Morgunblaðið - 25.02.2021, Síða 61
ÍÞRÓTTIR 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021
Heimildarmyndin „Hækk-
um rána“ sem fjallar um um-
deildar þjálfunaraðferðir körfu-
boltaþjálfarans Brynjars Karls
Sigurðssonar hefur vakið tals-
verða athygli og umræðu.
Skiljanlega, því aðferðir hans
eru óvenjulegar á margan hátt
og snúast að sumu leyti frekar
um að „valdefla“ stúlkur í íþrótt-
um en að gera þær endilega að
frábærum leikmönnum.
Mörgum var brugðið við að
heyra talsmáta Brynjars við
stúlkurnar þar sem hann hikaði
ekki við að skamma hverja og
eina fyrir framan hópinn og í
miðjum leik ef því var að skipta.
Slíkar aðferðir geta virkað vel á
suma en þveröfugt á aðra.
Án þess að vera einhver sér-
fræðingur í þjálfun barna, að
öðru leyti en því að hafa tekið
þátt í uppeldi þriggja sem öll
voru virk í íþróttum, hef ég tak-
markaða trú á slíku.
Um svipað leyti og myndin
kom út var átta ára vinur minn
búinn að gefast upp á að æfa
einstaklingsíþrótt sem hann
hafði samt nokkuð gaman af.
Hann var farinn að fá kvíðahnút í
magann daginn fyrir æfingu og
sagði að þjálfarinn væri stöðugt
að skamma sig fyrir að gera hlut-
ina ekki nógu vel.
Stráksi hefur gaman af því
að renna sér á skíðum en vildi
ekki heyra nefnt að fara á nám-
skeið hjá skíðakennara. Fór þó á
námskeiðið eftir miklar fortölur
foreldranna. Þaðan kom hann
brosandi, sæll og glaður, stað-
ráðinn í að halda áfram að mæta.
„Ég datt og hún (þjálfarinn)
skammaði mig ekkert heldur gaf
mér „fimmu“. Hún er frábær,“
sagði drengurinn. Þrátt fyrir
ungan aldur er hann búinn að
kynnast tveimur þjálfurum með
ólík viðhorf og nokkuð ljóst hvor
íþróttin verður í forgangi.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
PÓLLAND
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Knattspyrnumaðurinn Aron Jó-
hannsson fékk sannkallaða drauma-
byrjun með nýju félagsliði sínu,
Lech Poznan í Póllandi.
Framherjinn, sem er þrítugur að
aldri, gekk til liðs við pólska félagið
hinn 12. febrúar á frjálsri sölu en
hann hafði verið án félags síðan
samningur hans við sænska úrvals-
deildarfélagið Hammarby rann út
fyrir áramót.
Aron lék sinn fyrsta leik um síð-
ustu helgi á heimavelli gegn Slask
Wroclaw í deildinni þar sem hann
fór beint í byrjunarliðið og skoraði
sigurmarkið á 57. mínútu í 1:0-sigri
Lech Poznan.
„Fyrstu dagarnir hérna hafa
gengið mjög vel fyrir sig og ég er
virkilega ánægður með þetta skref
til Póllands,“ sagði Aron í samtali
við Morgunblaðið.
„Þetta er risastór klúbbur hérna
og var til dæmis í riðlakeppni Evr-
ópudeildarinnar fyrir áramót. Það
er allt til alls hérna sem hefur kom-
ið mér skemmtilega á óvart. Um-
gjörðin hérna er til fyrirmyndar og
á pari við það sem maður vandist í
Þýskalandi hjá Werder Bremen.
Þetta er annar af tveimur stærstu
klúbbum Póllands og maður áttar
sig kannski betur á því eftir að
maður er kominn hingað út.“
Datt inn á hárréttum tíma
Lech Poznan hefur sjö sinnum
orðið pólskur meistari, síðast árið
2015, en liðið er sem stendur í ell-
efta sæti pólsku úrvalsdeildarinnar
með 22 stig, 9 stigum frá Evr-
ópusæti. Liðið var án sigurs í átta
leikjum þegar það mætti Slask.
