Morgunblaðið - 25.02.2021, Qupperneq 39
39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021
Spenna Þessir ungu áhorfendur á leik Fjölnis og Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik voru pollrólegir í Grafarvogi í gærkvöldi þrátt fyrir að hafa beðið lengi eftir að sjá sitt lið
spila, en áhorfendur voru leyfðir aftur eftir nokkurt hlé. Grímurnar voru ekki langt undan og ekki var verra að innbyrða eina hafraköku fyrir átökin. Leiknum lauk með sigri Keflavíkur 85:86.
Eggert
Framfarir í fjar-
skiptum einkenna
einna helst sam-
félagabyltingu síðustu
ára. Almenningur er
sítengdur við fjar-
skiptakerfi, gengur
með símtæki og heldur
um leið á öflugum
margmiðlunartölvum
til daglegra nota.
Íslenskt samfélag
styðst við marga grundvallarinnviði
sem að verulegu leyti má rekja til
aðildar okkar að varnarsamstarfi
innan Atlantshafsbandalagsins.
Fjárfestingar í varnarmannvirkjum
hafa ekki aðeins þýðingu fyrir þjóð-
aröryggi heldur eru margháttuð
borgaraleg not af þeim grundvöllur
að því nútímasamfélagi sem við
þekkjum í dag. Í því sambandi má
til dæmis nefna hlutverk ratsjár- og
fjarskiptastöðvanna í borgaralegri
flugleiðsögu.
Tvöfalt hlutverk innviða
Uppbygging fjarskiptainnviða
vegna þessara stöðva er annað
dæmið um ávinning sem landsmenn
hafa haft af þessu samstarfi. Lagn-
ing stofnljósleiðara Atlantshafs-
bandalagsins hringinn um landið
fyrir um þremur áratugum þýddi í
raun að um allt land var byggt upp
nútímalegt fjarskiptakerfi sem enn í
dag er hryggjarstykkið í fjar-
skiptum þjóðarinnar. Ekki er óvar-
legt að segja að hagsæld okkar sem
þjóðar megi að talsverðu leyti rekja
til samstarfsins og þess Íslands sem
við þekkjum í dag.
Góð útbreiðsla nútímafjarskipta
um land allt byggist þannig á borg-
aralegum notum af mannvirki sem í
grunninn er tilkomið vegna varnar-
samstarfs. Samhliða því var fjár-
festing Póst- og símamálastofnunar
möguleg í landshring fjarskipta á
seinni hluta síðustu aldar.
Samkeppni á fjarskiptamarkaði
Árið 2008 var stigið skref til að
auka enn á samkeppni um fjarskipti
með útboði á hluta af ljósleið-
araþráðum í stofnhringtengikerfinu.
Það skref stuðlaði að enn frekar
samkeppni á almennum fjarskipta-
markaði. Frá árinu 2008 hefur orðið
margföldun á gagnamagni og notk-
un á fjarskiptum. Nú þegar tólf ár
eru liðin frá síðasta útboði var því
rétt og nauðsynlegt að rýna hvernig
efla mætti enn kraft samkeppn-
innar til hagsbóta fyrir íbúa lands-
ins.
Árið 2021 er lokaár átaksins „Ís-
land ljóstengt“, átaksverkefnis
stjórnvalda um bættar fjarskipta-
tengingar í dreifbýli. Lengi höfðu
sveitir landsins setið eftir í bygg-
ingu öflugra tenginga. Síðan átakið
hófst hafa um 6.500 heimili og fyrir-
tæki fengið hraðvirkar tengingar.
Það dregur hins vegar fram að-
stöðumun að margir þéttbýlisstaðir
og minni byggðarlög hafa ekki feng-
ið samsvarandi úrbætur. Regluverk
fjarskipta er samkeppnisdrifið og
ekki einfalt að stíga inn í það með
beinum hætti eins og mögulegt var í
dreifbýlinu. Að stofni til er Míla, að
hluta arftaki Landssíma Íslands, sá
aðili sem í dag rekur meg-
instofnkerfi íslenskra fjarskipta.
Útboð ljósleiðaraþráða
Í nýútkominni skýrslu starfshóps
utanríkis- og þróunarsamvinnu-
ráðherra um ljósleiðaramál og út-
boð ljósleiðaraþráða er varpað ljósi
á enn frekari nýtingarmöguleika
þessara fjarskiptainnviða. Það er
megintillaga starfshópsins að leggja
til útboð á tveimur ljósleið-
araþráðum bandalagsins, í stað
eins, til reksturs stofntenginga. Inn
í það fléttast síðan kröfur um fjar-
skipta- og netöryggi. Það er rétt-
mætt og eðlilegt sjónarmið að eig-
andi þeirra þráða sem um ræðir
leggi áherslu á að búnaður og að-
gengi að þessum innviðum séu í
samræmi við þarfir og viðmið. Um
er að ræða grundvallarþátt ís-
lenskra fjarskipta og það skiptir
okkur höfuðmáli að við sýnum
fyllstu ábyrgð á öryggi fjarskipta.
