Morgunblaðið - 25.02.2021, Side 68
68 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
SUNNUDAGSSTEIK
Við eldum, þú sækir, tilbúið beint á borðið hjá þér!
Heilt lambalæri á gamla mátann
• Koníaksbætt sveppa-piparsósa,
kartöflugratín, rauðkál og salat
• Marengsbomba
Fyrir 4-6 manns
Verð 12.990 kr.
Pantaðu fyrir kl.18 laugardaginn 27. febrúar á
info@matarkjallarinn.is eða í síma 558 0000.
Afhent milli 17.30 og 19.00 sunnudaginn 28. febrúar
Takmarkað
magn í
boði
Kórsöngur hefur líklega fráfyrstu tíð verið einhverfyrsti nálgunarmáti al-mennings að listrænni
músík á nótum. Þótt ekki standi
hann á ýkja gömlum merg hérlendis,
kannski sízt hvað ungmenni varðar
(ætli megi ekki miða tilkomu fyrstu
æskulýðskóra landsins við milli-
stríðaár 20. ald-
ar), þá hafa
nokkrir, einkum
á síðustu 50 ár-
um, staðið upp úr
og m.a.s. vakið
athygli á erlendri
grundu. Meðal
þeirra standa kórar Menntaskólans í
Hamrahlíð án efa í fremstu röð.
Undir neðanmálstitlinum Ice-
landic Choral Music from Björk‘s
Cornucopia Tour kom sl. 4. desem-
ber út nýjasti geisladiskur Hamra-
hlíðarkórsins, þ.e. eldri deildar sam-
nefnds menntaskólakórs sem
Þorgerður Ingólfsdóttir hefur
stjórnað allt frá
stofnun hans um
1967.
Skal fúslega
játað að ekki hef
ég fylgzt í þaula
með framkomum
Bjarkar Guð-
mundsdóttur (f.
1965) á seinni ár-
um og er því lítt
með á þeim nót-
um, enda skiptir það varla höfuðmáli
fyrir frumupplifun þessa hljómdisks
– jafnvel þótt Gróa á Neti hafi hermt
af víða hagstæðum undirtektum á
erlendum vettvangi eins og í ofan-
getinni nægtarhornsför. Má þó
nefna að Björk var sjálf í MH-
kórnum 1981 og honum því eðlilega
vildarbundin, eins og af samstarfinu
sést.
Það fyrsta sem sló mann við disk-
inn var hve hann var tiltölulega
stuttur. Aðeins ríflega 34 mínútna af
90 mín. geymslugetu (geislasniðið
kvað upphaflega hafa miðazt við
tímalengd 9. sinfóníu Beethovens).
En eins og stundum er sagt um
magn hjá gæðum: „Minna er meira.“
Og það á að sönnu við hér, jafnt um
verkefnaval og túlkun. Nánast hvert
einasta númer er perla út af fyrir
sig, auk uppsafnaðs kærleiksgildis
fyrir flestum landsmönnum – ýmist
á lögðum tóna eða texta, nema hvort
tveggja sé. Allar götur aftur til 10.
aldar fornskálda eins og Víga-Glúms
og fram til vorra daga. Sungið er af
æskuþrungnum krafti og innlifun –
en einnig þeirri agaðri einbeitingu
sem gerir gæfumuninn.
Hver og einn á sér eflaust sín
uppáhöld. En hvað mig varðar
hreifst ég á slembivali ekki sízt af
Vísum Vatnsenda-Rósu (með snilld-
ar-táknrænni uppdúrun Jóns Ás-
geirssonar á miðerindinu), Haldið
‘ún Gróa hafi skó Gunnars Reynis –
og Veröld fláa Hafliða Hallgríms-
sonar í afbragðsgóðum flutningi
kórsins.
Það var ekki laust við að margt
næði hér að gleðigræta undirritaðan
lengst aftur um aldir. Hitt er þó
margfalt mikilvægara hvað frjóvg-
andi kórstarf á þessum gæðastaðli
getur veitt táningjum okkar tíma
gjöfula verðleikaviðmiðun – og jafn-
vel lífsgildi til frambúðar.
Af æskukrafti og innlifun
Ljósmynd/Santiago Felipe
Hamrahlíðarkórinn „Nánast hvert einasta númer er perla út af fyrir sig,“ skrifar gagnrýnandinn um flutning kórs-
ins. Útgáfan er afrakstur samstarfs við Björk en hún er hér með hluta kórsins á sviði The Shed í New York.
Geisladiskur
Hamrahlíðarkórinn bbbbm
„Come and be joyful.“ Verk og þjóðlaga-
útsetningar eftir Jón Þórarinsson, Jón
Ásgeirsson, Hjálmar H. Ragnarsson,
Hafliða Hallgrímsson, Gunnar Reyni
Sveinsson, Björk, Atla Heimi Sveinsson
og Jón Nordal. Hamrahlíðarkórinn undir
stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Disk-
bæklingur: Árni Heimir Ingólfsson. Tek-
in upp í Háteigskirkju í Reykjavík 22./
23.7. 2019 og 9./11.3. 2020. Framleið-
andi & upptökustjóri: Bergur Þórisson.
Útg.: One Little Independent Records,
TPLP1524CD. Lengd: 34:21.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Þorgerður
Ingólfsdóttir
Hillary Clinton, fyrrverandi
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
vinnur að ritun pólitískrar spennu-
sögu með vinsælum kanadískum
spennuhöfundi, Louise Penny. Bók-
in mun heita State of Terror og
kemur í verslanir í október.