„Það er auðvelt að tala um óska-
byrjun núna en þetta var fyrsti
keppnisleikurinn minn í rúma tvo
mánuði. Liðið hefur verið í smá
basli á tímabilinu og ekki verið að
skora mikið af mörkum þannig að
þetta var í raun bara eins fullkomið
og það gat orðið. Markmiðin hjá fé-
laginu eru mjög skýr og það er að
berjast um alla þá titla sem í boði
eru á hverju einasta tímabili. Það er
langsótt núna en markmiðið er að
reyna að ná Evrópusæti og við höf-
um enn þá bikarkeppnina til þess
og auðvitað deildina líka.
Það er gríðarlega mikill metn-
aður innan félagsins að standa sig
vel á öllum vígstöðvum og hluti af
vandamálinu, fyrir áramót, var
stærðin á hópnum. Það vantaði að-
eins upp á breiddina enda liðið að
spila í deild, bikar og Evrópukeppni
og það var mikið kapp lagt á að
standa sig vel í Evrópudeildinni.
Það kom niður á gengi liðsins í
deildinni og eins tóku sig upp
meiðsli í leikmannahópnum vegna
álagsins.
Þá vantaði framherja og ég datt
einhvern veginn inn í þetta allt
saman á hárréttum tíma sem er frá-
bært því það er alltaf mikilvægt að
byrja vel hjá nýju félagi.“
Þarf að berjast fyrir sínu
Aron á að baki 19 A-landsleiki
fyrir Bandaríkin en hann lék síðast
fyrir landslið Bandaríkjanna í sept-
ember 2015 þegar hann kom inn á
sem varamaður í vináttulandsleik
gegn Brasilíu í 4:1-tapi í Massachu-
setts.
„Ég hef verið í reglulegu sam-
bandi við Gregg Berhalter, þjálfara
bandaríska landsliðsins, undan-
farnar vikur en þeir eru auðvitað
með marga gríðarlega efnilega og
spennandi unga leikmenn í dag.
Þeir eru ekki bara að spila í bestu
deildum í heimi heldur líka í bestu
liðum í heimi. Ég trúi því samt að ef
ég stend mig vel hérna úti, eins og
ég hef verið að gera síðasta árið, og
held áfram að skora mörk þá fái ég
einhver tækifæri með landsliðinu.
Draumurinn er auðvitað að kom-
ast aftur í landsliðið og stór hluti af
þeirri ákvörðun minni að fara til
Póllands var með bandaríska lands-
liðið í huga. Það voru önnur lið sem
vildu fá mig og ég fékk tilboð víðs
vegar að úr heiminum. Ég fékk sem
dæmi tilboð frá Bandaríkjunum en
ég leit á það þannig að ef ég kæmist
í stórt lið í Evrópu myndi það auka
líkurnar á því að ég fengi tækifæri
með landsliðinu.
Ég fékk líka fjárhagslega mjög
góð tilboð sem ég ákvað að hafna
því draumurinn er að fara aftur á
heimsmeistaramót með Bandaríkj-
unum. Ég geri mér samt líka grein
fyrir því að ég er orðinn þrítugur og
ég er ekki framarlega í gogg-
unarröðinni. Ég mun þurfa að berj-
ast fyrir mínu og standa mig,“ bætti
Aron við í samtali við Morg-
unblaðið.
Byrjunin í Poznan eins
fullkomin og mögulegt var
Aron Jóhannsson skoraði sigurmarkið í fyrsta leiknum með pólska liðinu
Ljósmynd/Przemyslaw Szyszka
Sigurmark Aron Jóhannsson á fullri ferð í leik Lech Poznan gegn Slask
Wroclaw um síðustu helgi þar sem mark hans tryggði Lech 1:0 sigur.
Tottenham varð í gær fyrsta liðið
til að tryggja sér sæti í sextán liða
úrslitum Evrópudeildarinnar í fót-
bolta með því að vinna öruggan sig-
ur á Wolfsberger frá Austurríki í
London, 4:0, og einvígið þar með
samanlagt 8:1. Dele Alli gaf tóninn
með stórglæsilegu marki sem hann
skoraði með hjólhestaspyrnu á 10.
mínútu. Staðan var 1:0 í hálfleik.
Alli lagði síðan upp mörk fyrir Car-
los Vinicius og Gareth Bale á 50. og
73. mínútu og Vinicius skoraði sitt
annað mark og innsiglaði sigurinn
á 83. mínútu, 4:0.
Alli var í
aðalhlutverkinu
AFP
Mark Dele Alli skorar fyrsta mark
Tottenham með tilþrifum.