Varðandi rekstraröryggi fjar-
skipta leggur starfshópurinn fram
greiningu sem getur undirbyggt
enn frekari aðgerðir, hvort sem
horft er til hagsmuna almennings
eða vegna þjóðaröryggis og aðildar
að Atlantshafsbandalaginu. Með til-
tölulega litlum og hagkvæmum
framkvæmdum má enn bæta og efla
fjarskiptakerfi okkar um allt land.
Með aukinni samkeppni skapast
grundvöllur til sóknar að bættum
fjarskiptum í bæjum og þorpum á
landsbyggðinni. Það er árangurs-
ríkasta leiðin að því að verða sí-
tengd og í stöðugu sambandi.
Eftir Guðlaug Þór
Þórðarson og Har-
ald Benediktsson
» Góð útbreiðsla nú-
tímafjarskipta um
land allt byggist þannig
á borgarlegum notum af
mannvirki sem í grunn-
inn er tilkomið vegna
varnarsamstarfs.
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Guðlaugur Þór er utanríkis- og
þróunarsamvinnuráðherra.
Haraldur er alþingismaður.
Haraldur
Benediktsson
Úr kyrrstöðu í sókn
Í lok febrúar í fyrra
hefði fáa grunað að ári
síðar stæðum við í
miðri dýpstu kreppu í
heila öld.
Heimsfaraldurinn
hefur staðið lengur en
flesta óraði fyrir í upp-
hafi með tilheyrandi
áhrifum á heimili og
fyrirtæki. Við að-
stæður sem þessar er-
um við minnt á hve miklu það skiptir
að hafa nýtt góð ár til að létta
skuldastöðu ríkisins og búa í haginn
fyrir framtíðina.
Þegar nóg virðist vera til skipt-
anna er ekki alltaf vinsælt að fylgja
slíkri stefnu, en öllum má nú vera
ljóst að geta ríkisins til að bregðast
við faraldrinum af krafti er byggð á
fyrirhyggju fyrri ára.
Verjum einkaframtakið
Við höfum veitt tugi milljarða í
stuðningsaðgerðir fyrir heimili og
fyrirtæki. Tugþúsundir einstaklinga
og á fjórða þúsund fyrirtæki hafa
nýtt úrræðin, langflest þeirra vinnu-
staðir með færri en tíu starfsmenn.
Þótt halli ríkissjóðs sé gríðarlegur
um þessar mundir er ég sannfærður
um að þessi viðbrögð hafi verið
skynsamleg. Við eigum allt undir því
að atvinnulífið nái sér aftur á strik.
Hagsæld okkar byggist umfram
annað á einkaframtakinu, störfunum
sem með því skapast
og tilheyrandi framlagi
til samneyslunnar.
Með því að létta róð-
urinn á tímum farald-
ursins gerum við fyrir-
tækjum kleift að
aðlagast aðstæðum og
hreinlega lifa af. Við
trúum því að hér sé um
tímabundið ástand að
ræða og byggjum með
þessu efnahagslega
brú yfir til betri tíma.
Með þetta fyrir aug-
um höfum við ekki aðeins ráðist í
stuðningsaðgerðir heldur einnig
lækkað skatta, á sama tíma og
tekjur ríkisins skreppa saman. Þó
slík stefna muni skila sér margfalt
til baka þegar fram líður þarf að
hafa áætlun um að stöðva skulda-
söfnun ríkisins á komandi árum.
Fjármálaáætlun okkar fyrir árin
2021-2025 varðar veginn til jafn-
vægis, þó skuldaaukningin sé gríð-
arleg. Gert er ráð fyrir að láns-
fjárþörf ríkissjóðs á tímabilinu verði
um 900 milljarðar króna.
Útlendingar vilja geyma
peningana sína á Íslandi
Skömmu fyrir áramót gáfum við
út stefnu um lánamál ríkisins næstu
árin. Áfram verður lögð áhersla á
útgáfu ríkisskuldabréfa á íslenskum
markaði, auk þess sem mikilvæg
verkefni á borð við sölu hluta í Ís-
landsbanka við hagstæðar markaðs-
aðstæður mun koma sér vel.