Samkvæmt frétt The New York
Times fjallar sagan um utanríkis-
ráðherra sem þarf að takast á við
hryðjuverkaógn samhliða því að ör-
yggi þjóðarinnar hefur minnkað
vegna veikrar yfirstjórnar landsins.
Clinton þekkir vel til ýmissa hliða
valdsins eftir að hafa, auk ráð-
herraembættisins, verið öldunga-
deildarþingmaður, forsetafrú og
frambjóðandi til embættis forseta
Bandaríkjanna.
Penny er þekktust fyrir glæpa-
sögur um morð í kanadískum
smábæ en samkvæmt fréttinni nýt-
ist þekking og innsæi vinkonu
hennar og meðhöfundar vel við
skrifin. Þess má geta að eiginmaður
Hillary, Bill Clinton, hefur þegar
samið tvær spennusögur með rit-
höfundinum James Patterson og
seldist sú fyrri í um tveimur millj-
ónum eintaka.
AFP
Spennuhöfundurinn Hillary Clinton.
Hillary Clinton
semur spennusögu
Franski leik-
arinn Gérard
Depardieu hefur
verið kærður
fyrir meinta
nauðgun og kyn-
ferðislega árás á
leikkonu á þrí-
tugsaldri og er
hún sögð hafa átt
sér stað árið
2018. Að sögn AFP-fréttaveitunnar
var málið fyrst rannsakað árið 2019
en fallið frá kæru vegna skorts á
sönnunargögnum. Málið var aftur
tekið upp í fyrrasumar og leikarinn
kærður í desember síðastliðnum.
Sagt er að vinátta hafi verið milli
Depardieu og fjölskyldu leikkon-
unnar sem kærir en hún sakar leik-
arann um að hafa í tvígang ráðist á
sig á heimili hans.
Leikarinn kunni hefur ekki verið
handtekinn en er sagður undir
eftirliti dómstóla. Lögmaður De-
pardieu segir hann algjörlega
hafna ásökununum og harmi að
málið hafi verið gert opinbert.
Depardieu er einn þekktasti og
dáðasti leikari Frakka og hefur
leikið í um 200 kvikmyndum.
Depardieu er sak-
aður um nauðgun
Gérard Depardieu
Eftir 28 ára samstarf hafa frönsku
raftónlistarmennirnir Thomas Ban-
galter og Guy-Manuel de Homem-
Christo, sem kölluðu dúett sinn Daft
Punk, ákveðið að hætta að vinna
saman.
Á síðustu tveimur áratugum hefur
Daft Punk verið ein áhrifamesta raf-
tónlistarsveitin; þeir félagar hafa
sent frá sér ofurvinsæl lög á borð við
„Get Lucky“ og „One More Time“ og
hefur tónlistin, með tilvísunum í vís-
indi og framúrstefnu, sem og í diskó
og sálartónlist, notið mikillar hylli.
Eftir að þeir félagar Bangalter og
De Homem-Christo greindu frá sam-
starfsslitunum hafa poppfræðingar
ýmissa fjölmiðla lofað framlag
þeirra til dægurmenningarinnar.
Gagnrýnandi The Guardian segir þá
hafa verið mikilvægstu dægurtón-
listarmenn síðustu ára.
Fyrsta plata Daft Punk, Home-
work (1997), náði inn á topp-10
listann breska og vakti strax athygli
að félagarnir birtust sjaldan á mynd-
um. Með útgáfu næstu plötu, Disco-
very (2001), tóku þeir að birtast sem
hjálmklædd vélmenni og héldu því
áfram síðan. Hinar hljóðversplötur
þeirra eru Human After All (2005)
og Random Access Memories (2013).
Vinsælasta lag dúettsins, „Get
Lucky“, kom út 2016. Daft Punk
hreppti sex Grammy-verðlaun gegn-
um árin.
Dúettinn Daft Punk leggur upp laupana
AFP
Grímuklæddir Félagarnir í Daft Punk í
sínum vanabundnu vélmennabúningum.
Íslenski dansflokkurinn býður í dag
og á næstu dögum nemendum í 9.
bekk í grunnskólum í Reykjavík að
sjá sýninguna Black marrow á
Stóra sviði Borgarleikhússins. Sýn-
ingarnar verða alls fjórar.
Black Marrow er eftir Ernu Óm-
arsdóttur og Damien Jalet við tón-
list eftir Ben Frost. Verkið var
frumsýnt hér á landi árið 2015 og
hefur síðan verið sýnt af dans-
flokknum víða um lönd við afar
góðar undirtektir.
Erna og hinn belgíski Jalet hafa
lengi starfað saman og meðal fyrri
verka þeirra eru Transaquania out
of the Blue (2009) og DuEls (2020),
en það síðarnefnda fékk Subjekt-
verðlaunin í Noregi á síðasta ári
sem besta sviðslistaverk ársins og
verður endursýnt í Reykjavík á
næsta ári. Black Marrow verður í
almennri sýningu 8. júní næstkom-
andi í Borgarleikhúsinu
Í verkinu Black Marrow leggja
Erna og Damien upp með nútíma-
helgiathöfn út frá hinu forna sam-
bandi mannsins við náttúruna og
dansararnir endurspegla heim þar
sem eðlishvötin hefur verið iðn-
vædd og líkaminn umbreytist í bar-
áttu við að lifa af. Með því að nota
rytma, endurtekningu og örmögn-
un, í bland við seiðmagnaða tónlist,
umbreytast dansararnir í stein-
gervinga, vélar, heiðin goð og
áhyggjulausan, glitrandi æskulýð.
Níundubekkingar á Black marrow
Seiðmögnun Dansflokkurinn í verkinu.