Morgunblaðið - 06.03.2021, Síða 2

Morgunblaðið - 06.03.2021, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. holar@holabok.is — www.holabok.is Meistaraverk! Stórvirkið Íslenskir fuglar í þjóðtrúnni er á geggjuðu verði á bókamarkaðinum í Laugardal, eða aðeins á kr. 6.380 og flýgur út - hvað annað! Tryggðu þér eintak strax í dag. Ekkert innanlandssmit greindist í fyrradag og eru nú bara tíu manns í einangrun með kórónuveiruna á Ís- landi. Þá er sami fjöldi í sóttkví vegna gruns um mögulegt smit. Níu af þeim tíu sem eru í einangrun eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu og sá tíundi býr á Suðurnesjum. Allir þeir tíu sem eru í sóttkví eru af höfuð- borgarsvæðinu. Nýgengi smita innanlands á hverja 100 þúsund íbúa er nú 0,3 og 3 á landamærunum fyrir síðustu 14 daga, en einn greindist með kórónu- veiruna í seinni skimun í fyrradag. Þá var beðið niðurstöðu mótefna- mælingar hjá öðrum. Búið er fullbólusetja 12.709 ein- staklinga og 14.332 til viðbótar hafa fengið fyrri skammtinn. Er því heildarfjöldi bólusetninga 39.747. Tíu í einangrun, tíu í sóttkví Innanlandssmit: 2 smit greindust sl. 14 daga Nýgengi er: 0,3 Fjöldi í sóttkví: 10 10 eru með virkt smit og í einangrun Fjöldi smita frá 30.6. '20 Heimild: covid.is júlí ágúst september október nóvember desember janúar febrúar mars Fjöldi bólusetninga Bólusetning hafin: 14.332 einstak-lingar Fullbólusettir: 12.709 einstak-lingar Alls 39.747 skammtar 39.747  Ekkert innanlandssmit greindist í gær  Nýgengið 0,3 Almenna reglan er sú að finni barn fyrir óþægindum vegna myglu verði að leita leiða til að bæta úr því. Það eigi ekki heldur að vera háð niður- stöðum sýnatöku rannsókna, heldur heilsu barns. Þetta kemur fram í skýrslu verkfræðistofunnar Verkís, sem dagsett er 4. mars síðastliðinn, um úttekt á stofu 8 í Fossvogsskóla sem ráðist var í í júní á síðasta ári. Í skýrslunni, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, er staðfest og haft eftir sérfræðingi Náttúrufræði- stofnunar Íslands (NÍ) að svo- nefndur kúlustrýnebbi, sem telst varasamur sveppur innanhúss, hafi fundist í skólastofunni eftir að við- gerðum vegna myglu var lokið, en niðurstöður stofnunarinnar þess efnis, sem lágu fyrir í desember, voru ekki birtar fyrr en í lok síðasta mánaðar. Þá kemur einnig fram að þó að almennt finnist minni mygla í skólanum eftir viðgerðir og þrif sé enn hægt að finna varasamar sveppategundir í skólanum. Auk kúlustrýnebba fannst einnig grámygla í stofunni eftir viðgerðir, og sagði í mati sérfræðings NÍ að það væri „nokkuð athyglisvert“ hvað grámygla sæist oft því venjulega sæ- ist hún sjaldan og þá lítið af henni. „Hún vex helst á skemmdum ávöxt- um en getur einnig vaxið í illa förn- um byggingarefnum þótt það sjáist sjaldan,“ er haft eftir sérfræð- ingnum. Skóla- og frístundaráð Reykjavík- urborgar hefur boðað skólaráð Foss- vogsskóla til fundar á mánudaginn ásamt borgarfulltrúum vegna máls- ins, en foreldrar barna í skólanum hafa krafist þess að vandinn verði settur í forgang. Þá hefur faðir drengs í skólanum tilkynnt borgina til barnaverndaryfirvalda vegna málsins. Heilsa barns ráði förinni  Enn varasamar tegundir í skólanum Morgunblaðið/Eggert Fossvogsskóli Enn finnast vara- samir myglusveppir í Fossvogsskóla. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Á blaðamannafundi um borð í varð- skipinu Þór í gær tilkynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmála- ráðherra ásamt Georg Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, að ríkisstjórnin hefði samþykkt á fundi sínum tillögu Áslaugar Örnu um kaup á nýlegu skipi sem mun þjóna Landhelgisgæslunni sem varðskip í stað Týs. Hún segir stöðuna á skipamarkaði nú hagstæða og það sé mat Landhelg- isgæslunnar að hægt sé að kaupa ný- leg og vel búin skip í góðu standi fyrir 1 til 1,5 milljarða króna. Til saman- burðar bendir Áslaug Arna á að kostnaður við smíði nýs skips af sam- bærilegri gerð og varðskipið Þór geti numið 10 til 14 milljörðum króna. Fyrr í vikunni kom fram að það væri með öllu óvíst hvort og hvenær varðskipið Týr gæti verið komið í rekstur á ný í kjölfar alvarlegrar bilunar og skemmda á búnaði skips- ins. Áslaug Arna segir það ekki hafa verið forsvaranlegt að ráðstafa hundrað milljónum króna í viðgerð á eins gömlu skipi og varðskipið Týr er, en talið er að söluverð skipsins gæti numið 25 til 50 milljónum króna að loknum viðgerðum. Grunnstoð öryggis „Týr er auðvitað orðinn 46 ára gamall og hefur þjónað hlutverki sínu með glæsibrag, en það er ekki forsvaranleg meðferð á opinberu fé að eyða mörg hundruð milljónum í viðgerð á svona gömlu skipi,“ út- skýrir Áslaug Arna. „Við þurfum að tryggja að Gæslan geti sinnt sínu hlutverki sem grunnstoð í öryggis- málum þjóðarinnar og höfum við verið stöðugt minnt á það undanfar- ið rúmt ár með ýmsum náttúruham- förum og áskorunum.“ Hún bætir við að skipakaupin séu til þess fallin að styrkja Landhelgisgæsluna sem hafi sinnt hlutverki sínu einkar vel. Gert er ráð fyrir að Landhelgis- gæslan hafi tvö skip til umráða næsta vetur. Spurð hvort ákvörðun hafi verið tekin um hvaða skip verði fyrir valinu svarar dómsmálaráð- herra því neitandi. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Varðskip Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Georg Lárusson á þilfari Þórs eftir blaðamannafundinn. Kynntu áform um kaup á varðskipi  Gert ráð fyrir að skipið verði komið í rekstur næsta vetur Ekki hefur verið ákveðið hvaða skip ríkisstjórnin hyggst kaupa fyrir Landhelgisgæsluna, en sérstaklega er til skoðunar þjónustuskip úr olíuiðnaðinum. Þetta segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Þá segir Georg skip af þess- um toga henta vel til landhelg- isgæslustarfa. „Við höfum reynsluna frá Noregi, norska strandgæslan hefur tvö svona skip í sinni þjónustu. Þetta eru skip sem hafa mikla dráttargetu og stjórnhæfni.“ Forstjórinn kveðst taka vel í hugmyndir dómsmálaráðherra um að nýja skipið hljóti nafnið Freyja. Kaupa líklega þjónustuskip REYNSLA NORÐMANNA Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun áfrýja úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar en dómurinn hafnaði í gærmorgun kröfu ráðherra um að úrskurður kærunefndar jafnréttismála yrði ógiltur. Í honum sagði að ráðherra hefði brotið jafnréttislög með ráðningu Páls Magnússonar, fyrrverandi bæjarritara Kópavogsbæjar, í stað Hafdísar Helgu Ólafsdóttur í stöðu ráðuneytisstjóra árið 2019. Úrskurður kærunefndarinnar stendur því og íslenska ríkið skal greiða Hafdísi málskostnað upp á 4,5 milljónir. Enn er svigrúm til áfrýjunar og var greint frá því í gærkvöldi að ráðherra hygðist gera það. Verði þetta hins vegar end- anleg niðurstaða málsins gæti Haf- dís sótt bætur á grundvelli hans. Embætti ráðu- neytisstjóra í ráðuneytinu var auglýst í júní árið 2019 og sóttu þrettán um stöð- una. Fjórir voru metnir hæfastir af hæfisnefnd, tvær konur og tveir karlar. Kærði Hafdís Helga skipan Páls og komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að menntamála- ráðherra hefði vanmetið hæfi Haf- dísar Helgu. Ekki náðist í Lilju þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær, og var til- kynnt í gærkvöldi að hún hygðist ekki tjá sig meðan málið væri í áfrýjunarferli. johann@mbl.is Lilja hyggst áfrýja til Landsréttar Úrskurðurinn ekki felldur úr gildi Lilja Alfreðsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.