Það sem vakti þó einkum jákvæð
viðbrögð er áhersla á fjölbreytta
fjármögnun, sem felst meðal annars
í að sækja erlent lánsfé. Þannig
minnkum við áhættuna sem í því
felst að skulda einungis hér á landi
og tryggjum mikilvægt aðgengi Ís-
lands að alþjóðlegum mörkuðum.
Þar njótum við nú þegar mikils
trausts. Þetta sást best á því að ríkið
gaf nýlega út 750 milljón evra
skuldabréf til sjö ára á núll prósent
vöxtum. Í einföldu máli treysta er-
lendir fjárfestar okkur því til að
geyma að jafnvirði um 117 milljarða
króna fyrir sig hér á landi vaxtalaust
í sjö ár. Betri dæmi eru vandfundin
um trú alþjóðasamfélagsins á stefnu
okkar og getu til að koma enn sterk-
ari út úr faraldrinum.
Stöndum vörð um staðreyndir
Áætlanir stjórnvalda í þessum
efnum hafa víðast hvar vakið viðlíka
traust. Þrátt fyrir mesta efnahags-
samdrátt í heila öld og mikla skulda-
söfnun er lánshæfismat ríkissjóðs
óbreytt frá því sem var fyrir farald-
urinn.
Eftir Bjarna
Benediktsson »Leiðin fram á við felst
í því að hlúa að einka-
framtakinu og gera
heimilum og fyrirtækj-
um kleift að sækja fram
þegar léttir til.
Bjarni Benediktsson
Höfundur er fjármála- og
efnahagsráðherra.
Rétta leiðin
Lítillega hefur þó borið á gagn-
rýni á þá stefnu sem mörkuð hefur
verið. Því hefur verið haldið fram á
Alþingi að í sókn ríkisins á erlenda
markaði felist áhættuaukning. Í því
samhengi fullyrti formaður Við-
reisnar að skuldir ríkisins hefðu á
síðasta ári aukist um 45 milljarða
vegna gengisbreytinga íslensku
krónunnar.
Rétt er að rýna stuttlega í þær
staðreyndir sem hér skipta máli.
Lántökur í erlendum gjaldmiðlum
hafa byggt upp gjaldeyrisstöðu rík-
issjóðs í Seðlabankanum, en bank-
inn býr þannig yfir 800 milljarða
gjaldeyrisvaraforða. Með öðrum
orðum hefur ríkið geymt þann gjald-
eyri sem tekinn hefur verið að láni
og hefur þannig varið sig fyrir geng-
issveiflum.
Á sama tíma og gengisbreytingar
krónunnar hafa haft áhrif á stöðu
erlendra lána hafa þær einnig haft
áhrif á gjaldeyriseignir. Þetta
tvennt hefur sveiflast í takt og í því
samhengi þarf að skoða fullyrðingar
um meinta 45 milljarða skuldaaukn-
ingu.
Í fyrra breyttist staða erlendra
lána ríkisins alls um 59 milljarða
króna, en gengisáhrif á stöðuna
námu um 30 milljörðum yfir árið. Á
sama tíma breyttust gjaldeyris-
eignir ríkissjóðs um 55 milljarða
króna og þar af voru gengisáhrif um
26 milljarðar króna.
Raunveruleg gengisáhrif á ríkis-
sjóð í fyrra voru því um einn tíundi
af þeim 45 milljörðum sem formaður
Viðreisnar heldur á lofti í ræðu og
riti.
Kakan þarf að stækka
Næstu mánuði verður mikilvæg-
ara en nokkru sinni fyrr að standa
vörð um staðreyndir. Það verður þó
ekki síður mikilvægt að standa vörð
um þau grunngildi sem við viljum
byggja á þegar fram líða stundir.
Gjalda ber varhug við tali um aukna
ríkisvæðingu, skattahækkanir og
aðra kæfandi hugmyndafræði sem
víða glittir nú í.
Leiðin fram á við felst í því að
hlúa að einkaframtakinu og gera
heimilum og fyrirtækjum kleift að
sækja fram þegar léttir til. Við þurf-
um fleiri störf, meiri umsvif, aukna
framleiðslu og framlegð. Kakan þarf
að stækka. Án þess getum við ekki
varið þá góðu opinberu þjónustu
sem við höfum byggt upp.
Rétta leiðin að þessu markmiði er
að treysta á framtakssemi fólksins
sem byggir Ísland. Það gerum við
með því að hið opinbera skapi hvetj-
andi umhverfi, styðji við og standi
með þeim sem vilja láta til sín taka.
Sýnum í verki trú okkar á að
framtíðin sé í reynd í okkar höndum.
Það eina sem þarf er að treysta á
fólkið sem byggir landið okkar.
Veita því möguleika á að grípa tæki-
færin. Það hefur okkur reynst best í
fortíð og þangað skulum við stefna
til framtíðar.