum vestræn ríki hafa
keypt bóluefni sem svarar margföldum íbúafjölda þeirra Umframbirgðir heita þau fátækari ríkjum
AFP
Bóluefnisflutningar Bóluefninu ekið frá flugvélinni á Kotoka-alþjóðavellinum við Accra í Ghana í gær.
Skilnaðardómstóll í Fangshan-hverf-
inu í Peking í Kína hefur dæmt mann
til að greiða konu sinni bætur fyrir
störf hennar á heimili þeirra meðan á
hjúskap þeirra stóð. Er dómurinn
sagður marka tímamót.
Bæturnar voru ákvarðaðar 50.000
júana eingreiðsla fyrir vinnu sem
þegar hefur verið innt af hendi og
2.000 júön vegna framfærslu á mán-
uði í ótilgreindan tíma. Jafngildir ein-
greiðslan 60.000 íslenskum krónum.
Málshöfðunin var möguleg á
grundvelli nýrra laga um þegnleg
réttindi í Kína sem samþykkt voru í
fyrra. Með þeim fengu hjón rétt til að
krefjast fjárbóta við skilnað hafi ann-
ar aðilinn annast m.a. um heimilið,
börnin og eldri vandamenn.
Áður var aðeins hægt að krefjast
slíkra bóta ef samningur um það hafði
verið gerður fyrir hjónavígslu en slík-
ir samningar voru fátíðir í Kína.
Samkvæmt málsskjölum sótti mað-
urinn sem heitir Chen um skilnað frá
eiginkonunni, Wang, í fyrra, en þau
gengu í hjónaband 2015. Til að byrja
með lagðist hún gegn því að skilnaður
yrði veittur, en snerist síðar hugur og
krafðist fjárbóta. Sagði hún Chen
ekki hafa gert handtak á heimilinu né
passað son þeirra.
Eftir að hafa kveðið upp dóm sinn
sagði dómarinn blaðamönnum að
þegar skipta ætti eignum hjóna við
skilnað væri aðeins áþreifanlegum
eignum skipt. „En heimilisstörf
mynda óskilgreinanlega eign,“ sagði
hann.
Mörgum Kínverjum sem tóku þátt
í umræðum um gildi heimilisstarfa á
samfélagsmiðlum fannst bæturnar
hróplega lágar. Fimmtíu þúsund júön
fyrir fimm ára vinnu væru of litlar
bætur að mati margra. „Ég er orð-
laus, fullt móðurstarfið er vanmetið. Í
Peking kostar það meira en 50.000 jú-
ön að fá barnapössun,“ sagði í einum
ummælum. Í öðrum ummælum voru
karlar hvattir til að sýna meiri ábyrgð
og taka á sig hluta heimilisstarfanna.
Á einum sólarhring sáu 570 millj-
ónir manna umræðuna um gildi heim-
ilisstarfanna á Weibo-vefnum.
Borgi konunni
fyrir heimilisþrifin
Tímamótadómur í skilnaðarmáli