Jamal Musiala, sem verður 18 ára á
morgun, sló í gegn í fyrrakvöld
þegar hann skoraði fyrir Evrópu-
meistara Bayern München gegn
Lazio og varð næstyngstur frá upp-
hafi til að skora í útsláttarkeppni
Meistaradeildarinnar í fótbolta.
Hann hefur nú tilkynnt að hann vilji
leika fyrir hönd Þýskalands, þar
sem hann er fæddur, en ekki Eng-
lands. Musiala bjó í London frá átta
ára til sextán ára aldurs og hefur
leikið með öllum yngri landsliðum
Englands, síðast með 21-árs lands-
liðinu í nóvember.
Þýskaland en
ekki England
AFP
Þjóðerni Jamal Musiala ætlar að
vera þýskur frekar en enskur.
Viktor Gísli Hall-
grímsson lands-
liðsmarkvörður
átti góðan leik
með danska lið-
inu GOG í gær
þegar það
tryggði sér sæti í
sextán liða úrslit-
um Evrópu-
deildar karla í
handknattleik.
GOG sigraði Trimo Trebnje frá
Slóveníu, 30:27, og vann þar með
báða leiki félaganna á tveimur dög-
um. GOG vann þann fyrri í fyrra-
dag, 32:31, en vegna sóttvarna-
ráðstafana voru báðir leikirnir
spilaðir í Ljubljana í Slóveníu.
Viktor varði 15 skot í leiknum og
var með 35 prósent markvörslu. Í
leik liðanna í fyrradag varði hann
14 skot.
GOG er í öðru sæti D-riðils með
12 stig úr níu leikjum og er öruggt
áfram eins og toppliðið Rhein-
Neckar Löwen sem er með 15 stig.
Fjögur lið fara áfram og þriðja Ís-
lendingaliðið, Kadetten frá Sviss,
sem er undir stjórn Aðalsteins Eyj-
ólfssonar, er með 10 stig í þriðja
sæti og er líka komið áfram eftir
úrslitin í gær en Trimo getur ekki
lengur náð Kadetten að stigum.
Viktor góður
og GOG er
komið áfram
Viktor Gísli
Hallgrímsson
Tiger Woods slapp með skrekkinn
þegar hann lenti í bílslysi í Kali-
forníu á þriðjudagsmorguninn að
staðartíma. Bifreiðin var illa far-
in, sérstaklega að framan, og
hefði kylfingurinn sigursæli getað
týnt lífi. Samkvæmt yfirlýsingu
frá lögregluyfirvöldum gæti bíl-
beltið og loftpúði í stýrisbún-
aðinum hafa bjargað lífi hans.
Tiger fór strax í aðgerð við
komuna á sjúkrahúsið og var gert
að fótum hans í marga klukku-
tíma. Þótt áverkarnir hafi ekki
verið lífshættulegir mun Tiger
hafa verið með opið beinbrot
ásamt fleiri áverkum á fótum.
Bein voru negld saman og munu
áverkarnir á ökkla á hægri fæti
hafa verið alvarlegir. Hann slas-
aðist einnig á vinstri fæti.
Tiger Woods verður 45 ára í
lok árs og hefur glímt við mikil
meiðsli á síðari hluta ferilsins.
Hefur hann gengist undir margar
aðgerðir vegna hnémeiðsla og
bakmeiðsla. Fimmta bakaðgerðin
var framkvæmd í vetur og hefur
hann ekki keppt síðustu mánuðina
af þeim sökum. Tiger Woods býr
á Flórída en var staddur í Kali-
forníu vegna Genesis Invitational-
mótsins á PGA-mótaröðinni sem
lauk á sunnudag en Tiger er einn
þeirra sem standa að mótinu.
Hvað keppnisferilinn varðar er
útlitið sennilega ekki gott en þeir
sem þekkja til hafa ekki tjáð sig
um þann þátt enn sem komið er.
ESPN sagðist í gær hafa heim-
ildir fyrir því að í endurhæfing-
arferlinu næstu vikurnar muni
fleiri aðgerðir verða fram-
kvæmdar. Inn í það fléttast fleira
en að beinin grói eðlilega. Of
snemmt virðist vera að spá um
hvort keppnisferlinum sé lokið
eða ekki. kris@mbl.is
Hlaut mikla áverka á fótum
AFP
Slasaður Tiger Woods virðist hafa
sloppið vel miðað við aðstæður.